Skemmtiferðaskip á leiðinni heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2015 08:00 Eyjamenn taka við bikarnum. Vísir/Þórdís Inga Eyjamenn voru búnir að bíða í 24 ár eftir bikarmeistaratitlinum í karlahandboltanum þegar þeir tryggðu sér bikarinn í Höllinni á laugardaginn. ÍBV vann þá FH 23-22 í öðrum endurkomusigri á innan við sólarhring og Eyjamenn geta nú kynnt sig sem Íslands- og bikarmeistara. Grétar Þór Eyþórsson, fyrirliði ÍBV, fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana þessa helgi, allt frá því að fá rauða spjaldið og horfa upp á sitt lið lenda sex mörkum undir í undanúrslitum til þess að lyfta bikarnum innan við sólarhring seinna.Þá horfir þú bara upp í stúku „Ég var alveg farinn í stöðunni 18-12 í undanúrslitaleiknum og horfði bara á bikardrauminn fjara út. Strákarnir eru geðveikir, það eru allir tilbúnir að koma inn á og allir að skila sínu. Ef þú ert eitthvað stressaður þá horfir þú bara upp í stúku og veist að þú ert maðurinn,“ sagði Grétar. „Við kunnum ekkert annað en að hafa gaman. Við erum ekki bestu leikmennirnir en við erum frábær liðsheild og það er öll Eyjan sem er í þessu saman,“ sagði Grétar. En hvað með leikinn frá 1991? „Ég man ekki eftir honum því ég var bara fimm ára en ég er búinn að sjá hann hundrað sinnum og gæti lýst hverju einasta atriði,“ sagði Grétar aðspurður um bikarúrslitaleikinn á móti Víkingum sem ÍBV vann fyrir 24 árum. Gunnari Magnússyni hefur tekist það ótrúlega; að gera ÍBV-liðið að Íslands- og bikarmeisturum. Hann talaði um það eftir leikinn að það hefði verið besta ákvörðunin á ferlinum að taka við ÍBV. „Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bak við þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Andri Heimir Friðriksson kom með mikla orku inn í ÍBV-liðið í stöðunni 10-6 fyrir FH og auk þess að vinna marga bolta sem fremsti maður í vörninni þá var hann einnig markahæstur í liðinu. „Ég er búinn að vera svolítið á hælunum eftir áramót en þetta var helgin til að rífa sig upp,“ sagði Andri Heimir. „Við vorum bara allir frábærir. Það þurfti að koma annar bikartitill. Þeir eru búnir að eigna sér þennan titil í 24 ár og það er ekki hægt að láta þá eigna sér þetta endalaust. Núna er bara komið nýtt draumalið,“ sagði Andri Heimir hlæjandi. „Þetta lið í stúkunni á svo mikið hrós skilið. Það er að leggja á sig sex tíma Herjólfsferð til að sjá einn handboltaleik. Núna verður bara partý á leiðinni heim, þetta verður bara skemmtiferðaskip á leiðinni heim,“ sagði Andri. Kolbeinn Aron Arnarson var frábær í markinu og varði mörg dauðafæri, bæði víti og hraðaupphlaup. Líkt og markvörðurinn (og fyrirliðinn) Sigmar Þröstur Óskarsson var maðurinn á bak við bikarsigurinn 1991 átti Kolbeinn rosalega mikið í sigrinum á laugardaginn. „Ég var svolítið smeykur um það í hálfleik í undanúrslitaleiknum að ég væri að fara að klúðra þessu með því að vera eitthvað kaldur. Svo hitnaði ég í seinni hálfleik og byrjaði sem betur fer að verja í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er ódýrasta víman sem maður fær. Það er bara víma að koma til baka og vinna með einu. Það er ekki hægt að tapa með heilt þorp á eftir sér. Við erum búnir að vinna titil þrjú ár í röð, þetta eru æðislegir tímar hjá okkur í Eyjum og vonandi kemur meira,“ sagði Kolbeinn. Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Eyjamenn voru búnir að bíða í 24 ár eftir bikarmeistaratitlinum í karlahandboltanum þegar þeir tryggðu sér bikarinn í Höllinni á laugardaginn. ÍBV vann þá FH 23-22 í öðrum endurkomusigri á innan við sólarhring og Eyjamenn geta nú kynnt sig sem Íslands- og bikarmeistara. Grétar Þór Eyþórsson, fyrirliði ÍBV, fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana þessa helgi, allt frá því að fá rauða spjaldið og horfa upp á sitt lið lenda sex mörkum undir í undanúrslitum til þess að lyfta bikarnum innan við sólarhring seinna.Þá horfir þú bara upp í stúku „Ég var alveg farinn í stöðunni 18-12 í undanúrslitaleiknum og horfði bara á bikardrauminn fjara út. Strákarnir eru geðveikir, það eru allir tilbúnir að koma inn á og allir að skila sínu. Ef þú ert eitthvað stressaður þá horfir þú bara upp í stúku og veist að þú ert maðurinn,“ sagði Grétar. „Við kunnum ekkert annað en að hafa gaman. Við erum ekki bestu leikmennirnir en við erum frábær liðsheild og það er öll Eyjan sem er í þessu saman,“ sagði Grétar. En hvað með leikinn frá 1991? „Ég man ekki eftir honum því ég var bara fimm ára en ég er búinn að sjá hann hundrað sinnum og gæti lýst hverju einasta atriði,“ sagði Grétar aðspurður um bikarúrslitaleikinn á móti Víkingum sem ÍBV vann fyrir 24 árum. Gunnari Magnússyni hefur tekist það ótrúlega; að gera ÍBV-liðið að Íslands- og bikarmeisturum. Hann talaði um það eftir leikinn að það hefði verið besta ákvörðunin á ferlinum að taka við ÍBV. „Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bak við þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Andri Heimir Friðriksson kom með mikla orku inn í ÍBV-liðið í stöðunni 10-6 fyrir FH og auk þess að vinna marga bolta sem fremsti maður í vörninni þá var hann einnig markahæstur í liðinu. „Ég er búinn að vera svolítið á hælunum eftir áramót en þetta var helgin til að rífa sig upp,“ sagði Andri Heimir. „Við vorum bara allir frábærir. Það þurfti að koma annar bikartitill. Þeir eru búnir að eigna sér þennan titil í 24 ár og það er ekki hægt að láta þá eigna sér þetta endalaust. Núna er bara komið nýtt draumalið,“ sagði Andri Heimir hlæjandi. „Þetta lið í stúkunni á svo mikið hrós skilið. Það er að leggja á sig sex tíma Herjólfsferð til að sjá einn handboltaleik. Núna verður bara partý á leiðinni heim, þetta verður bara skemmtiferðaskip á leiðinni heim,“ sagði Andri. Kolbeinn Aron Arnarson var frábær í markinu og varði mörg dauðafæri, bæði víti og hraðaupphlaup. Líkt og markvörðurinn (og fyrirliðinn) Sigmar Þröstur Óskarsson var maðurinn á bak við bikarsigurinn 1991 átti Kolbeinn rosalega mikið í sigrinum á laugardaginn. „Ég var svolítið smeykur um það í hálfleik í undanúrslitaleiknum að ég væri að fara að klúðra þessu með því að vera eitthvað kaldur. Svo hitnaði ég í seinni hálfleik og byrjaði sem betur fer að verja í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er ódýrasta víman sem maður fær. Það er bara víma að koma til baka og vinna með einu. Það er ekki hægt að tapa með heilt þorp á eftir sér. Við erum búnir að vinna titil þrjú ár í röð, þetta eru æðislegir tímar hjá okkur í Eyjum og vonandi kemur meira,“ sagði Kolbeinn.
Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira