Fékk fyrstu Honda þotuna í jólagjöf Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 14:32 Fyrsta þota Honda afhent á jóladag. Autoblog Honda afhenti fyrstu þotu dótturfyrirtækis síns, HondaJet, á jóladagskvöld og með því færði kaupandinn sjálfum sér myndarlega jólagjöf. Honda hefur unnið að smíði þessarar vélar allt frá því á níunda áratug síðustu aldar, en þróun þessarar nýju tilteknu gerðar hófst fyrir alvöru fyrir síðustu aldamót. Því má segja að meðgöngutími hennar sé í lengra lagi. Þotan hefur fengið heitið HondaJet HA-420 og er um 13 metra löng og með um 12 metra vænghaf. Hámarkshraði hennar er 777 km/klst. Þotuhreyflar vélarinnar eru smíði Honda í samstarfi við General Electric og hvorir tveggja hreyflar hennar eru færir um 2.000 punda þrýstigetu. Honda smíðar þessar vélar í Bandaríkjunum og Honda hefur komið sér upp söluneti þessara véla þarlendis, en þær verða einnig seldar í Asíu og í Evrópu. Honda er ekki einhamt fyrirtæki er kemur að smíði farartækja, en nú smíðar Honda, bíla, mótorhjól, flutningabíla, þotur, báta, bátsvélar og sláttuvélar, svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Honda afhenti fyrstu þotu dótturfyrirtækis síns, HondaJet, á jóladagskvöld og með því færði kaupandinn sjálfum sér myndarlega jólagjöf. Honda hefur unnið að smíði þessarar vélar allt frá því á níunda áratug síðustu aldar, en þróun þessarar nýju tilteknu gerðar hófst fyrir alvöru fyrir síðustu aldamót. Því má segja að meðgöngutími hennar sé í lengra lagi. Þotan hefur fengið heitið HondaJet HA-420 og er um 13 metra löng og með um 12 metra vænghaf. Hámarkshraði hennar er 777 km/klst. Þotuhreyflar vélarinnar eru smíði Honda í samstarfi við General Electric og hvorir tveggja hreyflar hennar eru færir um 2.000 punda þrýstigetu. Honda smíðar þessar vélar í Bandaríkjunum og Honda hefur komið sér upp söluneti þessara véla þarlendis, en þær verða einnig seldar í Asíu og í Evrópu. Honda er ekki einhamt fyrirtæki er kemur að smíði farartækja, en nú smíðar Honda, bíla, mótorhjól, flutningabíla, þotur, báta, bátsvélar og sláttuvélar, svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent