Bjarni kynnti tvö frumvörp um afnám hafta Ingvar Haraldsson skrifar 5. júní 2015 11:45 Bjarni Benediktsson kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta. vísir/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni vildi ekkert tjá sig efnislega um frumvörpin við fjölmiðla en hann bjóst við því að málið yrði kynnt opinberlega eftir helgi, líklega á mánudag eða þriðjudag. „Við ræddum í dag frumvarp sem ég lagði fyrir ríkisstjórnina um haftaafnámið og þarna eru á ferðinni tvö frumvörp sem við tókum til umræðu og hyggjumst afgreiða á mánudaginn. Þessi mál eru þannig vaxin að við hyggjumst kynna þau líka fyrir samráðshópnum sem hefur verið starfandi og þau þurfa síðan að lokinni afgreiðslu hér að fara fyrir þingflokka. Þegar þessu ferli er lokið þá munum við halda opinbera kynningu á málinu sem gæti orðið á mánudag, í síðasta lagi á þriðjudag,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort von væri á málaferlum við kröfuhafa vegna svokallað stöðugleikaskatts sem lagður yrði á slitabúin vildi Bjarni ekkert spá fyrir um slíkt. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera kominn fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Bjarni segist vonast til þess að frumvörpin verði að lögum í þessum mánuði og vonast eftir góðu samstarfi við þingið um málið. „Ég hef skynjað mjög góðan vilja hjá öðrum flokkum til að veita þessu máli sérstaka meðferð. Það er ljóst að þetta er mál sem hefur verið í undirbúningi í mjög langan tíma og það er eðlilegt að þingið vilji taka það til skoðunar, nauðsynlegrar skoðunar, og það verður gert í nefnd. En ég vonast á sama tíma til þess að við ljúkum þessu með því að gera málið að lögum í þessum mánuði.“ Hlé var gert á ríkisstjórnarfundi vegna atkvæðagreiðslu á Alþingi en fundurinn mun halda áfram síðar í dag. Gjaldeyrishöft Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni vildi ekkert tjá sig efnislega um frumvörpin við fjölmiðla en hann bjóst við því að málið yrði kynnt opinberlega eftir helgi, líklega á mánudag eða þriðjudag. „Við ræddum í dag frumvarp sem ég lagði fyrir ríkisstjórnina um haftaafnámið og þarna eru á ferðinni tvö frumvörp sem við tókum til umræðu og hyggjumst afgreiða á mánudaginn. Þessi mál eru þannig vaxin að við hyggjumst kynna þau líka fyrir samráðshópnum sem hefur verið starfandi og þau þurfa síðan að lokinni afgreiðslu hér að fara fyrir þingflokka. Þegar þessu ferli er lokið þá munum við halda opinbera kynningu á málinu sem gæti orðið á mánudag, í síðasta lagi á þriðjudag,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort von væri á málaferlum við kröfuhafa vegna svokallað stöðugleikaskatts sem lagður yrði á slitabúin vildi Bjarni ekkert spá fyrir um slíkt. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera kominn fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Bjarni segist vonast til þess að frumvörpin verði að lögum í þessum mánuði og vonast eftir góðu samstarfi við þingið um málið. „Ég hef skynjað mjög góðan vilja hjá öðrum flokkum til að veita þessu máli sérstaka meðferð. Það er ljóst að þetta er mál sem hefur verið í undirbúningi í mjög langan tíma og það er eðlilegt að þingið vilji taka það til skoðunar, nauðsynlegrar skoðunar, og það verður gert í nefnd. En ég vonast á sama tíma til þess að við ljúkum þessu með því að gera málið að lögum í þessum mánuði.“ Hlé var gert á ríkisstjórnarfundi vegna atkvæðagreiðslu á Alþingi en fundurinn mun halda áfram síðar í dag.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira