Lífið

Sjáðu þegar íþróttamenn fá sömu spurningar og íþróttakonur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Russel Westbrook, leikmaður OKC í NBA-deildinni.
Russel Westbrook, leikmaður OKC í NBA-deildinni. vísir
Umfjöllun um íþróttir er misjöfn þegar kemur að kynjunum og fá kvenmenn ekki jafn mikla athygli og karlmenn í íþróttaheiminum, og þá aðallega í fjölmiðlum.

Einnig hefur verið gangrýnt hvaða spurningar kvenkyns íþróttamenn fá frá fjölmiðlamönnum. Átakið #CoverTheAthlete hefur farið af stað með miklum látum og snýr það að því að fjölmiðlar fjalli einfaldlega um einstaklinginn sem íþróttamann, ekkert annað.

Nú hefur myndband verið birt á YouTube þar sem heimsfrægir karlkynsíþróttamenn fá sömu spurningar og íþróttakonur. Það má glögglega sjá á myndbandinu að þeim hreinlega bregður þegar spurningin er borin fram. Þeir fengu meðal annars spurningar varðandi hárið þeirra, þyngd, líkamsvöxt og klæðaburð.

Hér að neðan má sjá myndbandið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×