Aftan að kjósendum Þorvaldur Gylfason skrifar 1. október 2015 07:00 Þegar frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var rætt á Alþingi eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 hringdi einn þingmaður þáverandi stjórnarflokka til mín til að spyrja hvort ég sæi eitthvað athugavert við að hann flytti breytingartillögur í þinginu um orðalag frumvarpsins á stöku stað. Ég þakkaði honum hugulsemina og sagði honum að frumvarpið hefði verið þaulkembt af málfarsráðunautum og öðrum sérfræðingum áður en stjórnlagaráð gekk frá því í hendur Alþingis. Varla gæti því verið um annað að ræða en smáleg smekksatriði sem mér sýndist hyggilegast að láta eiga sig á þessu viðkvæma stigi málsins.Orðalag og efni Ég benti þingmanninum einnig á hættuna sem stafaði af því að einstakir þingmenn flyttu breytingartillögur um orðalag þar eð þá myndu aðrir þingmenn trúlega ganga á lagið og reyna að breyta efnisatriðum frumvarpsins og ekki bara orðalagi. Það ætti ekki vel við þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hefði þegar farið fram og tveir þriðju hlutar kjósenda hefðu lýst fylgi sínu við frumvarpið og helztu einstök ákvæði þess. Úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslna og annarra kosninga verður ekki breytt eftir á, sagði ég við þingmanninn, ekki í lýðræðisríki. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sem fór með frumvarpið í þinginu leit málið sömu augum og ég og gaf ráðgjöfum sínum skýr fyrirmæli um að hrófla hvergi við efnisatriðum frumvarpsins heldur gera aðeins tillögur um orðalagsbreytingar væri talin þörf á þeim.Bandarísk fyrirmynd Vert er að muna að Bandaríkjaþing veitti engum, hvorki þingmönnum né öðrum, færi á að leggja til orðalagsbreytingar á frumvarpi stjórnlagaþingsins í Fíladelfíu 1787. Þingið taldi sig ekki hafa umboð til að breyta stafkrók í frumvarpinu. Í samræmi við það sendi þingið frumvarpið óbreytt í atkvæðagreiðslur í fylkjunum sem voru þá þrettán. Enn síður hefði hvarflað að Bandaríkjaþingi að breyta orðalagi eða efni frumvarpsins eftir að það hafði verið samþykkt í níu fylkjum af þrettán. Það dugði til að frumvarpið tæki gildi sem ný stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hún hefur að sönnu reynzt vera gölluð, en það er önnur saga.Lýðræðisþroski Þessi lýðræðisvitund Bandaríkjanna fyrir 227 árum var víðs fjarri sölum Alþingis við meðferð nýrrar stjórnarskrár. Þingmenn og til kvaddir lögfræðingar þóttust geta lagt til bæði orðalagsbreytingar og efnisbreytingar til að hafa vit fyrir kjósendum eftir á. Breytingarnar sem Alþingi gerði á frumvarpinu fyrir þinglok 2013 voru yfirleitt afturför eins og t.d. Helene Landemore prófessor í Yale-háskóla hefur lýst á prenti líkt og ég hef einnig gert og aðrir. Ekki nóg með það. Orðalagsbreytingar sem lögfræðingar á snærum Alþingis lögðu til voru sumar illa dulbúnar efnisbreytingar. Í eitt skiptið gengu lögfræðingarnir undir forustu Páls Þórhallsonar, nú formanns stjórnarskrárnefndar Alþingis, svo langt að þeir lögðu til texta sem dró allt bit úr auðlindaákvæðinu sem 83% kjósenda höfðu lýst stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sá líkt og margir aðrir í gegnum þessa tilraun til að koma aftan að kjósendum. Nefndin afþakkaði tillögu lögfræðinganna og setti upphaflegan texta stjórnlagaráðs aftur á sinn stað. Á lokametrunum spillti Alþingi þó textanum með að því að setja orðin „gegn eðlilegu gjaldi“ fyrir orðin „gegn fullu gjaldi“ fyrir afnotarétt af auðlindum. Fv. formaður þingflokks Vinstri grænna hefur gengizt við að hafa beitt sér fyrir þessari breytingu. Samt hafði aukafundur stjórnlagaráðs, kallaður saman af Alþingi 2012, einum rómi hafnað slíkri breytingu m.a. á þeirri forsendu að breytingin gæti talizt bjóða upp á þá túlkun að nýja stjórnarskráin tryggði útvegsmönnum afslátt og öðrum sem nýta sameignarauðlindir þjóðarinnar. Ýmsar aðrar orðalagsbreytingar lögfræðinga og þingmanna vitna um yfirgang, valdhlýðni og vondan smekk eins og t.d. breyting þeirra á orðalaginu „Öll erum við jöfn fyrir lögum?…“ aftur í gamla textann í núgildandi stjórnarskrá: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum?…“ Önnur spjöll lögfræðinganna á frumvarpinu eru efni í aðra grein.Vandaverk Í þingsetningarræðu sinni um daginn sagði forseti Íslands m.a.: „Ég hef lengi talið að greinar um þjóðareign og atkvæðagreiðslur ættu erindi í stjórnarskrá en jafnframt ítrekað, bæði áður og aftur nú, að samning þeirra er vandaverk.“ Vandaverk? Nema hvað? Orðalag þessara ákvæða liggur fyrir þaulkembt og þrauthugsað eftir mikla yfirlegu. Það var samþykkt einum rómi í stjórnlagaráði og með dúndrandi lófataki í ofanálag. Varla hefðu 83% kjósenda lýst stuðningi við auðlindaákvæðið í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 ef eitthvað sem máli skiptir vantaði upp á orðalagið. Ummæli forseta Íslands o.fl. um orðalag eru óviðeigandi að ekki sé meira sagt þar eð þau eru bersýnilega liður í áframhaldandi tilraunum óvina lýðræðisins á Alþingi og víðar til að lauma efnisbreytingum inn í nýju stjórnarskrána undir yfirskini orðalagsbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun
Þegar frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var rætt á Alþingi eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 hringdi einn þingmaður þáverandi stjórnarflokka til mín til að spyrja hvort ég sæi eitthvað athugavert við að hann flytti breytingartillögur í þinginu um orðalag frumvarpsins á stöku stað. Ég þakkaði honum hugulsemina og sagði honum að frumvarpið hefði verið þaulkembt af málfarsráðunautum og öðrum sérfræðingum áður en stjórnlagaráð gekk frá því í hendur Alþingis. Varla gæti því verið um annað að ræða en smáleg smekksatriði sem mér sýndist hyggilegast að láta eiga sig á þessu viðkvæma stigi málsins.Orðalag og efni Ég benti þingmanninum einnig á hættuna sem stafaði af því að einstakir þingmenn flyttu breytingartillögur um orðalag þar eð þá myndu aðrir þingmenn trúlega ganga á lagið og reyna að breyta efnisatriðum frumvarpsins og ekki bara orðalagi. Það ætti ekki vel við þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hefði þegar farið fram og tveir þriðju hlutar kjósenda hefðu lýst fylgi sínu við frumvarpið og helztu einstök ákvæði þess. Úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslna og annarra kosninga verður ekki breytt eftir á, sagði ég við þingmanninn, ekki í lýðræðisríki. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sem fór með frumvarpið í þinginu leit málið sömu augum og ég og gaf ráðgjöfum sínum skýr fyrirmæli um að hrófla hvergi við efnisatriðum frumvarpsins heldur gera aðeins tillögur um orðalagsbreytingar væri talin þörf á þeim.Bandarísk fyrirmynd Vert er að muna að Bandaríkjaþing veitti engum, hvorki þingmönnum né öðrum, færi á að leggja til orðalagsbreytingar á frumvarpi stjórnlagaþingsins í Fíladelfíu 1787. Þingið taldi sig ekki hafa umboð til að breyta stafkrók í frumvarpinu. Í samræmi við það sendi þingið frumvarpið óbreytt í atkvæðagreiðslur í fylkjunum sem voru þá þrettán. Enn síður hefði hvarflað að Bandaríkjaþingi að breyta orðalagi eða efni frumvarpsins eftir að það hafði verið samþykkt í níu fylkjum af þrettán. Það dugði til að frumvarpið tæki gildi sem ný stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hún hefur að sönnu reynzt vera gölluð, en það er önnur saga.Lýðræðisþroski Þessi lýðræðisvitund Bandaríkjanna fyrir 227 árum var víðs fjarri sölum Alþingis við meðferð nýrrar stjórnarskrár. Þingmenn og til kvaddir lögfræðingar þóttust geta lagt til bæði orðalagsbreytingar og efnisbreytingar til að hafa vit fyrir kjósendum eftir á. Breytingarnar sem Alþingi gerði á frumvarpinu fyrir þinglok 2013 voru yfirleitt afturför eins og t.d. Helene Landemore prófessor í Yale-háskóla hefur lýst á prenti líkt og ég hef einnig gert og aðrir. Ekki nóg með það. Orðalagsbreytingar sem lögfræðingar á snærum Alþingis lögðu til voru sumar illa dulbúnar efnisbreytingar. Í eitt skiptið gengu lögfræðingarnir undir forustu Páls Þórhallsonar, nú formanns stjórnarskrárnefndar Alþingis, svo langt að þeir lögðu til texta sem dró allt bit úr auðlindaákvæðinu sem 83% kjósenda höfðu lýst stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sá líkt og margir aðrir í gegnum þessa tilraun til að koma aftan að kjósendum. Nefndin afþakkaði tillögu lögfræðinganna og setti upphaflegan texta stjórnlagaráðs aftur á sinn stað. Á lokametrunum spillti Alþingi þó textanum með að því að setja orðin „gegn eðlilegu gjaldi“ fyrir orðin „gegn fullu gjaldi“ fyrir afnotarétt af auðlindum. Fv. formaður þingflokks Vinstri grænna hefur gengizt við að hafa beitt sér fyrir þessari breytingu. Samt hafði aukafundur stjórnlagaráðs, kallaður saman af Alþingi 2012, einum rómi hafnað slíkri breytingu m.a. á þeirri forsendu að breytingin gæti talizt bjóða upp á þá túlkun að nýja stjórnarskráin tryggði útvegsmönnum afslátt og öðrum sem nýta sameignarauðlindir þjóðarinnar. Ýmsar aðrar orðalagsbreytingar lögfræðinga og þingmanna vitna um yfirgang, valdhlýðni og vondan smekk eins og t.d. breyting þeirra á orðalaginu „Öll erum við jöfn fyrir lögum?…“ aftur í gamla textann í núgildandi stjórnarskrá: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum?…“ Önnur spjöll lögfræðinganna á frumvarpinu eru efni í aðra grein.Vandaverk Í þingsetningarræðu sinni um daginn sagði forseti Íslands m.a.: „Ég hef lengi talið að greinar um þjóðareign og atkvæðagreiðslur ættu erindi í stjórnarskrá en jafnframt ítrekað, bæði áður og aftur nú, að samning þeirra er vandaverk.“ Vandaverk? Nema hvað? Orðalag þessara ákvæða liggur fyrir þaulkembt og þrauthugsað eftir mikla yfirlegu. Það var samþykkt einum rómi í stjórnlagaráði og með dúndrandi lófataki í ofanálag. Varla hefðu 83% kjósenda lýst stuðningi við auðlindaákvæðið í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 ef eitthvað sem máli skiptir vantaði upp á orðalagið. Ummæli forseta Íslands o.fl. um orðalag eru óviðeigandi að ekki sé meira sagt þar eð þau eru bersýnilega liður í áframhaldandi tilraunum óvina lýðræðisins á Alþingi og víðar til að lauma efnisbreytingum inn í nýju stjórnarskrána undir yfirskini orðalagsbreytinga.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun