Með ellefu börn á framfæri: Kaupi frekar grjón en merkjavöru Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. janúar 2015 10:30 Börnin eru mjög hrifin af símanum hennar Margrétar og taka sjálfsmyndir af sér í gríð og erg. Hér er Margrét með hluta af hópnum á einni slíkri sjálfsmynd og svo hér heima í fríi. vísir/ernir Margrét Ingadóttir er með ellefu munaðarlaus börn í Nepal á framfæri. Hún starfar í Sádi- Arabíu í óspennandi aðstæðum en launin gera henni kleift að reka heimili fyrir börnin, kaupa mat og borga fyrir skólagöngu þeirra. Við Margrét hittumst rétt fyrir jól. Hún er í stuttu fríi en fer aftur til Sádi-Arabíu fyrir jól þar sem hún starfar á skrifstofu hjá Air Atlanta. Síðustu tvö og hálft ár hefur hún eingöngu komið tvisvar til Íslands í frí. Aftur á móti hefur hún farið fjórum sinnum til Nepals þar sem hún rekur heimili fyrir ellefu munaðarlaus börn auk fjögurra manna fjölskyldu sem býr með börnunum og hugsar um þau í daglegu lífi. Hún segir að í Nepal slái hjartað en til þess að geta séð fyrir öllum þessum fjölda þarf hún að vinna í Sádi-Arabíu þótt aðstæður séu ekki sérlega spennandi, en hún býr í hálfgerðu virki með vopnuðum vörðum, má ekki ferðast um ein og þarf að hylja sig vandlega. En launin gera henni fært að láta draum sinn rætast. „Mig hafði lengi dreymt um að komast í sjálfboðaliðastarf en gaf mér aldrei tíma í það. Þegar ég bjó á Íslandi var ég algjör vinnualki og allur peningur fór í að borga skuldir og lán. Ég ákvað því að skipta um starf og flytja út til að eiga möguleika á að ferðast og detta inn á eitthvert svona starf. Og það gerðist. Í gegnum starf mitt hjá Air Atlanta kynntist ég tveimur mönnum, Einari Guðmundssyni og Sigurði Sóleyjarsyni, sem komust að því að ég hafði verið að vinna sem kennari og báðu mig um að vera með sér í verkefni sem þeir voru að byrja með í Nepal. Þeir höfðu þá nýlega fundið þetta heimili þar sem aðstæður voru mjög slæmar. Húsnæðið lélegt, kamarinn úti og öll börnin sváfu saman í þröngu rými. Þeir ákváðu að taka yfir reksturinn og bjóða mér að vera með. Ég fékk drauminn algjörlega upp í hendurnar.“Margrét var í stuttu stoppi á Íslandi þegar blaðamaður náði tali af henni. Henni fannst í lagi að missa af íslenskum jólum enda var hún búin að halda upp á hátíð ljóssins með börnunum í Nepal.vísir/ernirBera alla ábyrgð Heimilið er rekið í samstarfi við félagsmálayfirvöld. Fyrir fáeinum árum gat hver sem er byggt munaðarleysingjaheimili í Nepal en því miður var það ekki alltaf gert í góðum tilgangi og börnin til að mynda seld í vændi. Þótt eftirlitið sé orðið aðeins betra í dag virkar þetta þó þannig að íslensku þremenningarnir bera alla ábyrgð á börnunum, á andlegri og fjárhagslegri velferð þeirra, án afskipta félagsmálayfirvalda. „Við sjáum algjörlega um þau. Borgum húsaleigu og mat, við sendum þau öll í einkaskóla og borgum skólagjöldin. Svo skiptumst við á að fara út til þeirra, förum í foreldraviðtöl, með þau til læknis, dílum við leigusalann og svo framvegis. Svo þegar við erum ekki á staðnum sjá hjón með tvö lítil börn um þetta fyrir okkur en þau búa hjá börnunum. Þá senda þau okkur myndir af reikningum, einkunnaspjöldin og hafa samband ef það vantar eitthvað. Þau eru í hlutverki mömmu og pabba, við borgum þeim laun og þau fá húsaskjól og mat.