Fjalla um hönnun og arkitektúr Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2015 10:00 Vefsíðan fjallar um hönnun og arkitektúr og leggur áherslu á íslenska hönnun. Vísir/GVA „Þessi hugmynd kom svona í desember og við ákváðum að kýla bara á þetta fyrsta janúar. Fannst það vera mjög hentugur tími til þess að henda einhverju nýju af stað,“ segir María Marko hönnuður. María stofnaði ásamt Margréti Björgu Guðnadóttur arkitekt vefsíðuna Vinkill.is þar sem fjallað er um hönnun og arkitektúr. „Það er til mikið af svona heimilisbloggi, en við vildum hafa þetta meira fyrir hönnuði og arkitekta. Og náttúrulega bara fyrir alla,“ segir María. Í upphafi hverrar viku er nýtt efnisþema kynnt á Vinkli og áhersla lögð á að fjalla um efni og tækni tengda hönnun. „Á mánudögum höfum við verið að kynna eitt nýtt efni, og svo er fjallað um hönnun og arkitektúr í kringum það. Við reynum að fókusa og miða greinarnar út frá efninu sem við höfum ákveðið að hafa að leiðarljósi út vikuna.“ Á laugardögum fjalla þær um sundlaugar víðsvegar á landinu. María segir blogginu hafa verið vel tekið og ört bætist í hóp heimsókna, þær vinna allt efnið yfir netið þar sem Margrét er búsett í Danmörku en María segir fjarlægðina ekki hafa komið að sök. Auk Vinkils er María einnig með hönnunarstofuna Terta Duo sem hún stofnaði síðastliðið haust ásamt Þórunni Vilmarsdóttur. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tímabært að meira sér gert úr íslensku ullinni Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Þessi hugmynd kom svona í desember og við ákváðum að kýla bara á þetta fyrsta janúar. Fannst það vera mjög hentugur tími til þess að henda einhverju nýju af stað,“ segir María Marko hönnuður. María stofnaði ásamt Margréti Björgu Guðnadóttur arkitekt vefsíðuna Vinkill.is þar sem fjallað er um hönnun og arkitektúr. „Það er til mikið af svona heimilisbloggi, en við vildum hafa þetta meira fyrir hönnuði og arkitekta. Og náttúrulega bara fyrir alla,“ segir María. Í upphafi hverrar viku er nýtt efnisþema kynnt á Vinkli og áhersla lögð á að fjalla um efni og tækni tengda hönnun. „Á mánudögum höfum við verið að kynna eitt nýtt efni, og svo er fjallað um hönnun og arkitektúr í kringum það. Við reynum að fókusa og miða greinarnar út frá efninu sem við höfum ákveðið að hafa að leiðarljósi út vikuna.“ Á laugardögum fjalla þær um sundlaugar víðsvegar á landinu. María segir blogginu hafa verið vel tekið og ört bætist í hóp heimsókna, þær vinna allt efnið yfir netið þar sem Margrét er búsett í Danmörku en María segir fjarlægðina ekki hafa komið að sök. Auk Vinkils er María einnig með hönnunarstofuna Terta Duo sem hún stofnaði síðastliðið haust ásamt Þórunni Vilmarsdóttur.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tímabært að meira sér gert úr íslensku ullinni Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira