Smith greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í morgun. Þá segir hann að lagið muni bera heitið Writing’s On The Wall.
Spectre verður frumsýnd í byrjun nóvember næstkomandi þar sem Daniel Craig fer í fjórða sinn með hlutverk Bond.
Monica Bellucci og Léa Seydoux fara með hlutverk Bondstúlkna en Christopher Waltz með hlutverk illmennisins Franz Oberhauser. Þá verður Ralph Fiennes í hlutverki M.
Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes, en hann leikstýrði einnig síðustu Bond myndinni Skyfall.
This is one of the highlights of my career. I am honoured to finally announce that I will be singing the next Bond theme song.
— SAM SMITH (@samsmithworld) September 8, 2015
You can pre-order 'Writing's On The Wall' on CD or vinyl here http://t.co/7RpiBDtuUH, or on iTunes from midnight. pic.twitter.com/c9vphqANqW
— SAM SMITH (@samsmithworld) September 8, 2015