Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 21-34 | Grótta tryggði sér oddaleik með látum Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmananeyjum skrifar 30. apríl 2015 19:30 Anna Úrsúla og stelpurnar í Gróttu framlengdu seríuna. vísir/valli Gróttukonur tryggðu sér oddaleik með stórsigri á ÍBV í Vestmannaeyjum, í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en Karólína Bæhrenz Lárudóttir var mjög öflug í liði Gróttu. Hún skoraði níu mörk og þar af sex úr hröðum upphlaupum. Nokkrir leikmenn Gróttu voru að glíma við meiðsli fyrir leik, sú sem var að glíma við mestu meiðslin var Anett Köbli. Hún haltraði alla upphitunina og gat ekki leikið með í dag. Aðrar stelpur sem voru að glíma við meiðsli náðu að spila stóran hluta leiksins. Hjá ÍBV er Telma Amado enn að ná sér að meiðslum og tvær aðrar stelpur hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli. Allar voru þær þó í leikmannahópnum og gátu spilað mikið í dag. Strax tuttugu mínútum fyrir leik myndaðist gríðarleg stemning þar sem fjöldinn allur af fólki var í húsinu. Einnig verður að hrósa stuðningsmönnum Gróttu en um þrjátíu manns studdu liðið í leiknum. Grótta tók forystuna strax á fyrstu mínútum leiksins en það var strax ljóst að liðið ætlaði sér ekkert annað en sigur í kvöld. Liðið leiddi með tveimur mörkum í stöðunni 4-6 en missti þá tvo leikmenn af velli. Þetta nýttu heimakonur sér, þær unnu kaflann 3-0 og tóku því forystuna. Einungis nokkrum mínútum síðar hafði Grótta tekið forystuna á ný en þeirri forystu átti liðið eftir að halda út leikinn. Vörn gestanna var frábær en oftar en ekki töpuðu Eyjastúlkur boltanum eftir erfiðar sendingar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir átti stórkostlegan leik í vörn Gróttu en hún stjórnaði vörninni. Anna varði sjálf sirka tíu bolta í vörninni en hún smitaði vel út frá sér. Anna skoraði einnig fjögur mörk í leiknum. Munurinn varð mestur sex mörk undir lok hálfleiksins en Drífa Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í fimm mörk. Staðan í hálfleik var 13-18 en það sauð á Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara ÍBV, undir lok hálfleiksins. Gróttustelpur komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og lögðu þar grunninn að stórsigri. Íris Björk Símonardóttir átti flottan leik í marki Gróttu og varði ellefu skot af þeim 27 sem hún fékk á sig. Seinni hálfleikurinn varð aldrei spennandi en þjálfarar liðanna fengu tækifæri til þess að hvíla lykilkonur liða sinna. Gestirnir gjörsamlega völtuðu yfir ÍBV á lokamínútunum og unnu að lokum þrettán marka sigur, 21-34. Þær fara því með frábært veganesti inn í oddaleikinn sem verður á laugardaginn. Eyjakonur hafa þó unnið tvo af þremur síðustu leikjum sínum í Hertz-höllinni og þurfa á sigri að halda í næsta leik. Markahæstar í liði ÍBV voru þær Drífa Þorvaldsdóttir og Ester Óskarsdóttir með fimm mörk hvor. Karólína Bæhrenz Lárudóttir átti frábæran leik þar sem hún skoraði níu mörk, vinkona hennar, Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk.Kári Garðarson: Vonandi verður þjóðhátíð á Nesinu á laugardaginn „Ég get ekki verið annað en ánægður með stelpurnar. Við vorum komnar með þetta gamla góða bak upp við vegg, eins og menn tala oft um,“ sagði Kári Garðarson, þjálfari deildar- og bikarmeistara Gróttu, rétt eftir sigurleik gegn ÍBV úti í Eyjum. Gróttustelpur fóru illa að ráði sínu í síðasta leik þar sem ÍBV sótti sigur í Hertz-höllina. Gróttuliðið spilaði illa í þeim leik en kvittaði svo sannarlega fyrir það í dag. „Sú staða var komin upp að við vorum á leiðinni í sumarfrí, mér fannst stelpurnar svara því mjög vel. Það var mikil einbeiting og mikil stemning í hópnum. Við byrjuðum leikinn mjög vel en það skipti miklu máli, við fengum mikið sjálfstraust.“ „Sóknarleikurinn okkar var afbragð á löngum köflum, við vorum að skapa okkur góð færi. Við vorum fimm mörkum yfir í hálfleik en hefðu hæglega getað verið sjö eða átta mörkum yfir, miðað við færin sem við fengum. Svo er varnarleikur, hraðaupphlaup og markvarslan gamla góða tuggan,“ sagði Kári aðspurður að því hvað skóp sigurinn. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var komin aftur inn í lið Gróttu en hún hefur verið að glíma við meiðsli. Hún skoraði sjö mörk í dag og spilaði frábærlega varnarlega. „Hún skiptir okkur miklu máli, varnarlega jafnt og sóknarlega. Við sáum það strax í fyrri hálfleik, hún fór strax að vera „aggresív“ á markið og skoraði utan af velli. Þetta er mikill léttir fyrir okkar lið og mikill léttir á leikmönnunum fyrir utan.“ „Við verðum svo að sjá hvað verður á laugardaginn, hvort að kálfinn haldi í kvöld og á morgun,“ sagði Kári en hann vonast auðvitað til þess að Laufey verði búin að ná sér fyrir oddaleikinn á laugardaginn. „Það fóru allir mínir kraftar í þennan leik í dag. Ég býst við svipuðu uppleggi og vonandi verður bara þjóðhátíð á Nesinu á laugardaginn og kjaftfull hús.“Jón Gunnlaugur Viggósson: Við þurfum að rífa okkur í gang „Ég er langt frá því að vera ánægður. Við vorum að spila langt undir getu og það gekk allt upp hjá Gróttustelpum,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, stuttu eftir stórtap á heimavelli gegn Gróttu. Tapið þýðir það að ÍBV þarf að sækja sigur á Seltjarnarnesið á laugardag. „Lykilleikmenn eru ekki að ná að rífa sig upp. Ester og Vera voru algjörlega frábærar í leik númer þrjú og sáust ekki í leiknum í dag,“ sagði Jón en Ester og Vera skoruðu samtals sex mörk í dag úr tuttugu og tveimur skotum. Þar af gerði Vera einungis eitt mark úr átta skotum. Staðan var 13-18 í hálfleik og ÍBV enn inni í leiknum. ÍBV skoraði hinsvegar einungis þrjú mörk á næstu tuttugu mínútum. „Stelpurnar höfðu ekki trú á þessu og það sást inni á vellinum. Við eigum að kveikja í áhorfendum og við gerðum það ekki. Einhvern veginn var leikurinn tapaður eftir 25-26 mínútna leik.“ „Ég er mjög ósáttur með þetta og við þurfum að rífa okkur í gang og gera þetta almennilega.“ Jón Gunnlaugur biðlaði til Eyjamanna fyrir leik og óskaði eftir mætinu. Húsið var troðfullt löngu fyrir leik. „Þetta er ótrúlega flottur stuðningur sem við fengum, troðfullt hús og því miður gátum við ekki glatt Eyjamenn og farið áfram í úrslitin. Við verðum bara að gera það á laugardaginn.“ „Við þurfum að fara yfir það sem við gerum vel í þessum leik og taka það út. Við þurfum að reyna að koma enn einu sinni örlítið á óvart, á Nesinu.“ Olís-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Gróttukonur tryggðu sér oddaleik með stórsigri á ÍBV í Vestmannaeyjum, í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en Karólína Bæhrenz Lárudóttir var mjög öflug í liði Gróttu. Hún skoraði níu mörk og þar af sex úr hröðum upphlaupum. Nokkrir leikmenn Gróttu voru að glíma við meiðsli fyrir leik, sú sem var að glíma við mestu meiðslin var Anett Köbli. Hún haltraði alla upphitunina og gat ekki leikið með í dag. Aðrar stelpur sem voru að glíma við meiðsli náðu að spila stóran hluta leiksins. Hjá ÍBV er Telma Amado enn að ná sér að meiðslum og tvær aðrar stelpur hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli. Allar voru þær þó í leikmannahópnum og gátu spilað mikið í dag. Strax tuttugu mínútum fyrir leik myndaðist gríðarleg stemning þar sem fjöldinn allur af fólki var í húsinu. Einnig verður að hrósa stuðningsmönnum Gróttu en um þrjátíu manns studdu liðið í leiknum. Grótta tók forystuna strax á fyrstu mínútum leiksins en það var strax ljóst að liðið ætlaði sér ekkert annað en sigur í kvöld. Liðið leiddi með tveimur mörkum í stöðunni 4-6 en missti þá tvo leikmenn af velli. Þetta nýttu heimakonur sér, þær unnu kaflann 3-0 og tóku því forystuna. Einungis nokkrum mínútum síðar hafði Grótta tekið forystuna á ný en þeirri forystu átti liðið eftir að halda út leikinn. Vörn gestanna var frábær en oftar en ekki töpuðu Eyjastúlkur boltanum eftir erfiðar sendingar. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir átti stórkostlegan leik í vörn Gróttu en hún stjórnaði vörninni. Anna varði sjálf sirka tíu bolta í vörninni en hún smitaði vel út frá sér. Anna skoraði einnig fjögur mörk í leiknum. Munurinn varð mestur sex mörk undir lok hálfleiksins en Drífa Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í fimm mörk. Staðan í hálfleik var 13-18 en það sauð á Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara ÍBV, undir lok hálfleiksins. Gróttustelpur komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og lögðu þar grunninn að stórsigri. Íris Björk Símonardóttir átti flottan leik í marki Gróttu og varði ellefu skot af þeim 27 sem hún fékk á sig. Seinni hálfleikurinn varð aldrei spennandi en þjálfarar liðanna fengu tækifæri til þess að hvíla lykilkonur liða sinna. Gestirnir gjörsamlega völtuðu yfir ÍBV á lokamínútunum og unnu að lokum þrettán marka sigur, 21-34. Þær fara því með frábært veganesti inn í oddaleikinn sem verður á laugardaginn. Eyjakonur hafa þó unnið tvo af þremur síðustu leikjum sínum í Hertz-höllinni og þurfa á sigri að halda í næsta leik. Markahæstar í liði ÍBV voru þær Drífa Þorvaldsdóttir og Ester Óskarsdóttir með fimm mörk hvor. Karólína Bæhrenz Lárudóttir átti frábæran leik þar sem hún skoraði níu mörk, vinkona hennar, Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk.Kári Garðarson: Vonandi verður þjóðhátíð á Nesinu á laugardaginn „Ég get ekki verið annað en ánægður með stelpurnar. Við vorum komnar með þetta gamla góða bak upp við vegg, eins og menn tala oft um,“ sagði Kári Garðarson, þjálfari deildar- og bikarmeistara Gróttu, rétt eftir sigurleik gegn ÍBV úti í Eyjum. Gróttustelpur fóru illa að ráði sínu í síðasta leik þar sem ÍBV sótti sigur í Hertz-höllina. Gróttuliðið spilaði illa í þeim leik en kvittaði svo sannarlega fyrir það í dag. „Sú staða var komin upp að við vorum á leiðinni í sumarfrí, mér fannst stelpurnar svara því mjög vel. Það var mikil einbeiting og mikil stemning í hópnum. Við byrjuðum leikinn mjög vel en það skipti miklu máli, við fengum mikið sjálfstraust.“ „Sóknarleikurinn okkar var afbragð á löngum köflum, við vorum að skapa okkur góð færi. Við vorum fimm mörkum yfir í hálfleik en hefðu hæglega getað verið sjö eða átta mörkum yfir, miðað við færin sem við fengum. Svo er varnarleikur, hraðaupphlaup og markvarslan gamla góða tuggan,“ sagði Kári aðspurður að því hvað skóp sigurinn. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var komin aftur inn í lið Gróttu en hún hefur verið að glíma við meiðsli. Hún skoraði sjö mörk í dag og spilaði frábærlega varnarlega. „Hún skiptir okkur miklu máli, varnarlega jafnt og sóknarlega. Við sáum það strax í fyrri hálfleik, hún fór strax að vera „aggresív“ á markið og skoraði utan af velli. Þetta er mikill léttir fyrir okkar lið og mikill léttir á leikmönnunum fyrir utan.“ „Við verðum svo að sjá hvað verður á laugardaginn, hvort að kálfinn haldi í kvöld og á morgun,“ sagði Kári en hann vonast auðvitað til þess að Laufey verði búin að ná sér fyrir oddaleikinn á laugardaginn. „Það fóru allir mínir kraftar í þennan leik í dag. Ég býst við svipuðu uppleggi og vonandi verður bara þjóðhátíð á Nesinu á laugardaginn og kjaftfull hús.“Jón Gunnlaugur Viggósson: Við þurfum að rífa okkur í gang „Ég er langt frá því að vera ánægður. Við vorum að spila langt undir getu og það gekk allt upp hjá Gróttustelpum,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, stuttu eftir stórtap á heimavelli gegn Gróttu. Tapið þýðir það að ÍBV þarf að sækja sigur á Seltjarnarnesið á laugardag. „Lykilleikmenn eru ekki að ná að rífa sig upp. Ester og Vera voru algjörlega frábærar í leik númer þrjú og sáust ekki í leiknum í dag,“ sagði Jón en Ester og Vera skoruðu samtals sex mörk í dag úr tuttugu og tveimur skotum. Þar af gerði Vera einungis eitt mark úr átta skotum. Staðan var 13-18 í hálfleik og ÍBV enn inni í leiknum. ÍBV skoraði hinsvegar einungis þrjú mörk á næstu tuttugu mínútum. „Stelpurnar höfðu ekki trú á þessu og það sást inni á vellinum. Við eigum að kveikja í áhorfendum og við gerðum það ekki. Einhvern veginn var leikurinn tapaður eftir 25-26 mínútna leik.“ „Ég er mjög ósáttur með þetta og við þurfum að rífa okkur í gang og gera þetta almennilega.“ Jón Gunnlaugur biðlaði til Eyjamanna fyrir leik og óskaði eftir mætinu. Húsið var troðfullt löngu fyrir leik. „Þetta er ótrúlega flottur stuðningur sem við fengum, troðfullt hús og því miður gátum við ekki glatt Eyjamenn og farið áfram í úrslitin. Við verðum bara að gera það á laugardaginn.“ „Við þurfum að fara yfir það sem við gerum vel í þessum leik og taka það út. Við þurfum að reyna að koma enn einu sinni örlítið á óvart, á Nesinu.“
Olís-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira