Rikka fyrirmynd í eldhúsi og útliti Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. júní 2015 09:30 Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur gaman af því að baka litríkar og flippaðar kökur. mynd/marín manda „Ég hef alltaf haft mjög gaman af bakstri og einn daginn hugsaði ég, hvað á ég að taka mér fyrir hendur, sem gerir mig virkilega ánægða og svarið var augljóst, kökublogg,“ segir fjölmiðlakonan og bakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Hún hefur nú sett í loftið kökubloggsíðuna, Blaka.is. Hún ætlar að baka alls konar kökur, litríkar, flippaðar, jafnt óvenjulegar og venjulegar, og blogga um það á síðunni sinni. „Þetta er vissulega ekki frumlegasta hugmynd í heimi en gerir mig ánægða,“ segir Lilja Katrín, sem ætlar að vera með sérstakt kökuþema í hverjum mánuði. „Þemað fer bara algjörlega eftir skapi mínu. Þennan mánuðinn er þemað liturinn gulur, það er vegna þess að ég sakna sólarinnar mikið,“ segir Lilja Katrín létt í lundu og hlær. Spurð út í sínar helstu fyrirmyndir í eldhúsinu er svarið einfalt. „Rikka er mín helsta fyrirmynd, ekki bara í bakstri heldur líka útlitslega og að öllu leyti.“ Lilja Katrín fékk sama hönnuð og þann sem hannaði vef Daily Mail, sem er einn vinsælasti fréttavefur í heimi. „Minn heittelskaði kærasti, Guðmundur R. Einarsson, sá um að setja upp síðuna.“ Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Ég hef alltaf haft mjög gaman af bakstri og einn daginn hugsaði ég, hvað á ég að taka mér fyrir hendur, sem gerir mig virkilega ánægða og svarið var augljóst, kökublogg,“ segir fjölmiðlakonan og bakarinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Hún hefur nú sett í loftið kökubloggsíðuna, Blaka.is. Hún ætlar að baka alls konar kökur, litríkar, flippaðar, jafnt óvenjulegar og venjulegar, og blogga um það á síðunni sinni. „Þetta er vissulega ekki frumlegasta hugmynd í heimi en gerir mig ánægða,“ segir Lilja Katrín, sem ætlar að vera með sérstakt kökuþema í hverjum mánuði. „Þemað fer bara algjörlega eftir skapi mínu. Þennan mánuðinn er þemað liturinn gulur, það er vegna þess að ég sakna sólarinnar mikið,“ segir Lilja Katrín létt í lundu og hlær. Spurð út í sínar helstu fyrirmyndir í eldhúsinu er svarið einfalt. „Rikka er mín helsta fyrirmynd, ekki bara í bakstri heldur líka útlitslega og að öllu leyti.“ Lilja Katrín fékk sama hönnuð og þann sem hannaði vef Daily Mail, sem er einn vinsælasti fréttavefur í heimi. „Minn heittelskaði kærasti, Guðmundur R. Einarsson, sá um að setja upp síðuna.“
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira