Stjórnarskrárnefnd Bjarna Benediktssonar Þorvaldur Gylfason skrifar 22. október 2015 07:00 Vert er að halda til haga þætti Bjarna Benediktssonar, síðar formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, í stjórnarskrármálinu árin eftir lýðveldisstofnunina 1944. Í ræðu sinni um endurskoðun stjórnarskrárinnar á fundi í landsmálafélaginu Verði í janúar 1953 lýsti Bjarni starfi stjórnarskrárnefndar (Land og lýðveldi, 1965, I., bls. 177-202): „Nú um nokkurt árabil hefur verið starfandi stjórnarskrárnefnd, sem ég er formaður í og skipuð er fulltrúum allra flokka landsins. Nefndin hefur að vonum orðið fyrir gagnrýni vegna þess, að verkið hefur sótzt seint … verkið sjálft er vandasamt … þrátt fyrir almennt tal um þörf á endurskoðun stjórnarskrárinnar, hafa a.m.k. stjórnmálaflokkarnir og forystumenn þeirra undantekningarlaust verið mjög tregir til að gera … ákveðnar heildartillögur. … Það eru einkum tvö atriði, sem valda … sérstökum ágreiningi … Annars vegar er meðferð æðsta framkvæmdarvaldsins og hins vegar kjördæmaskipanin.“ Bjarni Benediktsson rekur ýmsar breytingartillögur sjálfstæðismanna í stjórnarskrárnefnd, en þeir voru, auk Bjarna, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Hafstein. Flestar þessar gömlu tillögur sjálfstæðismanna er að finna í frumvarpi Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár sem tveir þriðju hlutar kjósenda lögðu blessun sína yfir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Má af því ráða að sjónarmið sjálfstæðismanna urðu ekki út undan við frumvarpssmíðina þótt aðeins almannahagsmunir væru hafðir að leiðarljósi. Stiklum á stóru. Sjálfstæðismenn lögðu til að „ef ekkert forsetaefni fær hreinan meirihluta við þjóðkjör, skuli kjósa að nýju milli þeirra tveggja, sem flest fengu atkvæði.“ Vandinn er leystur í frumvarpi Stjórnlagaráðs: „Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti.“ Þannig er tryggt að meiri hluti kjósenda standi að baki kjörnum forseta. Sjálfstæðismenn lögðu til að „annað hvort forseti hæstaréttar eða forseti Sameinaðs þings verði varaforseti“. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs segir: „Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan.“ Sjálfstæðismenn lögðu til að „hæstiréttur dæmi í stað landsdóms um þau mál, er Alþingi höfðar gegn ráðherrum fyrir embættisrekstur þeirra.“ Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er meðferð ráðherraábyrgðarmála færð frá landsdómi til almennra dómstóla. Sjálfstæðismenn lögðu til að „forsetinn skipi ráðherra og veiti þeim lausn í samráði við meirihluta Alþingis.“ Í frumvarpi Stjórnlagaráðs segir: „Alþingi kýs forsætisráðherra. … Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti. Forseti veitir forsætisráðherra lausn frá embætti eftir alþingiskosningar, ef vantraust er samþykkt á hann á Alþingi, eða ef ráðherrann óskar þess. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn.“Afhjúpar gallann Sjálfstæðismenn lögðu til að í stjórnarskrána „verði bætt þeim mannréttindaákvæðum, sem eru í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og samningi Evrópuráðsins um mannréttindi og frelsi.“ Þetta var gert, fyrst 1995 og aftur nú með miklu myndarlegri hætti. Sjálfstæðismenn lögðu til að „að rétti héraða og sveitarfélaga til að ráða sjálf málefnum sínum … skuli skipað með lögum, enda sé að því stefnt, að þau fái sem víðtækasta sjálfstjórn í þeim málum, er þau sjálf standa fjárhagslegan straum af.“ Þetta er gert í nýjum kafla um sveitarfélög í frumvarpi Stjórnlagaráðs. Skoðun sinni á kjördæmaskipaninni lýsir Bjarni Benediktsson svo: „ ... ekki dugir að láta strjálbýlið bera fjöldann í þéttbýlinu slíku ofurliði, að hagsmunir fjöldans séu fyrir borð bornir.“ Bjarni lýsir breytingartillögu sjálfstæðismanna svo: „Kosningaréttur sé svo jafn sem þjóðarhagir og staðhættir leyfa. Enginn landshluti hafi færri þingmenn en hann nú hefur, en þingmönnum verði fjölgað á hinum fjölmennari stöðum eftir því sem samkomulag getur fengizt um við heildarlausn málsins …“ Hér afhjúpar Bjarni gallann á að stjórnmálamenn skipti sér af endurskoðun stjórnarskrárinnar enda segir hann skömmu áður í sömu ritgerð: „?… allir sjá, hversu fráleitt það er, að þrjú svo fámenn kjördæmi sem Seyðisfjörður, Austur-Skaftafellssýsla og Dalir skuli nú raunverulega hafa 2 þingmenn hvert.“ Frumvarp Stjórnlagaráðs kveður á um jafnt vægi atkvæða alls staðar á landinu.Breið sátt Þessum samanburði á tillögum sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu 1953 og frumvarpi Stjórnlagaráðs 2011 er ætlað að sýna að tillögur sjálfstæðismanna náðu flestar fram að ganga. Frumvarpinu er ætlað að efla þingræðisskipulagið með því að treysta valdmörk og mótvægi til að girða fyrir ofríki framkvæmdarvaldsins, efla Alþingi, styrkja sjálfstæði dómstólanna og tryggja jafnt vægi atkvæða auk forræðis þjóðarinnar yfir auðlindum sínum til að tryggja réttum eiganda arðinn af auðlindunum. Frumvarpið hefði varla fengið stuðning 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 nema vegna þess að mikill fjöldi stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu. Það má kalla breiða sátt um frumvarpið meðal þjóðarinnar. Andstaða gegn frumvarpinu af hálfu þeirra sem una því ekki að þurfa að sjá af forréttindum sínum svo að allir megi sitja við sama borð á ekkert skylt við skort á breiðri samstöðu. Ósætti um frumvarpið á Alþingi vitnar ekki um skort á breiðri samstöðu heldur um virðingarleysi þingmanna gagnvart vilja kjósenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Vert er að halda til haga þætti Bjarna Benediktssonar, síðar formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, í stjórnarskrármálinu árin eftir lýðveldisstofnunina 1944. Í ræðu sinni um endurskoðun stjórnarskrárinnar á fundi í landsmálafélaginu Verði í janúar 1953 lýsti Bjarni starfi stjórnarskrárnefndar (Land og lýðveldi, 1965, I., bls. 177-202): „Nú um nokkurt árabil hefur verið starfandi stjórnarskrárnefnd, sem ég er formaður í og skipuð er fulltrúum allra flokka landsins. Nefndin hefur að vonum orðið fyrir gagnrýni vegna þess, að verkið hefur sótzt seint … verkið sjálft er vandasamt … þrátt fyrir almennt tal um þörf á endurskoðun stjórnarskrárinnar, hafa a.m.k. stjórnmálaflokkarnir og forystumenn þeirra undantekningarlaust verið mjög tregir til að gera … ákveðnar heildartillögur. … Það eru einkum tvö atriði, sem valda … sérstökum ágreiningi … Annars vegar er meðferð æðsta framkvæmdarvaldsins og hins vegar kjördæmaskipanin.“ Bjarni Benediktsson rekur ýmsar breytingartillögur sjálfstæðismanna í stjórnarskrárnefnd, en þeir voru, auk Bjarna, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Hafstein. Flestar þessar gömlu tillögur sjálfstæðismanna er að finna í frumvarpi Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár sem tveir þriðju hlutar kjósenda lögðu blessun sína yfir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Má af því ráða að sjónarmið sjálfstæðismanna urðu ekki út undan við frumvarpssmíðina þótt aðeins almannahagsmunir væru hafðir að leiðarljósi. Stiklum á stóru. Sjálfstæðismenn lögðu til að „ef ekkert forsetaefni fær hreinan meirihluta við þjóðkjör, skuli kjósa að nýju milli þeirra tveggja, sem flest fengu atkvæði.