Arnar: Get fullvissað fólk um að ég vil ekki ósanngjarnt forskot á keppinauta mína Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2015 19:20 Arnar Pétursson vann Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta með umdeildum hætti, en hann stytti leið sína að endamarkinu eins og fjallað hefur verið um. Hann var í harðri baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni á lokasprettinum og stakk sér fram úr honum með því að stökkva framhjá staur og yfir steypukant eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Í þessum lokaspretti erum við að koma að lokabeygjunni á hámarkshraða og eina sem ég er að hugsa um er að reyna að komast fram úr og það er kröpp beygja í lokin. Það er eina sem ég veit,“ sagði Arnar í viðtali við Elísabet Margeirsdóttur í Íslandi í dag í kvöld. „Þegar ég er kominn upp að hlið hans sé ég staur eða eins og ég sé í myndbandinu, fánaborg. Þá sé ég horn og auða braut. Á því augnabliki tek ég stefnubreytingu með löppinni því ég held að þetta sé beygjan. Þarna var ekkert sem hindraði mig.“ „Þegar ég tek þessa stefnubreytingu með löppinni mætir mér staur eftir næstu tvö skref. Þarna er ég á 20 kílómetra hraða þannig það var um tvennt um að velja: Annaðhvort myndi ég bomba á staurinn á 20 kílómetra hraða eða fara vinstra megin við hann sem ég gerði,“ sagði Arnar.ÍR-ingar gáfu út yfirlýsingu þar sem kom fram að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautarinnar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. Vissi Arnar að hann hefði gert eitthvað rangt? „Maður fékk skrítna tilfinningu því ég þurfti að stökkva yfir gangstéttarbrún en síðan klárar maður bara hlaupið og meira hugsar maður ekki. Þú gerðir bara það sem þú gast gert,“ sagði Arnar. „Ég hleyp hlaupið eftir minni bestu vitund og mér finnst ég ekki eiga að gjalda fyrir það að brautarvarslan var ekki rétt og ekki eins og best væri á kosið.“ „Svo stendur í yfirlýsingunni frá ÍR að ábyrgðin er hjá þeim en ekki hjá mér. Það er í rauninni ekkert sem ég get gert. Ég hljóp bara mitt hlaup eins vel og ég gat,“ sagði Arnar sem vonast til að þetta komi ekki fyrir aftur. „Úrslitin voru þessi og fyrst og fremst vona ég að það skapist einhver umræða sem leiðir að því að að fólk læri af þessu. Þá sérstaklega mótshaldarar þannig þetta komi ekki fyrir aftur.“ Þetta er í annað skipti á innan við ári sem Arnar er sakaður um svindl. Hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar, en var þá sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. „Það er líka annað mál sem fékk svolitla umfjöllun og eflaust hafði það áhrif á einhverja. Ég get alveg fullvissað fólk um að það er ekki í mér neitt sem vill fá ósanngjarnt forskot á keppinaut minn. Það er eins langt frá því og hægt er,“ sagði Arnar Pétursson.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015 Íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Arnar Pétursson vann Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta með umdeildum hætti, en hann stytti leið sína að endamarkinu eins og fjallað hefur verið um. Hann var í harðri baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni á lokasprettinum og stakk sér fram úr honum með því að stökkva framhjá staur og yfir steypukant eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Í þessum lokaspretti erum við að koma að lokabeygjunni á hámarkshraða og eina sem ég er að hugsa um er að reyna að komast fram úr og það er kröpp beygja í lokin. Það er eina sem ég veit,“ sagði Arnar í viðtali við Elísabet Margeirsdóttur í Íslandi í dag í kvöld. „Þegar ég er kominn upp að hlið hans sé ég staur eða eins og ég sé í myndbandinu, fánaborg. Þá sé ég horn og auða braut. Á því augnabliki tek ég stefnubreytingu með löppinni því ég held að þetta sé beygjan. Þarna var ekkert sem hindraði mig.“ „Þegar ég tek þessa stefnubreytingu með löppinni mætir mér staur eftir næstu tvö skref. Þarna er ég á 20 kílómetra hraða þannig það var um tvennt um að velja: Annaðhvort myndi ég bomba á staurinn á 20 kílómetra hraða eða fara vinstra megin við hann sem ég gerði,“ sagði Arnar.ÍR-ingar gáfu út yfirlýsingu þar sem kom fram að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautarinnar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. Vissi Arnar að hann hefði gert eitthvað rangt? „Maður fékk skrítna tilfinningu því ég þurfti að stökkva yfir gangstéttarbrún en síðan klárar maður bara hlaupið og meira hugsar maður ekki. Þú gerðir bara það sem þú gast gert,“ sagði Arnar. „Ég hleyp hlaupið eftir minni bestu vitund og mér finnst ég ekki eiga að gjalda fyrir það að brautarvarslan var ekki rétt og ekki eins og best væri á kosið.“ „Svo stendur í yfirlýsingunni frá ÍR að ábyrgðin er hjá þeim en ekki hjá mér. Það er í rauninni ekkert sem ég get gert. Ég hljóp bara mitt hlaup eins vel og ég gat,“ sagði Arnar sem vonast til að þetta komi ekki fyrir aftur. „Úrslitin voru þessi og fyrst og fremst vona ég að það skapist einhver umræða sem leiðir að því að að fólk læri af þessu. Þá sérstaklega mótshaldarar þannig þetta komi ekki fyrir aftur.“ Þetta er í annað skipti á innan við ári sem Arnar er sakaður um svindl. Hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar, en var þá sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. „Það er líka annað mál sem fékk svolitla umfjöllun og eflaust hafði það áhrif á einhverja. Ég get alveg fullvissað fólk um að það er ekki í mér neitt sem vill fá ósanngjarnt forskot á keppinaut minn. Það er eins langt frá því og hægt er,“ sagði Arnar Pétursson.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015
Íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira