Hættuástand víða á vegum Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2015 10:55 Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Aðalfundur Bílgreinasambandsins var haldinn á Hótel Reykjavík Natura á dögunum og var slæmt ástand vega mikið rætt á fundinum sem og þrengingar gatna og fækkun bílastæða. ,,Eins og mikið hefur verið í umræðunni uppá síðkastið er ástand vega og gatna, hvort sem um er að ræða þjóðvegi eða vegi í þéttbýli afar bágborið og er staðan víða þannig að hættuástand hefur myndast. Fjöldi bifreiða hefur skemmst bæði þannig að hjólbarðar og felgur hafa eyðilagst sem og hjólabúnaður hefur laskast og þannig skapast mikil hætta fyrir þá aðila sem í umræddum bílum ferðast sem og öðrum sem á vegi þeirra kunna að verða. Aðilar innan Bílgreinasambandsins fagna ávallt að hafa næg verkefni en þeim hefur fjölgað gífurlega nú í vetur vegna ástands gatna og vega. Það er hins vegar engum greiði gerður með stórhættulegu gatnakerfi og því telja aðilar Bílgreinasambandsins sig knúna til að benda stjórnvöldum á þessa alvarlegu stöðu sem er að skapa stórhættu oft á dag og gæti endað með banaslysi. Öllum er ljóst að undanfarin ár hefur mikið skort á í viðhaldi vega og gatna vegna mikils niðurskurðar og nú verður ekki lengur við svo búið," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílagreinasambandsins. Aðalfundur Bílgreinasambandsins hvetur alla sem hlut eiga að máli að hefjast handa við að bæta úr þessu ófremdarástandi og nýta þá fjármuni sem falla til m.a. í gegnum skattkerfi bílgreinarinnar sbr. bensínskatta til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins þar til vegir og götur eru komin í viðunandi ástand að nýju. ,,Þá vill Bílgreinasambandið benda á að við búum á norðurhjara veraldar, þar sem bíllinn er einn þarfasti þjónninn og flest allar aðgerðir til að þrengja um of að bílnum, t.d. með þrengingum gatna, fækkun bílastæða o.s.frv. eru til þess fallnar að auka kostnað og óþægindi íbúanna og þeirra sem byggja þetta land," segir Özur. Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent
Aðalfundur Bílgreinasambandsins var haldinn á Hótel Reykjavík Natura á dögunum og var slæmt ástand vega mikið rætt á fundinum sem og þrengingar gatna og fækkun bílastæða. ,,Eins og mikið hefur verið í umræðunni uppá síðkastið er ástand vega og gatna, hvort sem um er að ræða þjóðvegi eða vegi í þéttbýli afar bágborið og er staðan víða þannig að hættuástand hefur myndast. Fjöldi bifreiða hefur skemmst bæði þannig að hjólbarðar og felgur hafa eyðilagst sem og hjólabúnaður hefur laskast og þannig skapast mikil hætta fyrir þá aðila sem í umræddum bílum ferðast sem og öðrum sem á vegi þeirra kunna að verða. Aðilar innan Bílgreinasambandsins fagna ávallt að hafa næg verkefni en þeim hefur fjölgað gífurlega nú í vetur vegna ástands gatna og vega. Það er hins vegar engum greiði gerður með stórhættulegu gatnakerfi og því telja aðilar Bílgreinasambandsins sig knúna til að benda stjórnvöldum á þessa alvarlegu stöðu sem er að skapa stórhættu oft á dag og gæti endað með banaslysi. Öllum er ljóst að undanfarin ár hefur mikið skort á í viðhaldi vega og gatna vegna mikils niðurskurðar og nú verður ekki lengur við svo búið," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílagreinasambandsins. Aðalfundur Bílgreinasambandsins hvetur alla sem hlut eiga að máli að hefjast handa við að bæta úr þessu ófremdarástandi og nýta þá fjármuni sem falla til m.a. í gegnum skattkerfi bílgreinarinnar sbr. bensínskatta til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins þar til vegir og götur eru komin í viðunandi ástand að nýju. ,,Þá vill Bílgreinasambandið benda á að við búum á norðurhjara veraldar, þar sem bíllinn er einn þarfasti þjónninn og flest allar aðgerðir til að þrengja um of að bílnum, t.d. með þrengingum gatna, fækkun bílastæða o.s.frv. eru til þess fallnar að auka kostnað og óþægindi íbúanna og þeirra sem byggja þetta land," segir Özur.
Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent