Nýr Mazda CX-9 Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 11:00 Mazda CX-9 er stærsti farþegabíll fyrirtækisins. Mazda ætlar að kynna nýja gerð stóra CX-9 bílsins á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í þessum mánuði. Núverandi Mazda CX-9 er orðinn 9 ára gamall bíll, svo víst er að endurnýjunar var þörf. Mazda hefur ekki enn sent frá sér almennilegar myndir af bílnum, en þó þessa mynd sem lofar góðu hvað útlit hans varðar. Mazda CX-9 er 7 manna bíll með þrjár sætaraðir, eitthvað sem kaupendur í Bandaríkjunum eru ginkeyptir fyrir og þar hefur mest sala á þessum bíl verið og verður líklega áfram. Af útlínum nýs CX-9 að dæma fær hann að mjög miklu leiti útlit Koeru tilraunabílsins sem Mazda sýndi á bílasýningunni í Frankfürt í haust og ber því að fagna. Hvað vélbúnað bílsins varðar þá mun hann verða með Skyactive vélum sem framleiddar eru af Mazda sjálfum. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Mazda ætlar að kynna nýja gerð stóra CX-9 bílsins á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í þessum mánuði. Núverandi Mazda CX-9 er orðinn 9 ára gamall bíll, svo víst er að endurnýjunar var þörf. Mazda hefur ekki enn sent frá sér almennilegar myndir af bílnum, en þó þessa mynd sem lofar góðu hvað útlit hans varðar. Mazda CX-9 er 7 manna bíll með þrjár sætaraðir, eitthvað sem kaupendur í Bandaríkjunum eru ginkeyptir fyrir og þar hefur mest sala á þessum bíl verið og verður líklega áfram. Af útlínum nýs CX-9 að dæma fær hann að mjög miklu leiti útlit Koeru tilraunabílsins sem Mazda sýndi á bílasýningunni í Frankfürt í haust og ber því að fagna. Hvað vélbúnað bílsins varðar þá mun hann verða með Skyactive vélum sem framleiddar eru af Mazda sjálfum.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent