Lífið

565 einstök nöfn á Íslandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Flestir Íslendingar bera sama nafn og einhver annar en þó eru nokkur einstök nöfn til.
Flestir Íslendingar bera sama nafn og einhver annar en þó eru nokkur einstök nöfn til. Vísir/Daníel
565 Íslendingar heita einstökum íslenskum nöfnum; það er nöfnum sem aðeins þeir og engin annar heitir. Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands sem Vísir hefur borið saman við lista yfir samþykkt íslensk nöfn. Gögnin miða við 1. janúar síðastliðinn.

Sjá einnig: Aron og María vinsælust

Í morgun birti Hagstofan upplýsingar um algengustu mannanöfnin 1. janúar síðastliðinn en þar kom fram að nöfnin Jón og Guðrún væru algengustu eiginnöfn Íslendinga. Þau hafa verið á toppnum um árabil en flest börn sem fæddust á síðasta ári fengu nöfnin Aron eða Margrét.

Á lista yfir óalgengustu eiginnöfnin er meðal annars að finna Analíu og Ásdór, Míríel og Marfríði, Vetrarrós og Vinný. 

Listinn nær til bæði fyrstu og annarra nafna einstaklinga sem enginn annar heitir, hvorki að fyrsta eða öðru nafni. Mun fleiri Íslendingar, eða 588, heita til að mynda einir einhverju tilteknum nafni sem fyrsta nafn en fleiri bera það sem annað nafn en nöfn þeirra ná ekki inn á listann.

Dæmi um það er nafnið Aðalrós en aðeins ein kona ber það sem fyrsta nafn á meðan tvær hafa það sem annað nafn. Þá er bara einn sem heitir Eyberg að fyrsta nafni en 38 sem eru með það sem annað nafn. 

Ranglega var sagt fyrst þegar fréttin birtist að einstöku nöfnin væru aðeins 370 talsins en villa í samanburði gagna Hagstofunnar og mannanafnaskrár orsakaði það. Hið rétta er að samtals eru einstöku nöfnin 565 og hefur það nú verið leiðrétt.

Íslensku einstöku nöfnin eru eftirfarandi:

  • Abela (fyrsta nafn)
  • Addú (fyrsta nafn)
  • Addý (annað nafn)
  • Aðalbjört (fyrsta nafn)
  • Aðalborgar (fyrsta nafn)
  • Aðaldís (fyrsta nafn)
  • Aðalmundur (fyrsta nafn)
  • Aðalsteinunn (fyrsta nafn)
  • Aðalveig (annað nafn)
  • Aðólf (annað nafn)
  • Agnea (fyrsta nafn)
  • Alanta (fyrsta nafn)
  • Aldey (fyrsta nafn)
  • Alfífa (annað nafn)
  • Allý (fyrsta nafn)
  • Analía (fyrsta nafn)
  • Andríana (fyrsta nafn)
  • Angelía (annað nafn)
  • Angi (annað nafn)
  • Anína (fyrsta nafn)
  • Annar (annað nafn)
  • Annelí (fyrsta nafn)
  • Annes (fyrsta nafn)
  • Aríela (fyrsta nafn)
  • Aríus (annað nafn)
  • Arndór (fyrsta nafn)
  • Arnfinna (fyrsta nafn)
  • Arnfreyr (fyrsta nafn)
  • Arnika (fyrsta nafn)
  • Arnleifur (fyrsta nafn)
  • Arnóra (annað nafn)
  • Arnúlfur (fyrsta nafn)
  • Arnþóra (fyrsta nafn)
  • Asía (fyrsta nafn)
  • Atalía (fyrsta nafn)
  • Auðbert (fyrsta nafn)
  • Auðný (fyrsta nafn)
  • Auðrún (fyrsta nafn)
  • Axelma (annað nafn)
  • Álfar (fyrsta nafn)
  • Álfgerður (fyrsta nafn)
  • Álfrós (fyrsta nafn)
  • Árgeir (fyrsta nafn)
  • Ásar (fyrsta nafn)
  • Ásdór (fyrsta nafn)
  • Áskatla (fyrsta nafn)
  • Ásla (annað nafn)
  • Ásmar (fyrsta nafn)
  • Ásný (annað nafn)
  • Ásrós (fyrsta nafn)
  • Ástgerður (fyrsta nafn)
  • Ástheiður (fyrsta nafn)
  • Ástvar (annað nafn)
  • Ástveig (annað nafn)
  • Ástþóra (fyrsta nafn)
  • Baldwin (fyrsta nafn)
  • Bambi (fyrsta nafn)
  • Bassí (annað nafn)
  • Bebba (fyrsta nafn)
  • Begga (annað nafn)
  • Beitir (fyrsta nafn)
  • Benidikta (fyrsta nafn)
  • Beníta (fyrsta nafn)
  • Benta (fyrsta nafn)
  • Bentey (annað nafn)
  • Benvý (annað nafn)
  • Bergfríður (fyrsta nafn)
  • Bergheiður (fyrsta nafn)
  • Berghreinn (fyrsta nafn)
  • Bergjón (fyrsta nafn)
  • Bergsveina (fyrsta nafn)
  • Berni (annað nafn)
  • Bernódía (fyrsta nafn)
  • Betanía (annað nafn)
  • Bjarglind (annað nafn)
  • Bjarngerður (fyrsta nafn)
  • Bjarnólfur (fyrsta nafn)
  • Bjólfur (annað nafn)
  • Björgey (fyrsta nafn)
  • Björghildur (fyrsta nafn)
  • Björgmundur (fyrsta nafn)
  • Blíða (fyrsta nafn)
  • Blín (annað nafn)
  • Bobba (annað nafn)
  • Bogdís (fyrsta nafn)
  • Boghildur (annað nafn)
  • Borgrún (fyrsta nafn)
  • Borgúlfur (fyrsta nafn)
  • Braghildur (fyrsta nafn)
  • Bresi (annað nafn)
  • Brími (fyrsta nafn)
  • Brynmar (fyrsta nafn)
  • Brynný (annað nafn)
  • Burkney (annað nafn)
  • Cæsar (annað nafn)
  • Daggeir (fyrsta nafn)
  • Dagþór (fyrsta nafn)
  • Dalbert (fyrsta nafn)
  • Dalí (fyrsta nafn)
  • Dalli (annað nafn)
  • Daníval (fyrsta nafn)
  • Daríus (annað nafn)
  • Dendý (annað nafn)
  • Deníel (fyrsta nafn)
  • Diljar (annað nafn)
  • Dimma (annað nafn)
  • Díma (fyrsta nafn)
  • Dolli (annað nafn)
  • Dónald (fyrsta nafn)
  • Drauma (annað nafn)
  • Dufþakur (annað nafn)
  • Dúnna (annað nafn)
  • Dynþór (fyrsta nafn)
  • Dýrborg (fyrsta nafn)
  • Eberg (fyrsta nafn)
  • Ebonney (annað nafn)
  • Eðna (fyrsta nafn)
  • Eggrún (fyrsta nafn)
  • Eiðar (annað nafn)
  • Eiðný (fyrsta nafn)
  • Eiðunn (fyrsta nafn)
  • Eikar (fyrsta nafn)
  • Einbjörg (fyrsta nafn)
  • Eindís (fyrsta nafn)
  • Einrún (fyrsta nafn)
  • Eirdís (fyrsta nafn)
  • Eirfinna (fyrsta nafn)
  • Eivör (annað nafn)
  • Elddís (annað nafn)
  • Eldlilja (fyrsta nafn)
  • Eldmar (fyrsta nafn)
  • Eldþóra (fyrsta nafn)
  • Elentínus (fyrsta nafn)
  • Elímar (annað nafn)
  • Elíná (fyrsta nafn)
  • Elíndís (fyrsta nafn)
  • Elíngunnur (fyrsta nafn)
  • Elínheiður (fyrsta nafn)
  • Elínór (fyrsta nafn)
  • Emelína (annað nafn)
  • Emmý (annað nafn)
  • Engiljón (fyrsta nafn)
  • Engilrós (annað nafn)
  • Engla (annað nafn)
  • Eníta (fyrsta nafn)
  • Enóla (fyrsta nafn)
  • Eres (fyrsta nafn)
  • Erlar (annað nafn)
  • Ernestó (fyrsta nafn)
  • Estefan (fyrsta nafn)
  • Eufemía (annað nafn)
  • Evían (annað nafn)
  • Eylín (annað nafn)
  • Eyþrúður (fyrsta nafn)
  • Fanngeir (fyrsta nafn)
  • Fannlaug (fyrsta nafn)
  • Febrún (fyrsta nafn)
  • Fertram (annað nafn)
  • Filipía (annað nafn)
  • Finnlaugur (fyrsta nafn)
  • Finnrós (fyrsta nafn)
  • Fíus (fyrsta nafn)
  • Fjalldís (annað nafn)
  • Fjarki (annað nafn)
  • Fjölvar (fyrsta nafn)
  • Folda (fyrsta nafn)
  • Frár (annað nafn)
  • Fregn (annað nafn)
  • Freymóður (fyrsta nafn)
  • Friðjóna (fyrsta nafn)
  • Friðleif (fyrsta nafn)
  • Friðmundur (fyrsta nafn)
  • Frostrós (annað nafn)
  • Gael (annað nafn)
  • Gefjun (fyrsta nafn)
  • Geirfinna (annað nafn)
  • Geirhjörtur (annað nafn)
  • Geirtryggur (annað nafn)
  • Geisli (fyrsta nafn)
  • Gellir (annað nafn)
  • Georgía (annað nafn)
  • Geri (fyrsta nafn)
  • Gilmar (fyrsta nafn)
  • Gídeon (fyrsta nafn)
  • Gísela (annað nafn)
  • Gíta (fyrsta nafn)
  • Glóbjört (fyrsta nafn)
  • Gneisti (annað nafn)
  • Gnúpur (fyrsta nafn)
  • Gógó (annað nafn)
  • Grein (annað nafn)
  • Greppur (fyrsta nafn)
  • Gret (annað nafn)
  • Grímlaugur (fyrsta nafn)
  • Guðfreður (fyrsta nafn)
  • Guðmey (annað nafn)
  • Guðmon (annað nafn)
  • Guðsteina (fyrsta nafn)
  • Gullbrá (annað nafn)
  • Gunnbjört (fyrsta nafn)
  • Gunndór (fyrsta nafn)
  • Gunnharða (annað nafn)
  • Gunnleif (fyrsta nafn)
  • Gunnlöð (fyrsta nafn)
  • Gunnóli (annað nafn)
  • Gúa (fyrsta nafn)
  • Gytta (annað nafn)
  • Gæfa (annað nafn)
  • Haddi (annað nafn)
  • Hafborg (annað nafn)
  • Hafnar (annað nafn)
  • Hafný (annað nafn)
  • Hafþóra (fyrsta nafn)
  • Hallborg (fyrsta nafn)
  • Hallgunnur (fyrsta nafn)
  • Hallrún (fyrsta nafn)
  • Hallþór (fyrsta nafn)
  • Hansa (annað nafn)
  • Heida (fyrsta nafn)
  • Heiðbert (fyrsta nafn)
  • Heiðbjörg (fyrsta nafn)
  • Heiðlaug (annað nafn)
  • Heiðlindur (fyrsta nafn)
  • Heiðlóa (fyrsta nafn)
  • Heiðmundur (fyrsta nafn)
  • Heisi (annað nafn)
  • Herbjörg (fyrsta nafn)
  • Hergerður (annað nafn)
  • Herleifur (fyrsta nafn)
  • Hildingur (annað nafn)
  • Hildiþór (fyrsta nafn)
  • Himinbjörg (annað nafn)
  • Himinljómi (annað nafn)
  • Himri (fyrsta nafn)
  • Hjörleif (fyrsta nafn)
  • Hjörtþór (fyrsta nafn)
  • Hljómur (annað nafn)
  • Holgeir (fyrsta nafn)
  • Holti (annað nafn)
  • Hóseas (fyrsta nafn)
  • Hrafnfífa (fyrsta nafn)
  • Hrafngerður (fyrsta nafn)
  • Hrafnlaug (fyrsta nafn)
  • Hrollaugur (fyrsta nafn)
  • Hrómundur (annað nafn)
  • Hugberg (annað nafn)
  • Hugbjörg (fyrsta nafn)
  • Hugleikur (annað nafn)
  • Hugó (fyrsta nafn)
  • Hvannar (annað nafn)
  • Hylur (fyrsta nafn)
  • Ilías (fyrsta nafn)
  • Immý (fyrsta nafn)
  • Indíra (fyrsta nafn)
  • Ingey (fyrsta nafn)
  • Ingheiður (fyrsta nafn)
  • Inghildur (annað nafn)
  • Ingibert (fyrsta nafn)
  • Ingibjört (fyrsta nafn)
  • Ingifríður (fyrsta nafn)
  • Ingilín (fyrsta nafn)
  • Ingirós (fyrsta nafn)
  • Ingisól (annað nafn)
  • Ingiveig (fyrsta nafn)
  • Ingmar (annað nafn)
  • Irmelín (fyrsta nafn)
  • Issi (annað nafn)
  • Ígor (annað nafn)
  • Ísdís (annað nafn)
  • Íseldur (fyrsta nafn)
  • Ísgeir (fyrsta nafn)
  • Ísidóra (annað nafn)
  • Íslilja (fyrsta nafn)
  • Ísmar (fyrsta nafn)
  • Jagger (annað nafn)
  • Jakop (fyrsta nafn)
  • Jannika (fyrsta nafn)
  • Jarfi (annað nafn)
  • Jarún (fyrsta nafn)
  • Járngrímur (fyrsta nafn)
  • Jóa (annað nafn)
  • Jóann (fyrsta nafn)
  • Jói (annað nafn)
  • Jómar (fyrsta nafn)
  • Jónar (annað nafn)
  • Jónbjört (fyrsta nafn)
  • Jóngerð (annað nafn)
  • Jónída (annað nafn)
  • Jóra (fyrsta nafn)
  • Júdea (annað nafn)
  • Júlíetta (fyrsta nafn)
  • Júlína (annað nafn)
  • Jörmundur (fyrsta nafn)
  • Jörri (annað nafn)
  • Kakali (annað nafn)
  • Kaktus (annað nafn)
  • Kali (annað nafn)
  • Karkur (fyrsta nafn)
  • Karólín (fyrsta nafn)
  • Kassandra (fyrsta nafn)
  • Kastíel (fyrsta nafn)
  • Katerína (fyrsta nafn)
  • Kathinka (annað nafn)
  • Ketilríður (fyrsta nafn)
  • Kjalvör (fyrsta nafn)
  • Kjói (annað nafn)
  • Kládía (fyrsta nafn)
  • Koggi (annað nafn)
  • Kolgríma (fyrsta nafn)
  • Konstantínus (annað nafn)
  • Kristíanna (fyrsta nafn)
  • Kristlind (fyrsta nafn)
  • Kristþóra (fyrsta nafn)
  • Krumma (fyrsta nafn)
  • Laíla (fyrsta nafn)
  • Lambert (annað nafn)
  • Laufhildur (fyrsta nafn)
  • Laugi (annað nafn)
  • Lárensína (annað nafn)
  • Lárent (annað nafn)
  • Leonóra (fyrsta nafn)
  • Leónóra (fyrsta nafn)
  • Lér (annað nafn)
  • Liljurós (annað nafn)
  • Lingný (fyrsta nafn)
  • Listalín (annað nafn)
  • Lífdís (annað nafn)
  • Línhildur (fyrsta nafn)
  • Lísandra (fyrsta nafn)
  • Ljósálfur (annað nafn)
  • Ljótunn (fyrsta nafn)
  • Ljótur (fyrsta nafn)
  • Lokbrá (annað nafn)
  • Lúðvíka (annað nafn)
  • Lúter (annað nafn)
  • Maggey (annað nafn)
  • Magnheiður (annað nafn)
  • Malika (fyrsta nafn)
  • Manúella (fyrsta nafn)
  • Marfríður (fyrsta nafn)
  • Margunnur (fyrsta nafn)
  • Marheiður (annað nafn)
  • Marijón (annað nafn)
  • Marían (fyrsta nafn)
  • Maríon (fyrsta nafn)
  • Marsa (fyrsta nafn)
  • Marzibil (fyrsta nafn)
  • Marzilíus (annað nafn)
  • Matthía (fyrsta nafn)
  • Mára (annað nafn)
  • Melkíor (fyrsta nafn)
  • Melrakki (annað nafn)
  • Merkúr (annað nafn)
  • Mikaelína (annað nafn)
  • Mildríður (fyrsta nafn)
  • Mías (fyrsta nafn)
  • Míla (fyrsta nafn)
  • Mímósa (annað nafn)
  • Mír (fyrsta nafn)
  • Míríel (fyrsta nafn)
  • Mjalldís (fyrsta nafn)
  • Mjöllnir (annað nafn)
  • Moli (annað nafn)
  • Móa (annað nafn)
  • Mundheiður (fyrsta nafn)
  • Mundhildur (fyrsta nafn)
  • Mýra (fyrsta nafn)
  • Nanný (fyrsta nafn)
  • Náð (annað nafn)
  • Náttmörður (annað nafn)
  • Náttúlfur (fyrsta nafn)
  • Nenna (annað nafn)
  • Nenni (fyrsta nafn)
  • Neptúnus (fyrsta nafn)
  • Nikanor (fyrsta nafn)
  • Nikoletta (fyrsta nafn)
  • Normann (annað nafn)
  • Nóam (annað nafn)
  • Nývarð (fyrsta nafn)
  • Obba (annað nafn)
  • Oddfreyja (fyrsta nafn)
  • Oddfreyr (fyrsta nafn)
  • Oddgerður (fyrsta nafn)
  • Oddhildur (fyrsta nafn)
  • Oddvör (fyrsta nafn)
  • Oddþór (fyrsta nafn)
  • Októvíus (annað nafn)
  • Ollý (annað nafn)
  • Ora (annað nafn)
  • Otkatla (annað nafn)
  • Óda (annað nafn)
  • Óðný (annað nafn)
  • Ómi (annað nafn)
  • Ósa (fyrsta nafn)
  • Parmes (annað nafn)
  • Pálhanna (fyrsta nafn)
  • Pálheiður (fyrsta nafn)
  • Pálhildur (fyrsta nafn)
  • Pálmfríður (fyrsta nafn)
  • Pedró (annað nafn)
  • Petrós (fyrsta nafn)
  • Pía (fyrsta nafn)
  • Pollý (fyrsta nafn)
  • Príor (annað nafn)
  • Randalín (annað nafn)
  • Rannva (fyrsta nafn)
  • Rea (annað nafn)
  • Refur (fyrsta nafn)
  • Reinar (fyrsta nafn)
  • Reynheiður (fyrsta nafn)
  • Ripley (fyrsta nafn)
  • Ríó (annað nafn)
  • Rorí (annað nafn)
  • Róbjörg (annað nafn)
  • Róska (fyrsta nafn)
  • Róslind (fyrsta nafn)
  • Rúbar (fyrsta nafn)
  • Rúbý (fyrsta nafn)
  • Rögnvald (fyrsta nafn)
  • Sandur (annað nafn)
  • Santía (fyrsta nafn)
  • Sefanía (fyrsta nafn)
  • Seimur (fyrsta nafn)
  • Selena (fyrsta nafn)
  • Selka (fyrsta nafn)
  • Senía (fyrsta nafn)
  • Septíma (fyrsta nafn)
  • Sessilía (fyrsta nafn)
  • Sigbert (fyrsta nafn)
  • Sigbjartur (fyrsta nafn)
  • Sigdóra (fyrsta nafn)
  • Sigfreður (annað nafn)
  • Sigmann (fyrsta nafn)
  • Sigmunda (fyrsta nafn)
  • Signhildur (fyrsta nafn)
  • Sigri (fyrsta nafn)
  • Sigtýr (fyrsta nafn)
  • Sigurhildur (fyrsta nafn)
  • Sigurlogi (fyrsta nafn)
  • Sigurnanna (annað nafn)
  • Sigurnýas (annað nafn)
  • Sigurnýjas (annað nafn)
  • Siguroddur (fyrsta nafn)
  • Silfrún (fyrsta nafn)
  • Silli (fyrsta nafn)
  • Sirra (fyrsta nafn)
  • Sía (annað nafn)
  • Sírnir (annað nafn)
  • Skuld (annað nafn)
  • Skúta (annað nafn)
  • Skær (fyrsta nafn)
  • Snjáka (annað nafn)
  • Snjófríður (fyrsta nafn)
  • Snjóki (annað nafn)
  • Snæbjartur (annað nafn)
  • Snæringur (fyrsta nafn)
  • Soffanías (annað nafn)
  • Sólín (annað nafn)
  • Sólvin (annað nafn)
  • Sólvör (annað nafn)
  • Sónata (fyrsta nafn)
  • Spartakus (annað nafn)
  • Sporði (annað nafn)
  • Stapi (annað nafn)
  • Steinbergur (fyrsta nafn)
  • Steinbjörg (fyrsta nafn)
  • Steinborg (fyrsta nafn)
  • Steinkell (fyrsta nafn)
  • Steinmann (annað nafn)
  • Steinmóður (fyrsta nafn)
  • Steinrós (fyrsta nafn)
  • Stígheiður (fyrsta nafn)
  • Sturri (annað nafn)
  • Styrbjörn (fyrsta nafn)
  • Sunniva (fyrsta nafn)
  • Svali (fyrsta nafn)
  • Svangeir (fyrsta nafn)
  • Svanmundur (annað nafn)
  • Svanþrúður (annað nafn)
  • Sveinbjartur (fyrsta nafn)
  • Sveinrós (fyrsta nafn)
  • Sveinveig (fyrsta nafn)
  • Sylva (annað nafn)
  • Sæbjört (fyrsta nafn)
  • Sæborg (fyrsta nafn)
  • Sæi (annað nafn)
  • Sælaug (fyrsta nafn)
  • Sælaugur (fyrsta nafn)
  • Sölvar (fyrsta nafn)
  • Tarfur (annað nafn)
  • Teresía (annað nafn)
  • Tirsa (fyrsta nafn)
  • Tía (annað nafn)
  • Tími (annað nafn)
  • Tímoteus (annað nafn)
  • Tímóteus (annað nafn)
  • Tístran (fyrsta nafn)
  • Tonni (annað nafn)
  • Tóbý (fyrsta nafn)
  • Tói (annað nafn)
  • Tóka (annað nafn)
  • Tóki (annað nafn)
  • Tór (annað nafn)
  • Tóta (fyrsta nafn)
  • Tristana (fyrsta nafn)
  • Trú (annað nafn)
  • Tumas (annað nafn)
  • Týra (annað nafn)
  • Undína (fyrsta nafn)
  • Úlfa (fyrsta nafn)
  • Úlfey (fyrsta nafn)
  • Úlfljótur (fyrsta nafn)
  • Úlftýr (fyrsta nafn)
  • Úranus (fyrsta nafn)
  • Vagnbjörg (fyrsta nafn)
  • Vagnfríður (fyrsta nafn)
  • Vakur (fyrsta nafn)
  • Valbergur (annað nafn)
  • Valbjörk (fyrsta nafn)
  • Valka (fyrsta nafn)
  • Valþrúður (annað nafn)
  • Varða (annað nafn)
  • Vápni (annað nafn)
  • Vestar (annað nafn)
  • Vetrarrós (annað nafn)
  • Vébjörg (annað nafn)
  • Végeir (fyrsta nafn)
  • Vibeka (annað nafn)
  • Vigný (fyrsta nafn)
  • Vilbjörn (annað nafn)
  • Vilbrandur (fyrsta nafn)
  • Vinbjörg (fyrsta nafn)
  • Vindar (annað nafn)
  • Vinný (fyrsta nafn)
  • Vinsý (annað nafn)
  • Vígmundur (fyrsta nafn)
  • Víóla (fyrsta nafn)
  • Voney (annað nafn)
  • Vöttur (fyrsta nafn)
  • Ylfur (fyrsta nafn)
  • Yrkill (annað nafn)
  • Ýja (annað nafn)
  • Zakaría (fyrsta nafn)
  • Zóphanías (annað nafn)
  • Þangbrandur (fyrsta nafn)
  • Þeba (fyrsta nafn)
  • Þeódís (fyrsta nafn)
  • Þeódóra (fyrsta nafn)
  • Þinur (annað nafn)
  • Þjálfi (annað nafn)
  • Þjóðann (fyrsta nafn)
  • Þjóðólfur (fyrsta nafn)
  • Þjóðrekur (fyrsta nafn)
  • Þollý (fyrsta nafn)
  • Þorlaugur (fyrsta nafn)
  • Þorstína (fyrsta nafn)
  • Þórgunna (fyrsta nafn)
  • Þóri (fyrsta nafn)
  • Þórlaugur (fyrsta nafn)
  • Þórvör (fyrsta nafn)
  • Þórörn (annað nafn)
  • Þróttur (annað nafn)
  • Ævör (fyrsta nafn)
  • Örbrún (fyrsta nafn)
  • Öxar (fyrsta nafn)

Tengdar fréttir

Aron og Margrét vinsælust

Hagstofan birtir upplýsingar um vinsælustu nöfnin og algengustu afmælisdagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.