Árangurinn hefur látið á sér standa Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2015 07:00 Niðurstöður úttektar IMD-viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða sem Viðskiptaráð Íslands birti í síðustu viku eru áhugaverðar í sjálfu sér, en einnig vegna þess að með þeim má segja að fengin sé niðurstaða í spá sem framtíðarhópur Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík setti fram og kynnti í febrúar 2006 um hver staða Íslands gæti orðið árið 2015. Um þær mundir var Ísland fjórða samkeppnishæfasta land heims, en er nú í 24. sæti á lista IMD. Niðurstaðan nú er fjarri því sem að var stefnt 2006 og alls ekki í samræmi við væntingar um áframhaldandi uppgang fjármálastarfsemi, eflingu menntakerfisins, aukna fjárfestingu og styrkingar viðskiptasiðferðis. Markið var sett hátt, að gera Ísland að samkeppnishæfasta landi heimi. En hér hefur náttúrlega ýmislegt gengið á í millitíðinni, svo sem fullkominn stormur efnahagshamfara með falli fjármálakerfisins 2008. Raunar var það líka á Viðskiptaþingi 2006, þegar skýrsla framtíðarhópsins var kynnt, að Halldór Ásgrímsson, sem er nýlátinn, þá forsætisráðherra, spáði því að Ísland yrði gengið í Evrópusambandið árið 2015. Í efnahagsritinu Vísbendingu er rifjað upp að í ræðu hans á þinginu hafi komið fram framtíðarsýn sem fátítt sé hjá stjórnmálamönnum. Hann hafi bent á að forsendurnar fyrir árangri væru tvær, frelsi og stöðugleiki. Segja má að hér hafi síðustu misseri náðst einhver stöðugleiki, en á kostnað frelsisins með fjármagnshöftum. Nú er spurningin hvort stöðugleikinn heldur þegar höftum sleppir. „Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu,“ sagði Halldór í febrúar 2006 og bætti við: „Við verðum að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar eru vandamál og spurningar eru uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði.“ Í ræðu sinni fjallaði Halldór líka um fleiri umbótamál; ótti við breytingar mætti ekki hamla framförum, endurskoða þyrfti hömlur á fjárfestingu útlendinga í tilteknum atvinnugreinum, svo sem sjávarútvegi og að liðka þyrfti fyrir sveigjanlegum starfslokum aldraðra. „Skömmu síðar hætti Halldór stjórnmálaþátttöku, flest þau mál sem hann nefndi eru enn óleyst og flokkur hans helsti þröskuldur í vegi umbóta,“ segir í Vísbendingu. En þótt sá árangur sem að var stefnt hafi ekki náðst þá dugar ekki að gefast upp. Viðfangsefnin hverfa ekki. Hér viljum við byggja á stöðugleika og frelsi. Á fundi Viðskiptaráðs í síðustu viku var kynntur aðgerðalisti til að auka efnahagslegan stöðugleika, bæta regluverk, auka alþjóðavæðingu, lækka skatta og gera opinberan rekstur skilvirkari. Nákvæm útfærsla er hins vegar eftirlátin stjórnmálunum. Nákvæmlega hvernig á að vinna hér að umbótum á vinnumarkaði, bæta umgjörð peningamála og minnka stjórnmálalega óvissu, er því ekki vitað. Kannski skýrist myndin þegar loks verður kynnt frumvarp um afnám hafta. Maður getur jú alltaf vonað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Niðurstöður úttektar IMD-viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða sem Viðskiptaráð Íslands birti í síðustu viku eru áhugaverðar í sjálfu sér, en einnig vegna þess að með þeim má segja að fengin sé niðurstaða í spá sem framtíðarhópur Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík setti fram og kynnti í febrúar 2006 um hver staða Íslands gæti orðið árið 2015. Um þær mundir var Ísland fjórða samkeppnishæfasta land heims, en er nú í 24. sæti á lista IMD. Niðurstaðan nú er fjarri því sem að var stefnt 2006 og alls ekki í samræmi við væntingar um áframhaldandi uppgang fjármálastarfsemi, eflingu menntakerfisins, aukna fjárfestingu og styrkingar viðskiptasiðferðis. Markið var sett hátt, að gera Ísland að samkeppnishæfasta landi heimi. En hér hefur náttúrlega ýmislegt gengið á í millitíðinni, svo sem fullkominn stormur efnahagshamfara með falli fjármálakerfisins 2008. Raunar var það líka á Viðskiptaþingi 2006, þegar skýrsla framtíðarhópsins var kynnt, að Halldór Ásgrímsson, sem er nýlátinn, þá forsætisráðherra, spáði því að Ísland yrði gengið í Evrópusambandið árið 2015. Í efnahagsritinu Vísbendingu er rifjað upp að í ræðu hans á þinginu hafi komið fram framtíðarsýn sem fátítt sé hjá stjórnmálamönnum. Hann hafi bent á að forsendurnar fyrir árangri væru tvær, frelsi og stöðugleiki. Segja má að hér hafi síðustu misseri náðst einhver stöðugleiki, en á kostnað frelsisins með fjármagnshöftum. Nú er spurningin hvort stöðugleikinn heldur þegar höftum sleppir. „Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu,“ sagði Halldór í febrúar 2006 og bætti við: „Við verðum að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar eru vandamál og spurningar eru uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði.“ Í ræðu sinni fjallaði Halldór líka um fleiri umbótamál; ótti við breytingar mætti ekki hamla framförum, endurskoða þyrfti hömlur á fjárfestingu útlendinga í tilteknum atvinnugreinum, svo sem sjávarútvegi og að liðka þyrfti fyrir sveigjanlegum starfslokum aldraðra. „Skömmu síðar hætti Halldór stjórnmálaþátttöku, flest þau mál sem hann nefndi eru enn óleyst og flokkur hans helsti þröskuldur í vegi umbóta,“ segir í Vísbendingu. En þótt sá árangur sem að var stefnt hafi ekki náðst þá dugar ekki að gefast upp. Viðfangsefnin hverfa ekki. Hér viljum við byggja á stöðugleika og frelsi. Á fundi Viðskiptaráðs í síðustu viku var kynntur aðgerðalisti til að auka efnahagslegan stöðugleika, bæta regluverk, auka alþjóðavæðingu, lækka skatta og gera opinberan rekstur skilvirkari. Nákvæm útfærsla er hins vegar eftirlátin stjórnmálunum. Nákvæmlega hvernig á að vinna hér að umbótum á vinnumarkaði, bæta umgjörð peningamála og minnka stjórnmálalega óvissu, er því ekki vitað. Kannski skýrist myndin þegar loks verður kynnt frumvarp um afnám hafta. Maður getur jú alltaf vonað.