Hinn umdeildi Kanye West Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. september 2015 11:00 Kanye West er engum líkur vísir/getty Bílslysið Að sjálfsögðu var ekkert umdeilt við bílslysið sem Kanye West lenti í, síðla kvölds í október 2003. Þá var Kanye lítt þekktur taktsmiður. Eftir bílslysið sendi hann frá sér Through the Wire, en textinn í laginu fjallar um slysið og lífið eftir það. Við það skaust Kanye upp á stjörnuhimininn og hefur ekki litið við síðan.Baráttan við Bush „George Bush er sama um svart fólk,“ sagði Kanye West í beinni útsendingu frá söfnun fyrir fórnarlömb hvirfilbylsins Katrínu á NBC. Kanye stóð við hliðina á leikaranum Mike Myers, sem virkaði ótrúlega hissa. Kanye hélt langa ræðu um ástandið á svæðinu sem varð verst úti. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, og um allan heim raunar, sökktu sér ofan í málið og fékk Kanye stóran skerf af gagnrýni. Hann baðst síðar afsökunar á ummælunum.Líkindin við Jesú Kanye hefur nokkrum sinnum líkt sér við sjálfan frelsara kristinna manna og sjaldan hefur það fallið vel í kramið hjá söfnuðum og trúuðum víðs vegar um Bandaríkin. Hann prýddi forsíðu tímaritsins Rolling Stone í kjölfar vinsælda lagsins Jesus Walks. Á forsíðunni var hann með þyrnikórónu eins og Kristur. Washington Post hafði eftir Kanye að hann teldi margt líkt með sér og Jesú og baráttu hans. „Hann þurfti að berjast fyrir því að láta taka eftir sér og leið fyrir velgengni sína.“ Kanye tók samanburðinn enn lengra þegar hann nefndi eina breiðskífu sína Yeezus.Taylor Swift og verðlaunin Af öllu því sem Kanye hefur gert um ævina hefur örugglega ekkert gert almenning jafn reiðan og þegar hann ruddist upp á svið á VMA-verðlaunahátíð MTV árið 2009. Þá var Taylor Swift að taka við verðlaunum fyrir myndband ársins, en Kanye þótti Beyoncé hafa átt verðlaunin skilið. „Ég samgleðst þér, Taylor,“ sagði hann og bætti við: „En Beyoncé átti eitt af bestu myndböndum allra tíma.“Líkindin við Hitler Eftir því sem liðið hefur á feril Kanye virðist hann upplifa að sótt sé að honum í sífellu. Margir furðuðu sig á því þegar hann líkti reynslu sinni við það sem hann taldi foringja nasista hafa þurft að upplifa. „Þegar ég labba niður götuna lítur fólk á mig eins og ég sé fokking geðveikur. Eins og ég sé Hitler.“ AP-fréttastofan sagði frá því að áhorfendur hefðu baulað í kjölfar þess að Kanye lét þessi orð falla. Blaðamaður Los Angeles Times fékk sálfræðing til að greina Kanye í kjölfarið og var niðurstaðan að Kanye glímdi við sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun (sem á ensku er kallað narcissism).Ræðan á sunnudag Á sunnudagskvöldið vakti Kanye svo enn og aftur athygli, með því að lýsa því yfir að hann ætlaði sér að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna 2020. Í ræðu, sem hann hélt eftir að Taylor Swift afhenti honum hin svokölluðu Vanguard-verðlaun fyrir góða frammistöðu í gegnum árin, kom hann inn á ýmislegt merkilegt. Til að mynda sagðist hann ekki skilja af hverju svona verðlaunahátíðir væru haldnar yfirhöfuð. Hann gagnrýndi fjölmiðla mikið, meðal annars MTV. Tónlist Tengdar fréttir Kim Kardashian nakin og kasólétt Kim Kardashian birtir nokkuð djarfa mynd af sér á Facebook þar sem hún situr fyrir nakin og má vel sjá að hún er ólétt. 11. ágúst 2015 16:00 Bjuggu til púða svo Kanye gæti kúrt með sjálfum sér Hópur fólks hefur hafið söfnun á Kickstarter til að gefa Kanye West púða með mynd af honum á. 8. júlí 2015 15:31 Nafnið á barninu ákveðið Nafn væntanlegs sonar Kanye West og Kim Kardashian er ekki höfuðátt. 7. ágúst 2015 17:25 Kanye West tilkynnti um forsetaframboð árið 2020 Tónlistarmaðurinn Kanye West ætlar að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna árið 2020 en kappinn tilkynnti um þetta á MTV tónlistarmyndbandahátíðinni í gær í Los Angeles. 31. ágúst 2015 12:00 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Bílslysið Að sjálfsögðu var ekkert umdeilt við bílslysið sem Kanye West lenti í, síðla kvölds í október 2003. Þá var Kanye lítt þekktur taktsmiður. Eftir bílslysið sendi hann frá sér Through the Wire, en textinn í laginu fjallar um slysið og lífið eftir það. Við það skaust Kanye upp á stjörnuhimininn og hefur ekki litið við síðan.Baráttan við Bush „George Bush er sama um svart fólk,“ sagði Kanye West í beinni útsendingu frá söfnun fyrir fórnarlömb hvirfilbylsins Katrínu á NBC. Kanye stóð við hliðina á leikaranum Mike Myers, sem virkaði ótrúlega hissa. Kanye hélt langa ræðu um ástandið á svæðinu sem varð verst úti. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, og um allan heim raunar, sökktu sér ofan í málið og fékk Kanye stóran skerf af gagnrýni. Hann baðst síðar afsökunar á ummælunum.Líkindin við Jesú Kanye hefur nokkrum sinnum líkt sér við sjálfan frelsara kristinna manna og sjaldan hefur það fallið vel í kramið hjá söfnuðum og trúuðum víðs vegar um Bandaríkin. Hann prýddi forsíðu tímaritsins Rolling Stone í kjölfar vinsælda lagsins Jesus Walks. Á forsíðunni var hann með þyrnikórónu eins og Kristur. Washington Post hafði eftir Kanye að hann teldi margt líkt með sér og Jesú og baráttu hans. „Hann þurfti að berjast fyrir því að láta taka eftir sér og leið fyrir velgengni sína.“ Kanye tók samanburðinn enn lengra þegar hann nefndi eina breiðskífu sína Yeezus.Taylor Swift og verðlaunin Af öllu því sem Kanye hefur gert um ævina hefur örugglega ekkert gert almenning jafn reiðan og þegar hann ruddist upp á svið á VMA-verðlaunahátíð MTV árið 2009. Þá var Taylor Swift að taka við verðlaunum fyrir myndband ársins, en Kanye þótti Beyoncé hafa átt verðlaunin skilið. „Ég samgleðst þér, Taylor,“ sagði hann og bætti við: „En Beyoncé átti eitt af bestu myndböndum allra tíma.“Líkindin við Hitler Eftir því sem liðið hefur á feril Kanye virðist hann upplifa að sótt sé að honum í sífellu. Margir furðuðu sig á því þegar hann líkti reynslu sinni við það sem hann taldi foringja nasista hafa þurft að upplifa. „Þegar ég labba niður götuna lítur fólk á mig eins og ég sé fokking geðveikur. Eins og ég sé Hitler.“ AP-fréttastofan sagði frá því að áhorfendur hefðu baulað í kjölfar þess að Kanye lét þessi orð falla. Blaðamaður Los Angeles Times fékk sálfræðing til að greina Kanye í kjölfarið og var niðurstaðan að Kanye glímdi við sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun (sem á ensku er kallað narcissism).Ræðan á sunnudag Á sunnudagskvöldið vakti Kanye svo enn og aftur athygli, með því að lýsa því yfir að hann ætlaði sér að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna 2020. Í ræðu, sem hann hélt eftir að Taylor Swift afhenti honum hin svokölluðu Vanguard-verðlaun fyrir góða frammistöðu í gegnum árin, kom hann inn á ýmislegt merkilegt. Til að mynda sagðist hann ekki skilja af hverju svona verðlaunahátíðir væru haldnar yfirhöfuð. Hann gagnrýndi fjölmiðla mikið, meðal annars MTV.
Tónlist Tengdar fréttir Kim Kardashian nakin og kasólétt Kim Kardashian birtir nokkuð djarfa mynd af sér á Facebook þar sem hún situr fyrir nakin og má vel sjá að hún er ólétt. 11. ágúst 2015 16:00 Bjuggu til púða svo Kanye gæti kúrt með sjálfum sér Hópur fólks hefur hafið söfnun á Kickstarter til að gefa Kanye West púða með mynd af honum á. 8. júlí 2015 15:31 Nafnið á barninu ákveðið Nafn væntanlegs sonar Kanye West og Kim Kardashian er ekki höfuðátt. 7. ágúst 2015 17:25 Kanye West tilkynnti um forsetaframboð árið 2020 Tónlistarmaðurinn Kanye West ætlar að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna árið 2020 en kappinn tilkynnti um þetta á MTV tónlistarmyndbandahátíðinni í gær í Los Angeles. 31. ágúst 2015 12:00 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Kim Kardashian nakin og kasólétt Kim Kardashian birtir nokkuð djarfa mynd af sér á Facebook þar sem hún situr fyrir nakin og má vel sjá að hún er ólétt. 11. ágúst 2015 16:00
Bjuggu til púða svo Kanye gæti kúrt með sjálfum sér Hópur fólks hefur hafið söfnun á Kickstarter til að gefa Kanye West púða með mynd af honum á. 8. júlí 2015 15:31
Nafnið á barninu ákveðið Nafn væntanlegs sonar Kanye West og Kim Kardashian er ekki höfuðátt. 7. ágúst 2015 17:25
Kanye West tilkynnti um forsetaframboð árið 2020 Tónlistarmaðurinn Kanye West ætlar að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna árið 2020 en kappinn tilkynnti um þetta á MTV tónlistarmyndbandahátíðinni í gær í Los Angeles. 31. ágúst 2015 12:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“