“ Það er lítið af rafmagni í Nepal þannig að oft er lært við kertaljós. Eitt af því sem Margrét gerði eftir að hún tók við heimilinu var að ráða kennara sem hjálpar börnunum með heimanámið.Lífstíðarverkefni Margrét leggur sem sagt mánaðarlega hluta af launum sínum inn á reikning heimilisins sem fer í fastan kostnað. En svo þegar hún fer út tekur hún til hendinni og notar til þess pening úr eigin vasa. „Síðast þegar ég fór út tók ég allt í gegn. Lét mála húsið, skipta um teppi, dúk í eldhúsinu og keypti nýjar dýnur, sængur og rúmbotna handa börnunum. Ég sé ekki eftir einni einustu krónu sem fer í þetta verkefni og það er svo gott að vita að hver einasta króna fer til barnanna. Ekki í einhverja ruglaða ríkisstjórn eða auglýsingahernað stórra samtaka. Ég veit að þessi peningur skapar betri lífsskilyrði fyrir ellefu börn. Reyndar viljum við búa til varasjóð ef eitthvað breytist í okkar aðstæðum. Þetta er gríðarleg ábyrgð því ef ég missi nú vinnuna á morgun þá er ég með ellefu börn á framfæri og þetta er ekki bara eitthvert áhugamál sem ég hætti að sinna þegar ég missi áhugann. Þetta er lífstíðarverkefni.“ Félagsmálayfirvöld hafa leitað til hópsins og beðið þau um að taka að sér fleiri börn því mikil ánægja er með reksturinn. Margrét vill þó ekki stækka heimilið af ótta við að missa fjölskyldubraginn. Hún getur þó vel hugsað sér að stofna annað heimili í sömu mynd. „Þau virka sem fjölskylda og við munum fylgja þeim út í lífið. Við munum ekki bara kveðja þau þegar þau eru orðin 18 ára og búin með grunnskólann. Við þurfum að taka þetta alla leið, hjálpa þeim að mennta sig meira, finna eigið húsnæði og fá vinnu. Ég held þau verði alltaf fjölskyldan sem þau eru í dag. Og ég verð alltaf hluti af því.“ Mikil kátína ríkir á heimilinu og skemmtilegast þykir krökkunum að dansa saman.Á litla nöfnu Margrét segir mér frá daglegu lífi barnanna sem eru á aldrinum sjö til sautján ára og hún ljómar af stolti þegar börnin berast í tal. „Þau eru svo ótrúlega dugleg og hjálpast að við allt. Það þarf aldrei að segja þeim fyrir verkum. Þau keppast við að strauja skólabúninginn sinn og passa sig að vera hrein og fín fyrir skólann. Svo elska þau að dansa og taka sjálfsmyndir á símann minn. Það ríkir mikil gleði á heimilinu.“ Margrét er sérstaklega stolt af lítilli nöfnu sem býr á heimilinu. „Hjónin áttu von á sínu öðru barni og skyndilega fékk ég símtal frá manninum. Þá þurfti konan að fara í bráðakeisara og barnið var hætt komið. Hann hringdi til að athuga hvort ég gæti borgað fyrir sjúkrahúsvistina, sem ég gerði að sjálfsögðu. Svo fæddist lítil stúlka, vel búttuð og sérstaklega hvít á hörund. Öllum fannst hún svo lík mér sem ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um. En hún var nefnd eftir mér og heitir Soni Magga. Þetta er svo mikill heiður og ég er ákaflega stolt af öllum þessum börnum. Ég á ekki eigin börn en ég er samt ansi rík.