Landsliðið í miðbænum: Hvar fögnuðu strákarnir? Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. september 2015 08:00 Hér má sjá strákana fagna á Ingólfstorgi á sunnudagskvöld Íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu fögnuðu vel og innilega eftir að tryggja liðinu þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu. Eins og frægt er orðið er það í fyrsta sinn sem karlaliðið nær þessum áfanga. Strákarnir tóku þátt í skipulagðri dagskrá til miðnættis á sunnudagskvöld en héldu þá á skemmtistaði í miðbænum og þaðan í eftirpartí. Lífið tók saman hvernig kvöldið var.20:45 Leik lýkur og strákarnir fagna innilega á Laugardalsvellinum. Góður tími fer í viðtöl og fleira. Þaðan fara strákarnir í sturtu og hafa sig til fyrir fagnaðarlæti kvöldsins.21:55 Strákarnir mæta á Ingólfstorg þar sem aðdáendur tóku vel á móti þeim. Áður höfðu nokkrir af helstu skemmtikröftum og tónlistarmönnum landsins hitað íslenska knattspyrnuunnendur vel upp. Helstu ráðamenn landsins voru mættir og lýsti forsætisráðherra því yfir í gríni að skemmtistaðir borgarinnar yrði opnir lengur en til eitt eins og lög mæla fyrir um.22:20 Landsliðsmennirnir fara upp í rútu sem skutlar þeim í Gamla bíó. Þar snæddu þeir ásamt mökum sínum, þjálfaraliðinu, starfsmönnum KSÍ og fleiri sem eru í kringum liðið. Á meðan voru fjölmargir stuðningsmenn fyrir utan eða inni á Íslenska barnum, sem er beint á móti Gamla bíói. Laust fyrir miðnætti ávarpaði Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, stuðningsmenn. Aron Einar Gunnarsson leiddi svo allan hópinn í skemmtilegum fagnaðarópum og söngvum.00:00 Í kringum miðnætti fóru landsiðsmennirnir að tínast út úr Gamla bíói. Fjölmargir héldu á b5, eins og við var að búast. Þar voru margir þekktir mættir til að fagna með þeim. Þar á meðal Gunnar Nelson UFC-kappi, Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður, Steindi jr. grínist og Ágúst Bent rappari. Einnig voru margir aðrir þekktir knattspyrnumenn á staðnum og var stemningin mjög góð. Mikið var sungið. Meðal annars þjóðsönginn, Ferðalok og ýmis þekkt stuðningsmannalög. Lagið N*ggas in Paris, með Kanye West og Jay-Z var einnig mikið leikið, enda viðeigandi því landsliðið er á leið til Frakklands. Að sögn viðstaddra voru landsliðsmennirnir í einstaklega góðum gír og gáfu sér góðan tíma til að ræða við stuðningsmenn. Á sama tíma og margir voru á b5 var fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ásamt Kristbjörgu Jónasdóttur, kærustu sinni, og rappgoðsögninni Erpi Eyvindarsyni á Prikinu. Aron er þekktur unnandi íslenskrar rapptónlistar og voru fjölmörg íslensk rapplög leikin þetta kvöld. Aron er annálaður aðdáandi sveitarinnar eftirminnilegu Skyttnanna, sem er frá Akureyri eins og hann.02:00 Eins og frægt er orðið mætti lögreglan á b5 og vísaði fólki á dyr. Að sögn viðstaddra var nokkuð erfitt að koma öllum út og gripu skemmtanaþyrstir gestir staðarins til frasa úr myndinni Straight Outta Compton, sem fjallar meðal annars um baráttu rappsveitarinnar N.W.A. við bandaríska lögreglumenn. Þó skal tekið fram að margir sem blaðamaður Fréttablaðsins ræddi við hrósuðu lögreglumönnum og sögðu þá hafa verið til fyrirmyndar. Eftir að b5 var lokað héldu einhverjir landsliðsmenn í eftirpartí í skrifstofu Total Football, sem er við Skólavörðustíg. Þar voru einnig nokkrir aðdáendur liðsins og var fagnað eitthvað fram eftir. Flestir landsliðsmannanna gistu á hótelum í borginni. Hluti hópsins á Hilton og einhverjir á Grand hóteli. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu fögnuðu vel og innilega eftir að tryggja liðinu þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu. Eins og frægt er orðið er það í fyrsta sinn sem karlaliðið nær þessum áfanga. Strákarnir tóku þátt í skipulagðri dagskrá til miðnættis á sunnudagskvöld en héldu þá á skemmtistaði í miðbænum og þaðan í eftirpartí. Lífið tók saman hvernig kvöldið var.20:45 Leik lýkur og strákarnir fagna innilega á Laugardalsvellinum. Góður tími fer í viðtöl og fleira. Þaðan fara strákarnir í sturtu og hafa sig til fyrir fagnaðarlæti kvöldsins.21:55 Strákarnir mæta á Ingólfstorg þar sem aðdáendur tóku vel á móti þeim. Áður höfðu nokkrir af helstu skemmtikröftum og tónlistarmönnum landsins hitað íslenska knattspyrnuunnendur vel upp. Helstu ráðamenn landsins voru mættir og lýsti forsætisráðherra því yfir í gríni að skemmtistaðir borgarinnar yrði opnir lengur en til eitt eins og lög mæla fyrir um.22:20 Landsliðsmennirnir fara upp í rútu sem skutlar þeim í Gamla bíó. Þar snæddu þeir ásamt mökum sínum, þjálfaraliðinu, starfsmönnum KSÍ og fleiri sem eru í kringum liðið. Á meðan voru fjölmargir stuðningsmenn fyrir utan eða inni á Íslenska barnum, sem er beint á móti Gamla bíói. Laust fyrir miðnætti ávarpaði Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, stuðningsmenn. Aron Einar Gunnarsson leiddi svo allan hópinn í skemmtilegum fagnaðarópum og söngvum.00:00 Í kringum miðnætti fóru landsiðsmennirnir að tínast út úr Gamla bíói. Fjölmargir héldu á b5, eins og við var að búast. Þar voru margir þekktir mættir til að fagna með þeim. Þar á meðal Gunnar Nelson UFC-kappi, Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður, Steindi jr. grínist og Ágúst Bent rappari. Einnig voru margir aðrir þekktir knattspyrnumenn á staðnum og var stemningin mjög góð. Mikið var sungið. Meðal annars þjóðsönginn, Ferðalok og ýmis þekkt stuðningsmannalög. Lagið N*ggas in Paris, með Kanye West og Jay-Z var einnig mikið leikið, enda viðeigandi því landsliðið er á leið til Frakklands. Að sögn viðstaddra voru landsliðsmennirnir í einstaklega góðum gír og gáfu sér góðan tíma til að ræða við stuðningsmenn. Á sama tíma og margir voru á b5 var fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ásamt Kristbjörgu Jónasdóttur, kærustu sinni, og rappgoðsögninni Erpi Eyvindarsyni á Prikinu. Aron er þekktur unnandi íslenskrar rapptónlistar og voru fjölmörg íslensk rapplög leikin þetta kvöld. Aron er annálaður aðdáandi sveitarinnar eftirminnilegu Skyttnanna, sem er frá Akureyri eins og hann.02:00 Eins og frægt er orðið mætti lögreglan á b5 og vísaði fólki á dyr. Að sögn viðstaddra var nokkuð erfitt að koma öllum út og gripu skemmtanaþyrstir gestir staðarins til frasa úr myndinni Straight Outta Compton, sem fjallar meðal annars um baráttu rappsveitarinnar N.W.A. við bandaríska lögreglumenn. Þó skal tekið fram að margir sem blaðamaður Fréttablaðsins ræddi við hrósuðu lögreglumönnum og sögðu þá hafa verið til fyrirmyndar. Eftir að b5 var lokað héldu einhverjir landsliðsmenn í eftirpartí í skrifstofu Total Football, sem er við Skólavörðustíg. Þar voru einnig nokkrir aðdáendur liðsins og var fagnað eitthvað fram eftir. Flestir landsliðsmannanna gistu á hótelum í borginni. Hluti hópsins á Hilton og einhverjir á Grand hóteli.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira