Afrakstur af starfsemi síðustu ára í Hafnarborg Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 09:45 Eiríkur á langan feril að baki og breytti um stíl í takt við tíðarandann. Vísir/Arnþór Birgisson Eiríkur Smith listmálari varð níræður á árinu. Hann tók þá ákvörðun að leggja penslana á hilluna árið 2008, í kjölfar veikinda en eftir hann liggur gríðarlegur fjöldi verka og rúmlega 400 þeirra eru varðveitt í Hafnarborg, menningar-og listamiðstöð Hafnarfjarðar. „Ég var fyrst í landslagsmálun, fór svo yfir í abstrakt en sótti í landslagið aftur,“ sagði hann á níræðisafmælinu í ágúst. Sýningin Á eintali við tilveruna sem opnuð er í dag klukkan 15 er samsett úr myndum Eiríks frá tímabilinu 1983 til 2008 og er lokasýningin í fimm sýninga röð. Ólöf Sigurðardóttir sýningarstjóri segir þá röð hafa verið vissan kjarna í starfsemi Hafnarborgar frá árinu 2010, en hún stýrði þeirri menningarstofnun þar til í maí á þessu ári er hún gerðist safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.„Ég er afar ánægð að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði,“ segir Ólöf sem er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en stýrði áður Hafnarborg.Mynd/anton Brink„Ég hef ánægju af að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði og ekki síður bókinni sem Hafnarborg gefur út í dag um hann Eirík,“ segir hún og lýsir bókinni nánar. „Þetta er 200 síðna bók og henni er skipt upp í kafla eftir sýningunum fimm og myndefnið tengist þeim eins og þeim var raðað upp. Textar um hvert tímabil fyrir sig eru eftir mig og einnig er grein eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing. Síðan er æviágrip Eiríks sem starfaði að list sinni allan seinni hluta 20. aldar og fram á þá 21. Æviágripið er unnið af tveimur ungum listfræðingum, Aldísi Arnardóttur og Heiðari Kára Rannverssyni, og er jafnframt skemmtilegt innlit í íslenska listasögu því auk þess að lýsa ævi Eiríks kemur fram hverjir voru með honum í skóla, með hverjum hann var að sýna og svo framvegis.“ Á morgun, sunnudag, klukkan 15 verður boðið upp á sýningarstjóraspjall í Hafnarborg í tengslum við sýninguna. Myndlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Eiríkur Smith listmálari varð níræður á árinu. Hann tók þá ákvörðun að leggja penslana á hilluna árið 2008, í kjölfar veikinda en eftir hann liggur gríðarlegur fjöldi verka og rúmlega 400 þeirra eru varðveitt í Hafnarborg, menningar-og listamiðstöð Hafnarfjarðar. „Ég var fyrst í landslagsmálun, fór svo yfir í abstrakt en sótti í landslagið aftur,“ sagði hann á níræðisafmælinu í ágúst. Sýningin Á eintali við tilveruna sem opnuð er í dag klukkan 15 er samsett úr myndum Eiríks frá tímabilinu 1983 til 2008 og er lokasýningin í fimm sýninga röð. Ólöf Sigurðardóttir sýningarstjóri segir þá röð hafa verið vissan kjarna í starfsemi Hafnarborgar frá árinu 2010, en hún stýrði þeirri menningarstofnun þar til í maí á þessu ári er hún gerðist safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.„Ég er afar ánægð að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði,“ segir Ólöf sem er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en stýrði áður Hafnarborg.Mynd/anton Brink„Ég hef ánægju af að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði og ekki síður bókinni sem Hafnarborg gefur út í dag um hann Eirík,“ segir hún og lýsir bókinni nánar. „Þetta er 200 síðna bók og henni er skipt upp í kafla eftir sýningunum fimm og myndefnið tengist þeim eins og þeim var raðað upp. Textar um hvert tímabil fyrir sig eru eftir mig og einnig er grein eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing. Síðan er æviágrip Eiríks sem starfaði að list sinni allan seinni hluta 20. aldar og fram á þá 21. Æviágripið er unnið af tveimur ungum listfræðingum, Aldísi Arnardóttur og Heiðari Kára Rannverssyni, og er jafnframt skemmtilegt innlit í íslenska listasögu því auk þess að lýsa ævi Eiríks kemur fram hverjir voru með honum í skóla, með hverjum hann var að sýna og svo framvegis.“ Á morgun, sunnudag, klukkan 15 verður boðið upp á sýningarstjóraspjall í Hafnarborg í tengslum við sýninguna.
Myndlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira