BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 18:16 Sekt BYKO var lækkuð úr 650 milljónum niður í 65 milljónir. vísir/ernir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. Nefndin taldi brotin hins vegar ekki jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið og var sekt fyrirtækisins því lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónir. Úrskurður þessa efnis var kveðinn upp í dag. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að „BYKO hafi brotið gegn ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga. Er því í meginatriðum lýst að skipulögð og kerfisbundin upplýsingaskipti um verð hafi leitt til ástands sem þróaðist í þá átt að gera báðum kleift að hækka verð sín. Hin tíðu samskipti leiddu einnig til þess að leitað var eftir hreinræktuðu verðsamráði...“ Í apríl féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness í máli sérstaks saksóknara gegn starfsmönnum Húsasmiðjunnar, BYKO og Úlfsins sem tengdust málinu. Taldi áfrýjunarnefndin að hún væri ekki bundin af niðurstöðu dómsins en þar voru ellefu af tólf sakborningum sýknaðir. Orðrétt sagði í niðurstöðum dómsins: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð“. Í yfirlýsingu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að því sé falið að meta hvort þeir almannahagsmunir, sem felast í virkri samkeppni, kalli á að úrskurðir áfrýjunarnefndarinnar séu bornir undir dómstóla. Í samræmi við þessar skyldur mun Samkeppniseftirlitið fara yfir forsendur nefndarinnar. Í yfirlýsingu frá BYKO segir að fyrirtækið hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu gagnvart hvers kyns ásökunum um ólögmætt verðsamráð. Enda þótt Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komist að þeirri niðurstöðu að sektarfjárhæðin skuli einungis vera 10% af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ljóst að nefndin hefur að engu framangreinda niðurstöðu héraðsdóms um að ekki hafi verið um verðsamráð að ræða. BYKO lítur á úrskurð áfrýjunarnefndar sem áfangasigur og telur sig vera saklaust af hvers kyns ólögmætu verðsamráði. BYKO mun leita allra leiða til þess að fá þá einörðu afstöðu sína staðfesta. Tengdar fréttir Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00 BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. Nefndin taldi brotin hins vegar ekki jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið og var sekt fyrirtækisins því lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónir. Úrskurður þessa efnis var kveðinn upp í dag. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að „BYKO hafi brotið gegn ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga. Er því í meginatriðum lýst að skipulögð og kerfisbundin upplýsingaskipti um verð hafi leitt til ástands sem þróaðist í þá átt að gera báðum kleift að hækka verð sín. Hin tíðu samskipti leiddu einnig til þess að leitað var eftir hreinræktuðu verðsamráði...“ Í apríl féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness í máli sérstaks saksóknara gegn starfsmönnum Húsasmiðjunnar, BYKO og Úlfsins sem tengdust málinu. Taldi áfrýjunarnefndin að hún væri ekki bundin af niðurstöðu dómsins en þar voru ellefu af tólf sakborningum sýknaðir. Orðrétt sagði í niðurstöðum dómsins: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð“. Í yfirlýsingu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að því sé falið að meta hvort þeir almannahagsmunir, sem felast í virkri samkeppni, kalli á að úrskurðir áfrýjunarnefndarinnar séu bornir undir dómstóla. Í samræmi við þessar skyldur mun Samkeppniseftirlitið fara yfir forsendur nefndarinnar. Í yfirlýsingu frá BYKO segir að fyrirtækið hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu gagnvart hvers kyns ásökunum um ólögmætt verðsamráð. Enda þótt Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komist að þeirri niðurstöðu að sektarfjárhæðin skuli einungis vera 10% af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ljóst að nefndin hefur að engu framangreinda niðurstöðu héraðsdóms um að ekki hafi verið um verðsamráð að ræða. BYKO lítur á úrskurð áfrýjunarnefndar sem áfangasigur og telur sig vera saklaust af hvers kyns ólögmætu verðsamráði. BYKO mun leita allra leiða til þess að fá þá einörðu afstöðu sína staðfesta.
Tengdar fréttir Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00 BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00
Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00
Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06