Brakandi ferskt humarsalat Eva Laufey Kjaran skrifar 5. júní 2015 14:00 Góðar uppskriftir með hækkandi sól. Vísir/Stöð 2 Með hækkandi sól er tilvalið að dusta rykið af grillinu og bjóða sumarið velkomið með ljúffengum ilm af grillmat. Hér deili ég með nokkrum uppáhaldsréttum mínum úr lokaþætti Matargleði Evu Laufeyjar á Stöð 2 sem passa í hvaða veislu sem er. Þáttinn er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni.Hvítlaukshumar á salatbeði600 – 700 g humarhalar100 g smjör3 hvítlauksrif1 rautt chili, fræhreinsaðHandfylli steinseljaBörkur af hálfri sítrónuSkvetta af hvítvíniSafi af hálfri sítrónuSalt og pipar Hitið smjör í potti. Saxið niður hvítlauk, chili og steinselju og bætið út í smjörið. Sjóðið í smástund við vægan hita. Takið pottinn af hitanum og undirbúið humarinn. Mér finnst ágætt að nota álform þegar ég er að grilla humar en þið getið auðvitað sett hann beint á grillið. Klippið humarhalana og hreinsið görnina úr, ekki taka humarinn alveg úr skelinni heldur leyfið honum að hanga föstum á halaendanum. Það er best að gera þetta við vaskinn áður en þið farið með humarinn út. Dreifið smjörsósunni yfir humarhalana og hellið hvítvíni yfir og kreistið hálfa sítrónu í lokin. Kryddið til með salti og pipar. Það er ágætt að leyfa humrinum að standa í ca. 30 mínútur áður en þið setjið hann á grillið en þannig nær hann að marinerast fullkomlega. Grillið humarinn á háum hita í nokkrar í ca. 5 – 6 mínútur. Berið fram með hvítlaukssósu og fersku salati. Sagði einhver meiri hvítlauk? Já, takk. Hvítlaukssósa150 ml sýrður rjómi2 hvítlauksrifSalt og piparSafi úr hálfri sítrónu Setjið sýrða rjómann í skál, bætið maukuðum hvítlauknum út í ásamt sítrónusafanum, salti og pipar. Blandið öllu vel saman og það er ágætt að leyfa sósunni að jafna sig í ísskáp í hálftíma til klukkustund áður en þið berið hana fram með humrinum. Skerið niður gott grænmeti og ávexti og leggið humarhalana yfir og njótið með hvítlaukssósunni góðu. Vísir/Stöð 2 Grillaður ananas með karamellusósu Ferskur ananas, niðursneiddur80 g smjör3 msk. púðursykur1 tsk. kanill Hitið smjör í potti og bætið púðursykrinum og kanil út í, leyfið þessu að malla í smástund og takið af hitanum. Skerið ananasinn niður og penslið kryddsmjörinu á hann. Það er ágætt að geyma hann í ísskáp í svolitla stund áður en þið grillið hann. Grillið sneiðarnar í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið og berið fram með góðum vanilluís og karamellusósu. Bætið smávegis af rjóma út í afganginn af smjörblöndunni og hitið í smástund þar til sósan þykknar. Vísir/Stöð 2 Piña colada 4 dl frosinn ananas 2 dl ananassafi 1 dl kókosmjólkSkvetta af sítrónusafa Allt blandað í blandara þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið. Hér fyrir neðan má sjá lokaþátt Evu Laufeyjar í heild sinni. Drykkir Eva Laufey Grillréttir Humar Kokteilar Partýréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Með hækkandi sól er tilvalið að dusta rykið af grillinu og bjóða sumarið velkomið með ljúffengum ilm af grillmat. Hér deili ég með nokkrum uppáhaldsréttum mínum úr lokaþætti Matargleði Evu Laufeyjar á Stöð 2 sem passa í hvaða veislu sem er. Þáttinn er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni.Hvítlaukshumar á salatbeði600 – 700 g humarhalar100 g smjör3 hvítlauksrif1 rautt chili, fræhreinsaðHandfylli steinseljaBörkur af hálfri sítrónuSkvetta af hvítvíniSafi af hálfri sítrónuSalt og pipar Hitið smjör í potti. Saxið niður hvítlauk, chili og steinselju og bætið út í smjörið. Sjóðið í smástund við vægan hita. Takið pottinn af hitanum og undirbúið humarinn. Mér finnst ágætt að nota álform þegar ég er að grilla humar en þið getið auðvitað sett hann beint á grillið. Klippið humarhalana og hreinsið görnina úr, ekki taka humarinn alveg úr skelinni heldur leyfið honum að hanga föstum á halaendanum. Það er best að gera þetta við vaskinn áður en þið farið með humarinn út. Dreifið smjörsósunni yfir humarhalana og hellið hvítvíni yfir og kreistið hálfa sítrónu í lokin. Kryddið til með salti og pipar. Það er ágætt að leyfa humrinum að standa í ca. 30 mínútur áður en þið setjið hann á grillið en þannig nær hann að marinerast fullkomlega. Grillið humarinn á háum hita í nokkrar í ca. 5 – 6 mínútur. Berið fram með hvítlaukssósu og fersku salati. Sagði einhver meiri hvítlauk? Já, takk. Hvítlaukssósa150 ml sýrður rjómi2 hvítlauksrifSalt og piparSafi úr hálfri sítrónu Setjið sýrða rjómann í skál, bætið maukuðum hvítlauknum út í ásamt sítrónusafanum, salti og pipar. Blandið öllu vel saman og það er ágætt að leyfa sósunni að jafna sig í ísskáp í hálftíma til klukkustund áður en þið berið hana fram með humrinum. Skerið niður gott grænmeti og ávexti og leggið humarhalana yfir og njótið með hvítlaukssósunni góðu. Vísir/Stöð 2 Grillaður ananas með karamellusósu Ferskur ananas, niðursneiddur80 g smjör3 msk. púðursykur1 tsk. kanill Hitið smjör í potti og bætið púðursykrinum og kanil út í, leyfið þessu að malla í smástund og takið af hitanum. Skerið ananasinn niður og penslið kryddsmjörinu á hann. Það er ágætt að geyma hann í ísskáp í svolitla stund áður en þið grillið hann. Grillið sneiðarnar í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið og berið fram með góðum vanilluís og karamellusósu. Bætið smávegis af rjóma út í afganginn af smjörblöndunni og hitið í smástund þar til sósan þykknar. Vísir/Stöð 2 Piña colada 4 dl frosinn ananas 2 dl ananassafi 1 dl kókosmjólkSkvetta af sítrónusafa Allt blandað í blandara þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið. Hér fyrir neðan má sjá lokaþátt Evu Laufeyjar í heild sinni.
Drykkir Eva Laufey Grillréttir Humar Kokteilar Partýréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið