150 laxar á einni vakt í fyrsta maðkahollinu í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2015 10:36 Jan Gunnar með fallegn lax úr Tjarnarbreiðu Mynd: Ytri Rangá FB Fyrsta maðkahollið í Ytri Rangá er við veiðar þessa stundina í ánni og er óhætt að segja að veiðin gangi vel. Strax á fyrstu vakt var gefinn tónn fyrir það sem koma skal í haustveiðinni en alls komu 150 laxar á land fyrstu sex tímana þar sem maðkur og spúnn mátti renna í ánna. Núna hefur hollið samtals klárað þrjár vaktir og hafa 371 laxar verið dregnir á þurrt. „Það gengur mjög vel í þessu holli eins og mátti búast við en veiðitölurnar segja ekki allt þar sem mikið hefur sloppið og þá sérstaklega af spúninum" sagði Jóhannes Hinriksson staðarhaldari við Ytri Rangá þegar við heyrðum í honum í morgun. Það hefur oft verið sagt að þegar maðkurinn fer í árnar að veiðin á fluguna minnki þar sem laxinn hætti að taka hana en það mun vera nokkur misskilningur. "Það er gaman að segja frá því að ég fór með veiðimenn í Tjarnarbreiðu eftir að það var búið að veiða hana bæði með maðk og spún og við vorum að nota litla Collie Dog flugu og veiddum bara ágætlega, þar af eina 78 sm hrygnu“ bætir Jóhannes við. Heildartalan í Ytri Rangá er komin vel yfir 6.000 laxa og gæti áin vel náð 8.000 löxum þar sem nóg er eftir af tímabilinu í henni. Einhverjir dagar eru lausir í Ytri Rangá með haustinu og ættu því veiðiþyrstir veiðimenn að eiga góðann möguleika á að ná sér í lax á sanngjörnu verði því leyfin t.d. í lok september eru komin í 35.000 sem þykir ekki mikið fyrir góða laxveiði. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Fyrsta maðkahollið í Ytri Rangá er við veiðar þessa stundina í ánni og er óhætt að segja að veiðin gangi vel. Strax á fyrstu vakt var gefinn tónn fyrir það sem koma skal í haustveiðinni en alls komu 150 laxar á land fyrstu sex tímana þar sem maðkur og spúnn mátti renna í ánna. Núna hefur hollið samtals klárað þrjár vaktir og hafa 371 laxar verið dregnir á þurrt. „Það gengur mjög vel í þessu holli eins og mátti búast við en veiðitölurnar segja ekki allt þar sem mikið hefur sloppið og þá sérstaklega af spúninum" sagði Jóhannes Hinriksson staðarhaldari við Ytri Rangá þegar við heyrðum í honum í morgun. Það hefur oft verið sagt að þegar maðkurinn fer í árnar að veiðin á fluguna minnki þar sem laxinn hætti að taka hana en það mun vera nokkur misskilningur. "Það er gaman að segja frá því að ég fór með veiðimenn í Tjarnarbreiðu eftir að það var búið að veiða hana bæði með maðk og spún og við vorum að nota litla Collie Dog flugu og veiddum bara ágætlega, þar af eina 78 sm hrygnu“ bætir Jóhannes við. Heildartalan í Ytri Rangá er komin vel yfir 6.000 laxa og gæti áin vel náð 8.000 löxum þar sem nóg er eftir af tímabilinu í henni. Einhverjir dagar eru lausir í Ytri Rangá með haustinu og ættu því veiðiþyrstir veiðimenn að eiga góðann möguleika á að ná sér í lax á sanngjörnu verði því leyfin t.d. í lok september eru komin í 35.000 sem þykir ekki mikið fyrir góða laxveiði.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði