Justin: Ekki hægt að stoppa KR - bara hægja á því Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2015 09:00 Justin Shouse í leik með Stjörnunni gegn KR. Vísir/Ernir „Sem hópur erum við bara góðir. Þjálfaraliðið hefur sett upp góða leikáætlun og ef við förum eftir henni eigum við góðan mögulega á að vinna KR,“ segir Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar sem mætir KR í bikarúrslitum klukkan 16.00 í dag. Bandaríkjamaðurinn eldhressi er að fara í sinn fjórða bikarúrslitaleik á ferlinum og þann þriðja með Stjörnunni. Áður vann hann einn með Snæfelli. Mótherjinn, KR, er á toppi deildarinnar og hefur verið illviðráðanlegt allt tímabilið. „Það er erfitt að vinna þetta KR-lið því það er með svo marga góða leikmenn. Aðalatriðið er að hafa tök á Pavel sem er erfitt því hann er svo góður leikmaður. Ef þú getur stöðvað hann að einhverju leyti þá ertu í góðum málum. Svo verðum við að hafa hemil á Craion inn í teignum. Það er auðvitað erfitt en við teljum okkur geta mætt KR í flestum stöðum. Lykilatriðið er bara að hægja á öllum leikmönnum KR-liðsins því það er ekki hægt að stoppa það,“ segir Justin.Brynjar Þór Björnsson og Dagur Kár Jónsson með bikarinn góða.Vísir/StefánFyrir fimm árum síðan fór Justin fyrir Stjörnuliðinu sem vann óvænt draumalið KR í bikarúrslitum með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Maður lærir af svoleiðis reynslu. Það eru nokkrir í liðinu sem spiluðu þann leik og líka ungir strákar sem upplifðu gleðina eftir þann leik í kringum félagið. Þetta er allt annar leikur auðvitað og við verðum að spila af krafti og gera þetta með hjartanu. Við munum samt hvað gerðist 2009 og höfum það aftast í hausnum,“ segir Justin Hann segist hafa fulla trú á sigri Stjörnunnar í dag líkt og hann gerði 2009. „Algjörlega. Maður verður alltaf að telja sér trú um að maður getur unnið. Teitur var með flotta leikáætlun 2009 og Hrafn er með aðra eins núna. Maður verður bara að treysta á sjálfan sig og liðsfélagana.“Vísir/ValliStjarnan hefur verið að spila betur eftir áramót og er í þriðja sæti Dominos-deildarinnar. Kanaskiptin höfðu góð áhrif á liðið. „Það var mikilvægt púsl fyrir okkur að fá Jeremy Atkinson. Hann bætir sig með hverjum leiknum sem er mikilvægt í aðdraganda svona stórleiks. Við unnum Fjölni og Skallagrím í síðustu leikjum og þó þau séu við botninn var hann að spila vel. Að fá hann hefur líka gert okkur kleift að sækja bæði inn í teig jafnt og að skjóta fyrir utan eins og við gerðum of mikið af með Jarrid Frye,“ segir Justin. Atkinson hefur þó verið duglegur að fá tæknivillur í fyrstu leikjunum hér á landi. Um daginn fékk hann eina slíka fyrir að kasta boltanum of fast í hendurnar á dómara og annað atvik kom upp gegn Skallagrími. „Það hefur reynst honum erfitt að gefa boltann á dómarana,“ segir Justin og hlær. „Svo öskraði hann „shot“ þegar einn leikmaður Skallagríms tók skot um daginn. Það er bara eitthvað sem okkur Bandaríkjamönnum er kennt að gera frá blautu barnsbeini. Maður er að láta liðsfélagana vita að það er skot á leiðinni. En þetta er bannað á Íslandi og hann hefur lært af því. Hann er líka frábær gaur sem ætti ekki að vera fá svona margar tæknivillur,“ segir Justin Shouse. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
„Sem hópur erum við bara góðir. Þjálfaraliðið hefur sett upp góða leikáætlun og ef við förum eftir henni eigum við góðan mögulega á að vinna KR,“ segir Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar sem mætir KR í bikarúrslitum klukkan 16.00 í dag. Bandaríkjamaðurinn eldhressi er að fara í sinn fjórða bikarúrslitaleik á ferlinum og þann þriðja með Stjörnunni. Áður vann hann einn með Snæfelli. Mótherjinn, KR, er á toppi deildarinnar og hefur verið illviðráðanlegt allt tímabilið. „Það er erfitt að vinna þetta KR-lið því það er með svo marga góða leikmenn. Aðalatriðið er að hafa tök á Pavel sem er erfitt því hann er svo góður leikmaður. Ef þú getur stöðvað hann að einhverju leyti þá ertu í góðum málum. Svo verðum við að hafa hemil á Craion inn í teignum. Það er auðvitað erfitt en við teljum okkur geta mætt KR í flestum stöðum. Lykilatriðið er bara að hægja á öllum leikmönnum KR-liðsins því það er ekki hægt að stoppa það,“ segir Justin.Brynjar Þór Björnsson og Dagur Kár Jónsson með bikarinn góða.Vísir/StefánFyrir fimm árum síðan fór Justin fyrir Stjörnuliðinu sem vann óvænt draumalið KR í bikarúrslitum með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Maður lærir af svoleiðis reynslu. Það eru nokkrir í liðinu sem spiluðu þann leik og líka ungir strákar sem upplifðu gleðina eftir þann leik í kringum félagið. Þetta er allt annar leikur auðvitað og við verðum að spila af krafti og gera þetta með hjartanu. Við munum samt hvað gerðist 2009 og höfum það aftast í hausnum,“ segir Justin Hann segist hafa fulla trú á sigri Stjörnunnar í dag líkt og hann gerði 2009. „Algjörlega. Maður verður alltaf að telja sér trú um að maður getur unnið. Teitur var með flotta leikáætlun 2009 og Hrafn er með aðra eins núna. Maður verður bara að treysta á sjálfan sig og liðsfélagana.“Vísir/ValliStjarnan hefur verið að spila betur eftir áramót og er í þriðja sæti Dominos-deildarinnar. Kanaskiptin höfðu góð áhrif á liðið. „Það var mikilvægt púsl fyrir okkur að fá Jeremy Atkinson. Hann bætir sig með hverjum leiknum sem er mikilvægt í aðdraganda svona stórleiks. Við unnum Fjölni og Skallagrím í síðustu leikjum og þó þau séu við botninn var hann að spila vel. Að fá hann hefur líka gert okkur kleift að sækja bæði inn í teig jafnt og að skjóta fyrir utan eins og við gerðum of mikið af með Jarrid Frye,“ segir Justin. Atkinson hefur þó verið duglegur að fá tæknivillur í fyrstu leikjunum hér á landi. Um daginn fékk hann eina slíka fyrir að kasta boltanum of fast í hendurnar á dómara og annað atvik kom upp gegn Skallagrími. „Það hefur reynst honum erfitt að gefa boltann á dómarana,“ segir Justin og hlær. „Svo öskraði hann „shot“ þegar einn leikmaður Skallagríms tók skot um daginn. Það er bara eitthvað sem okkur Bandaríkjamönnum er kennt að gera frá blautu barnsbeini. Maður er að láta liðsfélagana vita að það er skot á leiðinni. En þetta er bannað á Íslandi og hann hefur lært af því. Hann er líka frábær gaur sem ætti ekki að vera fá svona margar tæknivillur,“ segir Justin Shouse.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins