Lífið

Stjörnuspá Siggu Kling - Steingeit: Þú þarft að þora til að skora

Sigga Kling skrifar
Þú minnir mig stundum á eikartré. Þú vilt svo öruggt líf og ræturnar þurfa að tengjast svo langt ofan í jörðina. Þú ert á þeim tíma sem þú þarft að rífa þig upp með rótum. Þú ert á þeim tíma sem þú þarft að þora, fara út fyrir þennan drepleiðinlega þægindahring og gera þá hluti sem þú hefðir aldrei búist við að þú myndir gera. Þú átt það til að stoppa líf þitt öðru hverju til að ritskoða það. Það er bara leiðinlegt, hjartað mitt. Þetta er tíminn til að gera vitleysur, smá mistök, því að af mistökunum verður manneskja.

Líf þitt næstu mánuði verður eins og fótboltaleikur. Þú verður að þora til að skora. Þú átt eftir að eflast í vinnu, taka að þér of mikið, en það er líka bara allt í lagi, því þú varst eikartré. Þú átt eftir að detta inn í óvenjulegar kringumstæður og hlæja frá hjartanu yfir því öllu saman. Það verður mikil spenna í ástinni hjá þeim sem eru að huga að því og leyfðu þér bara að njóta. Ekki fara að stjórna öllu, í guðanna bænum.

Þú ert með of mikið á hreinu, orsök og afleiðingu, en Satúrnus er að hjálpa þér í sambandi við frama og ástarlífið á næstu mánuðum. Taktu áhættu, elsku steingeitin mín. Það margborgar sig. Þú ert svo langt á undan þinni samtíð og framkvæmir margt sem aðrir skilja ekki. En láttu þér bara vera alveg skítsama. Það mun færa þér aukna orku til að skapa það sem þig langar til. Og mundu það, elsku steingeit, að enginn elskar eins og þú. Svo að hver sá sem þú hefur mætur á er svo heppinn og þú munt passa upp á þína. Það er í eðli þínu. Nú er tími til að leika sér, þú átt það svo sannarlega inni.

Mottó:

Það er bara eitt í stöðunni og þú veist hvað það er

Frægar steingeitur: Guðjón Pétur Lýðsson markakóngur, Svava Johansen í sautján, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Dr. Kristín Ólafsdóttir,Jón Gnarr, Elvis Presley, Gunnar Þórðarsson, Jesú. 




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×