Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2015 20:00 Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. Feður hans, íslenskt par til margra ára og hjón, hafði lengi langað í barn og bæði verið fóstur- og stuðningsforeldrar. Þeir kynntust í gegnum netið frjálslyndri konu, fjögurra barna fráskilinni móður sem á samkynhneigðan föður og vildi gefa af sér. Þau hittust hér á landi haustið 2013. „Þetta var eins og að hitta gamlan vin,“ segir annar faðirinn og hinn tekur undir það. „Þetta gekk allt svo vel, við pössuðum bara svo vel saman.“ Konan var á Íslandi í 10 daga, þau kynntust og um jólin héldu þeir til hennar og nutu hátíðarinnar saman. Þá reyndu þau að verða ófrísk.Gerðu heimasæðingu „Við keyptum svona hlut sem lítur út eins og breiður smokkur,“ lýsir annar faðirinn en þau höfðu leitað sér upplýsinga á netinu um hvernig væri best að gera heimasæðingu. Þau ákváðu að gera sæðinguna heima frekar en að fara í tæknisæðingu. „Það kostar mjög mikið en er líka ekki löglegt, hvorki þar né á Íslandi. Við gerðum þetta því heima og þetta er þá ekki staðgöngumóðir heldur vinir...“ „Þríeyki, eða einhvers konar framhjáhald, ég veit ekki hvernig það væri flokkað.“Drengurinn fæddist í eldhúsinu heima hjá sér.Mynd/Úr einkasafniBorguðu konunni ekki krónu Konan varð ófrísk en fósturlát varð eftir fimm vikur. Ákveðið var að reyna aftur og aftur tókst ætlunarverkið. Níu mánuðum seinna fæddi hún barnið í eldhúsinu heima hjá þeim hér í Reykjavík en alls voru fimmtán manns viðstaddir fæðinguna. Feðurnir eiga erfitt með að lýsa þeirri stund þegar sonur þeirra kom í heiminn. „Ég veit ekki hvort það er hægt, þetta var svo stórfenglegt og allt öðruvísi en allt sem maður hefur upplifað áður. Það er líka svo erfitt að vera hjá manneskju sem upplifir svona mikinn sársauka fyrir aðrar persónur.“ Þeir borguðu konunni ekki neitt fyrir að ganga með og fæða barnið. Þeir segja að hún hafi ekki tekið það í mál. Konan dvaldi hér í mánuð eftir fæðingu drengsins en myndast hefur góður vinskapur. Þeir feðgar hyggjast heimsækja mömmuna, sem er fráskilin, og stelpurnar hennar og þær sömuleiðis koma aftur til Íslands. Þau ætla að rækta sambandið vel til frambúðar svo litli drengurinn kemur til með að þekkja blóðmóður sína.Í dag er staðan þannig að annar faðirinn er einn með forsjá yfir drengnum.Mynd/úr einkasafni„Ekki skoðun heldur meira eins og yfirheyrsla“ Eftir að Ísland í dag hitti feðgana nokkrum dögum eftir fæðingu drengsins tók við aðeins flóknara ferli en þeir áttu von á. Móðirin og annar faðirinn gerðu með sér samning um forsjá þar sem föðurnum var falin forsjáin en lögfræðingur hjá sýslumanni hér ákvað að fara skyldi fram skoðun á högum barnsins. „Það var langt ferli sem var frekar stressandi því drengurinn var til að mynda ekki sjúkratryggður hér á meðan. En það er sem sagt barnasálfræðingur hjá sýslumanni sem gerir svona úttektir og hann kom hingað. Þetta var svona frekar undarleg skoðun. Þetta var eiginlega ekki skoðun heldur meira eins og yfirheyrsla. Mér fannst eins og það væri verið að plata mann til að segja að þetta hafi verið staðgöngumæðrun, til að segja að þetta hafi verið eitthvað ólöglegt.“ Sálfræðingurinn skilaði skýrslu í kjölfarið og segir í lokin á því að hann gruni að þarna hafi verið framinn glæpur. Hann muni senda þær upplýsingar til viðeigandi yfirvalda. Feðurnir vita þó ekki hvert málið fer eða hver næstu skref verða þar sem það er ekki tekið fram í skýrslunni.Faðernið véfengt Í dag er staðan þannig að annar faðirinn er einn með forsjá yfir drengnum. Drengurinn er með lögheimili á Íslandi og er sjúkratryggður hér. Næsta skref er stjúpættleiðingarferli fyrir hinn föðurinn. „Það er enginn vafi á því að hann er líffræðilegur sonur minn en það var samt véfengt. Við vorum samt sniðug í því hvernig við fórum að þessu. Við gerðum þetta allt löglega þannig að lagalega séð var ekkert hægt að véfengja faðernið. Við fengum líka vottorð um að móðirin væri einstæð og allt sem þurfti að gera samkvæmt íslenskum lögum.“Viðtal við feðgana í heild úr Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. Feður hans, íslenskt par til margra ára og hjón, hafði lengi langað í barn og bæði verið fóstur- og stuðningsforeldrar. Þeir kynntust í gegnum netið frjálslyndri konu, fjögurra barna fráskilinni móður sem á samkynhneigðan föður og vildi gefa af sér. Þau hittust hér á landi haustið 2013. „Þetta var eins og að hitta gamlan vin,“ segir annar faðirinn og hinn tekur undir það. „Þetta gekk allt svo vel, við pössuðum bara svo vel saman.“ Konan var á Íslandi í 10 daga, þau kynntust og um jólin héldu þeir til hennar og nutu hátíðarinnar saman. Þá reyndu þau að verða ófrísk.Gerðu heimasæðingu „Við keyptum svona hlut sem lítur út eins og breiður smokkur,“ lýsir annar faðirinn en þau höfðu leitað sér upplýsinga á netinu um hvernig væri best að gera heimasæðingu. Þau ákváðu að gera sæðinguna heima frekar en að fara í tæknisæðingu. „Það kostar mjög mikið en er líka ekki löglegt, hvorki þar né á Íslandi. Við gerðum þetta því heima og þetta er þá ekki staðgöngumóðir heldur vinir...“ „Þríeyki, eða einhvers konar framhjáhald, ég veit ekki hvernig það væri flokkað.“Drengurinn fæddist í eldhúsinu heima hjá sér.Mynd/Úr einkasafniBorguðu konunni ekki krónu Konan varð ófrísk en fósturlát varð eftir fimm vikur. Ákveðið var að reyna aftur og aftur tókst ætlunarverkið. Níu mánuðum seinna fæddi hún barnið í eldhúsinu heima hjá þeim hér í Reykjavík en alls voru fimmtán manns viðstaddir fæðinguna. Feðurnir eiga erfitt með að lýsa þeirri stund þegar sonur þeirra kom í heiminn. „Ég veit ekki hvort það er hægt, þetta var svo stórfenglegt og allt öðruvísi en allt sem maður hefur upplifað áður. Það er líka svo erfitt að vera hjá manneskju sem upplifir svona mikinn sársauka fyrir aðrar persónur.“ Þeir borguðu konunni ekki neitt fyrir að ganga með og fæða barnið. Þeir segja að hún hafi ekki tekið það í mál. Konan dvaldi hér í mánuð eftir fæðingu drengsins en myndast hefur góður vinskapur. Þeir feðgar hyggjast heimsækja mömmuna, sem er fráskilin, og stelpurnar hennar og þær sömuleiðis koma aftur til Íslands. Þau ætla að rækta sambandið vel til frambúðar svo litli drengurinn kemur til með að þekkja blóðmóður sína.Í dag er staðan þannig að annar faðirinn er einn með forsjá yfir drengnum.Mynd/úr einkasafni„Ekki skoðun heldur meira eins og yfirheyrsla“ Eftir að Ísland í dag hitti feðgana nokkrum dögum eftir fæðingu drengsins tók við aðeins flóknara ferli en þeir áttu von á. Móðirin og annar faðirinn gerðu með sér samning um forsjá þar sem föðurnum var falin forsjáin en lögfræðingur hjá sýslumanni hér ákvað að fara skyldi fram skoðun á högum barnsins. „Það var langt ferli sem var frekar stressandi því drengurinn var til að mynda ekki sjúkratryggður hér á meðan. En það er sem sagt barnasálfræðingur hjá sýslumanni sem gerir svona úttektir og hann kom hingað. Þetta var svona frekar undarleg skoðun. Þetta var eiginlega ekki skoðun heldur meira eins og yfirheyrsla. Mér fannst eins og það væri verið að plata mann til að segja að þetta hafi verið staðgöngumæðrun, til að segja að þetta hafi verið eitthvað ólöglegt.“ Sálfræðingurinn skilaði skýrslu í kjölfarið og segir í lokin á því að hann gruni að þarna hafi verið framinn glæpur. Hann muni senda þær upplýsingar til viðeigandi yfirvalda. Feðurnir vita þó ekki hvert málið fer eða hver næstu skref verða þar sem það er ekki tekið fram í skýrslunni.Faðernið véfengt Í dag er staðan þannig að annar faðirinn er einn með forsjá yfir drengnum. Drengurinn er með lögheimili á Íslandi og er sjúkratryggður hér. Næsta skref er stjúpættleiðingarferli fyrir hinn föðurinn. „Það er enginn vafi á því að hann er líffræðilegur sonur minn en það var samt véfengt. Við vorum samt sniðug í því hvernig við fórum að þessu. Við gerðum þetta allt löglega þannig að lagalega séð var ekkert hægt að véfengja faðernið. Við fengum líka vottorð um að móðirin væri einstæð og allt sem þurfti að gera samkvæmt íslenskum lögum.“Viðtal við feðgana í heild úr Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira