Starir taka við sölu á Nessvæðinu í Aðaldal Karl Lúðvíksson skrifar 5. nóvember 2015 14:39 Hilmar Hansson með stórlax af Nessvæðinu Mynd: úr safni Nessvæðið í Laxá í Aðaldal er rómað fyrir stórlaxa og undanfarin ár hefur verið mikil ásókn í veiðileyfi þar. Þetta vinsæla veiðisvæði hefur nú skipt um söluaðila en Hreggnasi hefur verið með það undanfarið en frá og með næsta sumri taka Starir við. Starir selja þó ekki allt tímabilið heldur eru þeir með dagana 6.-15. ágúst og 27. ágúst til 20. september. Veiðifélagið Starir hefur meðal annars Þverá og Kjarrá, Brennuna og núna Nessvæðið á sínum snærum. Upplýsingar um félagið má finna á www.starir.is Töluverð hreyfing er oft á þessum árstíma á leigutökum og söluaðilum veiðisvæða en að þessu undanskildu virðist lítið liggja í loftinu og heilt yfir virðist frekar mikil værð á þessum markaði en það er líklegt að allt samstarf gangi afskaplega vel að loknu einu besta veiðisumri síðustu áratuga. Veiðileyfi seljast vel þessa dagana og er svo komið að víða er besti tíminn löngu fyrirfram bókaður og mikil eftirspurn er eftir jaðartímum og á þetta bæði við um dýru og ódýru veiðisvæðin. Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði
Nessvæðið í Laxá í Aðaldal er rómað fyrir stórlaxa og undanfarin ár hefur verið mikil ásókn í veiðileyfi þar. Þetta vinsæla veiðisvæði hefur nú skipt um söluaðila en Hreggnasi hefur verið með það undanfarið en frá og með næsta sumri taka Starir við. Starir selja þó ekki allt tímabilið heldur eru þeir með dagana 6.-15. ágúst og 27. ágúst til 20. september. Veiðifélagið Starir hefur meðal annars Þverá og Kjarrá, Brennuna og núna Nessvæðið á sínum snærum. Upplýsingar um félagið má finna á www.starir.is Töluverð hreyfing er oft á þessum árstíma á leigutökum og söluaðilum veiðisvæða en að þessu undanskildu virðist lítið liggja í loftinu og heilt yfir virðist frekar mikil værð á þessum markaði en það er líklegt að allt samstarf gangi afskaplega vel að loknu einu besta veiðisumri síðustu áratuga. Veiðileyfi seljast vel þessa dagana og er svo komið að víða er besti tíminn löngu fyrirfram bókaður og mikil eftirspurn er eftir jaðartímum og á þetta bæði við um dýru og ódýru veiðisvæðin.
Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði