Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2015 15:15 Félagarnir Thomas og Peter kunnu vel að meta fiskinn og franskarnar í Hörpu í gærkvöldi. Vísir/KTD Vinirnir Thomas Meneweger og Peter Kreyci voru afar sáttir með fiskinn og frönsku kartöflurnar sem þeir gúffuðu í sig í Hörpu á níunda tímanum í gærkvöldi. Austurríkismennirnir segja bjórinn fáránlega dýran hér á landi og eru afar virkir á Tinder. Íslensku stelpurnar virðast þó ekki að heilla þá upp úr skónum. „Íslenskur vinur okkar bjó í Salzburg í sjö ár. Við ákváðum að sameina heimsókn til hans og Iceland Airwaves,“ sögðu félagarnir á meðan þeir nærðu sig í anddyri Hörpu í gærkvöldi. Þeir komu til landsins á mánudag og hafa síðan notið tónlistar og sötrað bjór. „Við keyptum nokkra kassa af bjór í Vínbúðinni. Áfengi er eitt af því mikilvægasta í lífi Austurríkismanna og á meðan á tónlistarhátíðum stendur er mikilvægt að vera fullur. Við vissum hins vegar ekki hve fáránlega dýr hann væri hér á landi,“ segja strákarnir.Agent Fresco spiluðu í Silfurbergi í gærkvöldi.Agent Fresco @ Harpa SilfurbergPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Kviknað í kreditkortinu Mánudeginum vörðu þeir á Kex þar sem þeir hlustuðu á tónlist og keyptu bjór af barnum. „Það var dýr dagur,“ segja strákarnir sem tóku kojufyllerí heima hjá vini sínum á þriðjudeginum. Stofuborðið var þakið bjór og síðan sötrað. Þeir neituðu því ekki að þeir væru aðeins eftir sig í gær eftir átök þriðjudagsins en væru að skríða saman. Þeir sögðust ekki hlakka til að skoða kreditkortareikninginn þegar þeir kæmu aftur heim. „Það er kviknað í kortinu,“ segir Peter en Thomas sér „jákvæðu hliðina“. „Það góða við kreditkort er að þau eru vandamál síðar meir,“ segir hann og hlær. Strákarnir voru að gíra sig upp fyrir tónleika með Manu Delago frá Austurríki í gærkvöldi. Annars sögðust þeir spenntastir fyrir tónleikum John Grant með Sinfó. Ætluðu þeir að passa sig að sofa ekki yfir sig en miðar voru afhentir í hádeginu í dag undir formerkjunum, fyrstur kemur - fyrstur fær. „Þess vegna erum við að borða svo við verðum ekki of fullir á eftir,“ segir Thomas.Röðin var löng eftir miðum á John Grant í hádeginu.Now this is a beautiful line!!! Ticket handout for John Grant starts at 12:00!!!! #airwaves #johngrant #harpaPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Thursday, November 5, 2015Tinder logar Svo mætti ætla að fegurð íslenskra kvenna væri óumdeild. Sigrar í fegurðarsamkeppni mætti nota sem rök á meðan aðrir myndu segja að nóg væri að líta í kringum sig. Félagarnir segjast þó ekkert sérstaklega spenntir fyrir íslenskum stelpum. „Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ segir Peter. Blaðamaður er ekki lítið hissa á þessum viðbrögðum og horfir spurnaraugum á Peter þar sem hann japlar á frönskum kartöflum. „Ég er ekki stelpa!“ Aðspurðir segjast þeir félagar að sjálfsögðu vera búnir að logga sig inn á Tinder. „Auðvitað! Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Peter. Thomas er ekki alveg jafnkokhraustur en hann sagðist vera búinn með kvótann á stelpum sem hann geti líkað við innan tiltekins tíma. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Vinirnir Thomas Meneweger og Peter Kreyci voru afar sáttir með fiskinn og frönsku kartöflurnar sem þeir gúffuðu í sig í Hörpu á níunda tímanum í gærkvöldi. Austurríkismennirnir segja bjórinn fáránlega dýran hér á landi og eru afar virkir á Tinder. Íslensku stelpurnar virðast þó ekki að heilla þá upp úr skónum. „Íslenskur vinur okkar bjó í Salzburg í sjö ár. Við ákváðum að sameina heimsókn til hans og Iceland Airwaves,“ sögðu félagarnir á meðan þeir nærðu sig í anddyri Hörpu í gærkvöldi. Þeir komu til landsins á mánudag og hafa síðan notið tónlistar og sötrað bjór. „Við keyptum nokkra kassa af bjór í Vínbúðinni. Áfengi er eitt af því mikilvægasta í lífi Austurríkismanna og á meðan á tónlistarhátíðum stendur er mikilvægt að vera fullur. Við vissum hins vegar ekki hve fáránlega dýr hann væri hér á landi,“ segja strákarnir.Agent Fresco spiluðu í Silfurbergi í gærkvöldi.Agent Fresco @ Harpa SilfurbergPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Kviknað í kreditkortinu Mánudeginum vörðu þeir á Kex þar sem þeir hlustuðu á tónlist og keyptu bjór af barnum. „Það var dýr dagur,“ segja strákarnir sem tóku kojufyllerí heima hjá vini sínum á þriðjudeginum. Stofuborðið var þakið bjór og síðan sötrað. Þeir neituðu því ekki að þeir væru aðeins eftir sig í gær eftir átök þriðjudagsins en væru að skríða saman. Þeir sögðust ekki hlakka til að skoða kreditkortareikninginn þegar þeir kæmu aftur heim. „Það er kviknað í kortinu,“ segir Peter en Thomas sér „jákvæðu hliðina“. „Það góða við kreditkort er að þau eru vandamál síðar meir,“ segir hann og hlær. Strákarnir voru að gíra sig upp fyrir tónleika með Manu Delago frá Austurríki í gærkvöldi. Annars sögðust þeir spenntastir fyrir tónleikum John Grant með Sinfó. Ætluðu þeir að passa sig að sofa ekki yfir sig en miðar voru afhentir í hádeginu í dag undir formerkjunum, fyrstur kemur - fyrstur fær. „Þess vegna erum við að borða svo við verðum ekki of fullir á eftir,“ segir Thomas.Röðin var löng eftir miðum á John Grant í hádeginu.Now this is a beautiful line!!! Ticket handout for John Grant starts at 12:00!!!! #airwaves #johngrant #harpaPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Thursday, November 5, 2015Tinder logar Svo mætti ætla að fegurð íslenskra kvenna væri óumdeild. Sigrar í fegurðarsamkeppni mætti nota sem rök á meðan aðrir myndu segja að nóg væri að líta í kringum sig. Félagarnir segjast þó ekkert sérstaklega spenntir fyrir íslenskum stelpum. „Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ segir Peter. Blaðamaður er ekki lítið hissa á þessum viðbrögðum og horfir spurnaraugum á Peter þar sem hann japlar á frönskum kartöflum. „Ég er ekki stelpa!“ Aðspurðir segjast þeir félagar að sjálfsögðu vera búnir að logga sig inn á Tinder. „Auðvitað! Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Peter. Thomas er ekki alveg jafnkokhraustur en hann sagðist vera búinn með kvótann á stelpum sem hann geti líkað við innan tiltekins tíma.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00
Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42