“ Vandinn er leystur í frumvarpi Stjórnlagaráðs: „Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti.“ Þannig er tryggt að meiri hluti kjósenda standi að baki kjörnum forseta. Sjálfstæðismenn lögðu til að „annað hvort forseti hæstaréttar eða forseti Sameinaðs þings verði varaforseti“. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs segir: „Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan.“ Sjálfstæðismenn lögðu til að „hæstiréttur dæmi í stað landsdóms um þau mál, er Alþingi höfðar gegn ráðherrum fyrir embættisrekstur þeirra.“ Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er meðferð ráðherraábyrgðarmála færð frá landsdómi til almennra dómstóla. Sjálfstæðismenn lögðu til að „forsetinn skipi ráðherra og veiti þeim lausn í samráði við meirihluta Alþingis.“ Í frumvarpi Stjórnlagaráðs segir: „Alþingi kýs forsætisráðherra. … Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti. Forseti veitir forsætisráðherra lausn frá embætti eftir alþingiskosningar, ef vantraust er samþykkt á hann á Alþingi, eða ef ráðherrann óskar þess. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn.“Afhjúpar gallann Sjálfstæðismenn lögðu til að í stjórnarskrána „verði bætt þeim mannréttindaákvæðum, sem eru í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og samningi Evrópuráðsins um mannréttindi og frelsi.“ Þetta var gert, fyrst 1995 og aftur nú með miklu myndarlegri hætti. Sjálfstæðismenn lögðu til að „að rétti héraða og sveitarfélaga til að ráða sjálf málefnum sínum … skuli skipað með lögum, enda sé að því stefnt, að þau fái sem víðtækasta sjálfstjórn í þeim málum, er þau sjálf standa fjárhagslegan straum af.“ Þetta er gert í nýjum kafla um sveitarfélög í frumvarpi Stjórnlagaráðs. Skoðun sinni á kjördæmaskipaninni lýsir Bjarni Benediktsson svo: „ ... ekki dugir að láta strjálbýlið bera fjöldann í þéttbýlinu slíku ofurliði, að hagsmunir fjöldans séu fyrir borð bornir.“ Bjarni lýsir breytingartillögu sjálfstæðismanna svo: „Kosningaréttur sé svo jafn sem þjóðarhagir og staðhættir leyfa. Enginn landshluti hafi færri þingmenn en hann nú hefur, en þingmönnum verði fjölgað á hinum fjölmennari stöðum eftir því sem samkomulag getur fengizt um við heildarlausn málsins …“ Hér afhjúpar Bjarni gallann á að stjórnmálamenn skipti sér af endurskoðun stjórnarskrárinnar enda segir hann skömmu áður í sömu ritgerð: „?… allir sjá, hversu fráleitt það er, að þrjú svo fámenn kjördæmi sem Seyðisfjörður, Austur-Skaftafellssýsla og Dalir skuli nú raunverulega hafa 2 þingmenn hvert.“ Frumvarp Stjórnlagaráðs kveður á um jafnt vægi atkvæða alls staðar á landinu.Breið sátt Þessum samanburði á tillögum sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu 1953 og frumvarpi Stjórnlagaráðs 2011 er ætlað að sýna að tillögur sjálfstæðismanna náðu flestar fram að ganga. Frumvarpinu er ætlað að efla þingræðisskipulagið með því að treysta valdmörk og mótvægi til að girða fyrir ofríki framkvæmdarvaldsins, efla Alþingi, styrkja sjálfstæði dómstólanna og tryggja jafnt vægi atkvæða auk forræðis þjóðarinnar yfir auðlindum sínum til að tryggja réttum eiganda arðinn af auðlindunum. Frumvarpið hefði varla fengið stuðning 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 nema vegna þess að mikill fjöldi stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu. Það má kalla breiða sátt um frumvarpið meðal þjóðarinnar. Andstaða gegn frumvarpinu af hálfu þeirra sem una því ekki að þurfa að sjá af forréttindum sínum svo að allir megi sitja við sama borð á ekkert skylt við skort á breiðri samstöðu. Ósætti um frumvarpið á Alþingi vitnar ekki um skort á breiðri samstöðu heldur um virðingarleysi þingmanna gagnvart vilja kjósenda.