“Börnin sinntu heimalærdómnum uppi á þaki á meðan Margrét lét teppaleggja og mála húsið.Lífið hefur breyst til batnaðar Það eru þó ekki allir sem sjá hlutina þannig og er Margrét oft spurð að því hér heima hvort hún ætli ekki að fara að gera eitthvað við líf sitt og fara til dæmis í skóla. „Mér finnst ég ekki þurfa prófgráðu. Ég er að gera fullt og langar ekki að setjast aftur á skólabekk og byrja aftur að spá hvort ég geti borgað orkureikninginn seinna því ég þurfi að borga húsnæðislánið núna. Ég er akkúrat stödd á þeim stað sem ég vil vera á í lífinu. Um daginn var ég spurð hvort ég ætlaði ekki að hugsa meira um sjálfa mig og til dæmis kaupa mér almennilega tölvu. Á ég sem sagt að hætta að hugsa um öll þessi börn til að kaupa mér tölvu? Mér fannst þetta svo fyndin athugasemd. Líf mitt hefur breyst gífurlega og það til batnaðar og ég vil alla daga heldur kaupa hrísgrjón og málningu en einhverjar merkjavörur. Ég er allavega ekkert á leiðinni til Íslands. Ef ég hætti í þessari vinnu þá myndi mig langa að fara til Nepal og búa þar í ár eða svo. Ég er að safna mér í sjóð svo ég geti leyft mér það einhvern tímann.“ Þegar Margrét kveður mig óskar hún mér gleðilegrar hátíðar enda bara tveir dagar til jóla þegar við hittumst. Ég spyr hana hvort það sé ekki fúlt að geta ekki varið jólunum með fjölskyldunni fyrst hún kemur svona sjaldan til Íslands. „Nei, nei. Jólin eru hátíð barnanna, ég er ekki barn og mín börn héldu upp á hátíð ljóssins fyrr á árinu og ég var svo heppin að vera með þeim. Ég gaf þeim öllum úr, það var kominn tími til að læra á klukku.“Styrktarreikningur: Þeir sem vilja vita meira um heimilið sem Margrét og félagar reka geta fundið upplýsingar á Facebook-síðu þeirra. Hægt er að styrkja heimilið með fjárframlögum. Reikningsnúmerið er: 526-26-6313 og kennitala: 631013-0310 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Margrét Ingadóttir er með ellefu munaðarlaus börn í Nepal á framfæri. Hún starfar í Sádi- Arabíu í óspennandi aðstæðum en launin gera henni kleift að reka heimili fyrir börnin, kaupa mat og borga fyrir skólagöngu þeirra. Við Margrét hittumst rétt fyrir jól. Hún er í stuttu fríi en fer aftur til Sádi-Arabíu fyrir jól þar sem hún starfar á skrifstofu hjá Air Atlanta. Síðustu tvö og hálft ár hefur hún eingöngu komið tvisvar til Íslands í frí. Aftur á móti hefur hún farið fjórum sinnum til Nepals þar sem hún rekur heimili fyrir ellefu munaðarlaus börn auk fjögurra manna fjölskyldu sem býr með börnunum og hugsar um þau í daglegu lífi. Hún segir að í Nepal slái hjartað en til þess að geta séð fyrir öllum þessum fjölda þarf hún að vinna í Sádi-Arabíu þótt aðstæður séu ekki sérlega spennandi, en hún býr í hálfgerðu virki með vopnuðum vörðum, má ekki ferðast um ein og þarf að hylja sig vandlega. En launin gera henni fært að láta draum sinn rætast. „Mig hafði lengi dreymt um að komast í sjálfboðaliðastarf en gaf mér aldrei tíma í það. Þegar ég bjó á Íslandi var ég algjör vinnualki og allur peningur fór í að borga skuldir og lán. Ég ákvað því að skipta um starf og flytja út til að eiga möguleika á að ferðast og detta inn á eitthvert svona starf. Og það gerðist. Í gegnum starf mitt hjá Air Atlanta kynntist ég tveimur mönnum, Einari Guðmundssyni og Sigurði Sóleyjarsyni, sem komust að því að ég hafði verið að vinna sem kennari og báðu mig um að vera með sér í verkefni sem þeir voru að byrja með í Nepal. Þeir höfðu þá nýlega fundið þetta heimili þar sem aðstæður voru mjög slæmar. Húsnæðið lélegt, kamarinn úti og öll börnin sváfu saman í þröngu rými. Þeir ákváðu að taka yfir reksturinn og bjóða mér að vera með. Ég fékk drauminn algjörlega upp í hendurnar.“Margrét var í stuttu stoppi á Íslandi þegar blaðamaður náði tali af henni. Henni fannst í lagi að missa af íslenskum jólum enda var hún búin að halda upp á hátíð ljóssins með börnunum í Nepal.vísir/ernirBera alla ábyrgð Heimilið er rekið í samstarfi við félagsmálayfirvöld. Fyrir fáeinum árum gat hver sem er byggt munaðarleysingjaheimili í Nepal en því miður var það ekki alltaf gert í góðum tilgangi og börnin til að mynda seld í vændi. Þótt eftirlitið sé orðið aðeins betra í dag virkar þetta þó þannig að íslensku þremenningarnir bera alla ábyrgð á börnunum, á andlegri og fjárhagslegri velferð þeirra, án afskipta félagsmálayfirvalda. „Við sjáum algjörlega um þau. Borgum húsaleigu og mat, við sendum þau öll í einkaskóla og borgum skólagjöldin. Svo skiptumst við á að fara út til þeirra, förum í foreldraviðtöl, með þau til læknis, dílum við leigusalann og svo framvegis. Svo þegar við erum ekki á staðnum sjá hjón með tvö lítil börn um þetta fyrir okkur en þau búa hjá börnunum. Þá senda þau okkur myndir af reikningum, einkunnaspjöldin og hafa samband ef það vantar eitthvað. Þau eru í hlutverki mömmu og pabba, við borgum þeim laun og þau fá húsaskjól og mat.“ Það er lítið af rafmagni í Nepal þannig að oft er lært við kertaljós. Eitt af því sem Margrét gerði eftir að hún tók við heimilinu var að ráða kennara sem hjálpar börnunum með heimanámið.Lífstíðarverkefni Margrét leggur sem sagt mánaðarlega hluta af launum sínum inn á reikning heimilisins sem fer í fastan kostnað. En svo þegar hún fer út tekur hún til hendinni og notar til þess pening úr eigin vasa. „Síðast þegar ég fór út tók ég allt í gegn. Lét mála húsið, skipta um teppi, dúk í eldhúsinu og keypti nýjar dýnur, sængur og rúmbotna handa börnunum. Ég sé ekki eftir einni einustu krónu sem fer í þetta verkefni og það er svo gott að vita að hver einasta króna fer til barnanna. Ekki í einhverja ruglaða ríkisstjórn eða auglýsingahernað stórra samtaka. Ég veit að þessi peningur skapar betri lífsskilyrði fyrir ellefu börn. Reyndar viljum við búa til varasjóð ef eitthvað breytist í okkar aðstæðum. Þetta er gríðarleg ábyrgð því ef ég missi nú vinnuna á morgun þá er ég með ellefu börn á framfæri og þetta er ekki bara eitthvert áhugamál sem ég hætti að sinna þegar ég missi áhugann. Þetta er lífstíðarverkefni.“ Félagsmálayfirvöld hafa leitað til hópsins og beðið þau um að taka að sér fleiri börn því mikil ánægja er með reksturinn. Margrét vill þó ekki stækka heimilið af ótta við að missa fjölskyldubraginn. Hún getur þó vel hugsað sér að stofna annað heimili í sömu mynd. „Þau virka sem fjölskylda og við munum fylgja þeim út í lífið. Við munum ekki bara kveðja þau þegar þau eru orðin 18 ára og búin með grunnskólann. Við þurfum að taka þetta alla leið, hjálpa þeim að mennta sig meira, finna eigið húsnæði og fá vinnu. Ég held þau verði alltaf fjölskyldan sem þau eru í dag. Og ég verð alltaf hluti af því.“ Mikil kátína ríkir á heimilinu og skemmtilegast þykir krökkunum að dansa saman.Á litla nöfnu Margrét segir mér frá daglegu lífi barnanna sem eru á aldrinum sjö til sautján ára og hún ljómar af stolti þegar börnin berast í tal. „Þau eru svo ótrúlega dugleg og hjálpast að við allt. Það þarf aldrei að segja þeim fyrir verkum. Þau keppast við að strauja skólabúninginn sinn og passa sig að vera hrein og fín fyrir skólann. Svo elska þau að dansa og taka sjálfsmyndir á símann minn. Það ríkir mikil gleði á heimilinu.“ Margrét er sérstaklega stolt af lítilli nöfnu sem býr á heimilinu. „Hjónin áttu von á sínu öðru barni og skyndilega fékk ég símtal frá manninum. Þá þurfti konan að fara í bráðakeisara og barnið var hætt komið. Hann hringdi til að athuga hvort ég gæti borgað fyrir sjúkrahúsvistina, sem ég gerði að sjálfsögðu. Svo fæddist lítil stúlka, vel búttuð og sérstaklega hvít á hörund. Öllum fannst hún svo lík mér sem ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um. En hún var nefnd eftir mér og heitir Soni Magga. Þetta er svo mikill heiður og ég er ákaflega stolt af öllum þessum börnum. Ég á ekki eigin börn en ég er samt ansi rík.“Börnin sinntu heimalærdómnum uppi á þaki á meðan Margrét lét teppaleggja og mála húsið.Lífið hefur breyst til batnaðar Það eru þó ekki allir sem sjá hlutina þannig og er Margrét oft spurð að því hér heima hvort hún ætli ekki að fara að gera eitthvað við líf sitt og fara til dæmis í skóla. „Mér finnst ég ekki þurfa prófgráðu. Ég er að gera fullt og langar ekki að setjast aftur á skólabekk og byrja aftur að spá hvort ég geti borgað orkureikninginn seinna því ég þurfi að borga húsnæðislánið núna. Ég er akkúrat stödd á þeim stað sem ég vil vera á í lífinu. Um daginn var ég spurð hvort ég ætlaði ekki að hugsa meira um sjálfa mig og til dæmis kaupa mér almennilega tölvu. Á ég sem sagt að hætta að hugsa um öll þessi börn til að kaupa mér tölvu? Mér fannst þetta svo fyndin athugasemd. Líf mitt hefur breyst gífurlega og það til batnaðar og ég vil alla daga heldur kaupa hrísgrjón og málningu en einhverjar merkjavörur. Ég er allavega ekkert á leiðinni til Íslands. Ef ég hætti í þessari vinnu þá myndi mig langa að fara til Nepal og búa þar í ár eða svo. Ég er að safna mér í sjóð svo ég geti leyft mér það einhvern tímann.“ Þegar Margrét kveður mig óskar hún mér gleðilegrar hátíðar enda bara tveir dagar til jóla þegar við hittumst. Ég spyr hana hvort það sé ekki fúlt að geta ekki varið jólunum með fjölskyldunni fyrst hún kemur svona sjaldan til Íslands. „Nei, nei. Jólin eru hátíð barnanna, ég er ekki barn og mín börn héldu upp á hátíð ljóssins fyrr á árinu og ég var svo heppin að vera með þeim. Ég gaf þeim öllum úr, það var kominn tími til að læra á klukku.“Styrktarreikningur: Þeir sem vilja vita meira um heimilið sem Margrét og félagar reka geta fundið upplýsingar á Facebook-síðu þeirra. Hægt er að styrkja heimilið með fjárframlögum. Reikningsnúmerið er: 526-26-6313 og kennitala: 631013-0310
Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira