Samstarf

Breið vörulína og úrvals þjónusta

Viktor Karl Ævarsson, sölu- og markaðsstjóri (t.v.), og Magnús Jón Björgvinsson, sölufulltrúi lyftara, taka vel á móti viðskiptavinum.mynd/gva
Viktor Karl Ævarsson, sölu- og markaðsstjóri (t.v.), og Magnús Jón Björgvinsson, sölufulltrúi lyftara, taka vel á móti viðskiptavinum.mynd/gva MYND/GVA
Kynning: Fyrirtækið Kraftvélar byggir á gömlum grunni en sögu þess má rekja aftur til ársins 1992. Kraftvélar bjóða upp á heildarlausn í vörumeðhöndlun og má þar meðal annars nefna hina vinsælu lyftara frá Toyota og fjölbreytt úrval vöruhúsatækja frá BT.

Að sögn Viktors Karls Ævarssonar, sölu- og markaðsstjóra Kraftvéla, hafa vinsældir þessara tveggja vörumerkja verið miklar undanfarin ár hjá bæði litlum og stórum fyrirtækjum í fjölbreyttum atvinnugreinum.

„Við bjóðum upp á nokkrar gerðir rafmagnslyftara frá Toyota sem ýmist eru þriggja- eða fjögurra hjóla. Lyftigeta þeirra er frá einu tonni upp í átta tonn og allt þar á milli. Allir lyftararnir frá Toyota koma með staðalbúnaði með hinu einstaka Toyota System of Active Stability (SAS), sem er framúrskarandi tækni hönnuð til þess að tryggja öryggi lyftarans við notkun hans.“

Kraftvélar selja einnig gott úrval vöruhúsatækja frá BT og má þar nefna úrval brettatjakka, rafmagnsbrettatjakka, rafmagnsstaflara, hillulyftara og dráttartæki. „Flest stóru vöruhúsin og flutningafyrirtækin hér á landi nota vöruhúsatækin frá BT enda um úrvals vörumerki að ræða sem einmitt er í eigu Toyota. BT er enn í dag frumkvöðull á sínu sviði í vörumeðhöndlun, býður upp á breiða vörulínu og getur oft og tíðum boðið upp á mun sérhæfðari búnað en keppinautarnir.“

Auk lyftaranna og vöruhúsatækjanna bjóða Kraftvélar líka upp á skotbómulyftara frá New Holland sem eru fáanlegir í ýmsum stærðum og gerðum. „Auk þess erum við með stærri lyftara frá Kalma. Það eru þessir stærri lyftarar sem til dæmis Eimskip, Samskip, Alcan og fleiri stórfyrirtæki nota enda fáanlegir upp í 45 tonna lyftigetu á gámalyfturum. Kalmar- og Toyota-lyftarar passa einstaklega vel saman þar sem Toyota býður mest átta tonna lyftigetu og Kalmar fer mest upp í 52 tonna lyftigetu. Því má sjá að fyrirtækið býður sannarlega upp á heildarlausnir fyrir allar stærðir fyrirtækja í öllum atvinnugreinum.“

Öflug viðgerðarþjónusta

Einnig má nefna vörubílana frá Iveco en fyrirtækið framleiðir ýmsar stærðir vörubíla og hefur frá upphafi verið leiðandi á sviði nýsköpunar í sinni grein í heiminum. „Þannig má segja að við bjóðum upp á allt ferli vörumeðhöndlunar, lyftara sem lyfta vörum og vörubíla sem flytja þær.“

Kraftvélar taka eldri lyftara upp í nýja og því er alltaf töluvert úrval til af notuðum lyfturum sem skoða má á vefsíðu fyrirtækisins. Fjölmargir aukahlutir eru einnig í boði fyrir Toyota-lyftara að sögn Viktors sem til dæmis henta vel fyrir fiskvinnslu- og álfyrirtæki.

Viðgerðaþjónusta Kraftvéla er öflug enda starfa þar 20 reynslumiklir starfsmenn að sögn Viktors. „Við bjóðum upp á mjög góða þjónustu þar sem við getum bæði sótt tækin eða boðið upp á að fara á einum af sex fullbúnum viðgerðarbílum okkar á staðinn. Þessi kostur er oft þægilegri fyrir viðskiptavini sem sleppa fyrir vikið við að missa lyftarann. Menntunarstigið á verkstæðinu okkar er mjög hátt, en við erum t.d. með menntaða vélvirkja, vélfræðinga, vélstjóra, rafeindavirkja og bifvélavirkja svo eitthvað sé nefnt.“



Nánari upplýsingar má finna á kraftvelar.is/lyftarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×