Lífið

Fengu reikning fyrir að mæta ekki í brúðkaup

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jessica Baker ásamt eiginmanni sínum.
Jessica Baker ásamt eiginmanni sínum. vísir/facebook
Jessicu Baker brá heldur betur í brún þegar hún fékk reikning frá ættingja eiginmanns síns eftir að hafa misst af brúðkaupi aðilans. Þau hjónin komust ekki í brúðkaupið þar sem barnapían forfallaðist á síðustu stundu.

Reikningurinn hljóðaði upp á 75 dollara eða því sem samsvarar tæplega tíu þúsund krónur.

„Ég fékk bara sjokk þegar ég sá reikninginn,“ segir Baker við ABC. Parið ætlaði sér vissulega að mæta í brúðkaupið sem fór fram þann 29. ágúst.

Móðir Jessicu Baker hafði ætlað að passa tveggja ára dóttur þeirra og fimm ára son en hún hafði verið í kringum barn sem var með hand-, fót- og munnsjúkdóm og vildi ekki hætta á að smita barnabörn sín.  

„Við höfðum hlakkað til að fara út um kvöldið og skemmta okkur. Síðan fáum við símtal frá mömmu minni og hún einfaldlega treysti sér ekki til að vera í kringum börnin okkar.“

Í boðskortinu sem þau höfðu fengið sent var ekki í boði að mæta með börn í veisluna. Parið ákvað því að mæta ekki í brúðkaupið og boðuðu ekki forföll, þar sem þeim fannst óviðeigandi að trufla brúðhjónin á þessum stóra degi.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×