Langdrægari Volt á lægra verði Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 14:16 Chevrolet Volt árgerð 2016. Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins er komin í sölu í Bandaríkjunum og kostar minna en bíllinn sem hann leysir af hólmi. Verð nýja Volt er 33.995 dollarar, eða 4,25 milljónir króna, en eldri gerðin var á 34.170 dollara. Það sem meira er Chevrolet býður nú strax 1.000 dollara afslátt til 2. nóvember á þeim nýja og til að losna við eldri gerðina býðst 2.500 dollara afsláttur. Þetta er þó ekki endanlegt verð bílsins þar sem í flestum ríkjum Bandaríkjanna þar sem bíllinn er seldur fylgir 7.500 dollara niðurgreiðsla. Þá er endanlegt verð nýja Volt komin í 25.495 dollara, eða innan við 3,2 milljónir króna. Nýr Volt kemst nú 85 kílómetra á hverri hleðslu og eftir það tekur við einskonar ljósavél sem breytir afli brunahreyfils í rafmagn svo halda megi lengri leiðir. Nýi bíllinn kemst 25 km lengra en eldri gerðin. Í september nýliðnum seldi Chevrolet aðeins 9.264 Volt bíla og minnkaði salan um 36% milli ára, en með nýrri gerð bílsins er það von Chevrolet að salan taki mikinn kipp. Ekki ætti verðið að hrinda kaupendum frá, en Bandaríkjamenn hafa ekki verið ginkeyptir fyrir umhverfisvænum bílum undanfarið vegna þess lága eldsneytisverðs sem í landinu er. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins er komin í sölu í Bandaríkjunum og kostar minna en bíllinn sem hann leysir af hólmi. Verð nýja Volt er 33.995 dollarar, eða 4,25 milljónir króna, en eldri gerðin var á 34.170 dollara. Það sem meira er Chevrolet býður nú strax 1.000 dollara afslátt til 2. nóvember á þeim nýja og til að losna við eldri gerðina býðst 2.500 dollara afsláttur. Þetta er þó ekki endanlegt verð bílsins þar sem í flestum ríkjum Bandaríkjanna þar sem bíllinn er seldur fylgir 7.500 dollara niðurgreiðsla. Þá er endanlegt verð nýja Volt komin í 25.495 dollara, eða innan við 3,2 milljónir króna. Nýr Volt kemst nú 85 kílómetra á hverri hleðslu og eftir það tekur við einskonar ljósavél sem breytir afli brunahreyfils í rafmagn svo halda megi lengri leiðir. Nýi bíllinn kemst 25 km lengra en eldri gerðin. Í september nýliðnum seldi Chevrolet aðeins 9.264 Volt bíla og minnkaði salan um 36% milli ára, en með nýrri gerð bílsins er það von Chevrolet að salan taki mikinn kipp. Ekki ætti verðið að hrinda kaupendum frá, en Bandaríkjamenn hafa ekki verið ginkeyptir fyrir umhverfisvænum bílum undanfarið vegna þess lága eldsneytisverðs sem í landinu er.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent