Sakamálið varð að þáttaröð og svo aftur að sakamáli Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. apríl 2015 11:00 Robert Durst er nú enn einu sinni kominn í slag í réttarsal. Nú fyrir morð á vinkonu sinni. Vísir/Getty Auðkýfingurinn Robert Durst hefur lengi verið til umræðu í Bandaríkjunum. Athyglin minnkaði ekki þegar hann veitti leikstjóranum Jarecki fjölda viðtala sem voru uppistaðan í þáttaröð sem framleidd var af HBO og bar titilinn The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Þáttaröðin var frumsýnd vestanhafs í febrúar og var síðasti þátturinn sýndur um miðjan mars. Tveimur dögum áður en síðasti þátturinn fór í loftið var Durst handtekinn fyrir morð sem var til umfjöllunar í þáttunum. Morðið á Susan Berman, sem var eins konar talsmaður Durst þegar hann var sakaður um að eiga þátt í hvarfi eiginkonu sinnar.Vettvangurinn Hér má sjá heimili Susan Berman, þar sem einhverjir telja að Durst hafi banað henni.Ótrúleg framvinda Þáttaröðin sem Andrew Jarecki vann fyrir HBO-sjónvarpsstöðina varð til í kjölfar þess að Durst hafði samband við leikstjórann. Jarecki leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni All Good Things, með þeim Ryan Gosling og Kirsten Dunst í aðalhlutverkum. Handrit myndarinnar var meðal annars byggt á ævi Durst. Gosling þótti túlka auðkýfingin vel, raunar svo vel að Durst hafði sjálfur samband við Jarecki og bauðst til að koma í viðtal, ef leikstjórinn vildi vinna ítarefni fyrir myndina. Úr varð þáttaröð sem hristi verulega upp í hlutunum í Bandaríkjunum, enda framvinda þeirra sakamála sem Durst hefur verið sakaður um að eiga þátt í með öllu ótrúleg.Hér má sjá Íslandsvinin Fred Armisen í gervi Robert Durst í þáttunum Saturday Night Live.Afhausaði nágranna sinn Í þáttaröðinni er farið ítarlega í þau þrjú morð sem Durst er sakaður um að hafa framið. Síðasta morðið sem Durst er sakaður um var á nágranna hans, Morris Black. Durst viðurkennir að hafa orðið Black að bana en segir það hafa verið í sjálfsvörn. Durst viðurkennir einnig að hafa bútað líkið af nágranna sínum niður, sett í poka og hent á haf út. Durst og Black voru nágrannar í borginni Galveston í Texas, en þangað segist Durst hafa flúið; honum fannst hann vera ofsóttur af saksóknara í New York. Durst réð til sín feykilega öflugt teymi lögfræðinga sem náði að bjarga Durst frá dómi.Bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um durst.Hvarf eiginkonunnar Durst hefur lengi verið sakaður um að eiga þátt í hvarfi Kathleen McCormack Durst, þáverandi eiginkonu sinnar, sem hvarf í janúar árið 1982. Eins og rakið er í þáttaröðinni var ekki samræmi í frásögn Durst frá kvöldinu. Durst viðurkennir að hafa logið til um ákveðna þætti í frásögn sinni, því hann vissi að hann myndi liggja undir grun. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá rifrildi hjónanna kvöldið áður. Durst segist hafa keypt lestarmiða handa konu sinni og fylgt henni á lestarstöð þar sem hún ætlaði heim til þeirra í New York, en hjónin voru í húsi í þeirra eigu í Newton í Connecticut. Kathleen McCormack hefur ekki sést síðan og eru vinir hennar margir sannfærðir að Durst eigi þátt í því, þótt hann neiti því.Bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um durst.Mafíulegt morð Daginn áður en síðasti þátturinn af The Jinx fór í loftið var Robert Durst handtekinn. Lögreglumenn FBI fundu hann á hóteli í New Orleans, þar sem Durst hafi skráð sig inn undir dulnefni. Hann þóttist vera kona, eins og hann hefur áður gert. Durst var handtekinn fyrir morðið á Susan Berman, vinkonu sinni og talskonu um tíma, þegar fjölmiðlar sóttu að honum vegna hvarfs Kathleen McCormack. Berman var skotin tvisvar í höfuðið um jólin 2000. Berman var dóttir þekkts meðlims mafíunnar og var morðið upphaflega talið tengjast föður hennar. En ýmis sönnunargögn hafa fundist sem þykja ýta undir grunsemdir um að Durst hafi átt þátt í morðinu. Framkoma hans í síðasta þættinum af the Jinx hefur heldur ekki orðið til þess að bæta álit almennings á honum. Lögreglan fann tvær skammbyssur og 40 þúsund bandaríkjadali inni á hótelherbergi hans. Einnig fannst marijúana í herberginu. Durst mátti samkvæmt lögum ekki vera með byssur, því hann er með dóm á bakinu. Yfirvöld í Louisiana vildu fyrst rétta yfir Durst í ríkinu, vegna vopnaburðarins. En þau hafa nú fallist á að leggja kæruna niður og færa málið í hendur alríkisdómstólsins. Þar sem Durst mun enn einu sinni reyna að halda fram sakleysi sínu. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Auðkýfingurinn Robert Durst hefur lengi verið til umræðu í Bandaríkjunum. Athyglin minnkaði ekki þegar hann veitti leikstjóranum Jarecki fjölda viðtala sem voru uppistaðan í þáttaröð sem framleidd var af HBO og bar titilinn The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Þáttaröðin var frumsýnd vestanhafs í febrúar og var síðasti þátturinn sýndur um miðjan mars. Tveimur dögum áður en síðasti þátturinn fór í loftið var Durst handtekinn fyrir morð sem var til umfjöllunar í þáttunum. Morðið á Susan Berman, sem var eins konar talsmaður Durst þegar hann var sakaður um að eiga þátt í hvarfi eiginkonu sinnar.Vettvangurinn Hér má sjá heimili Susan Berman, þar sem einhverjir telja að Durst hafi banað henni.Ótrúleg framvinda Þáttaröðin sem Andrew Jarecki vann fyrir HBO-sjónvarpsstöðina varð til í kjölfar þess að Durst hafði samband við leikstjórann. Jarecki leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni All Good Things, með þeim Ryan Gosling og Kirsten Dunst í aðalhlutverkum. Handrit myndarinnar var meðal annars byggt á ævi Durst. Gosling þótti túlka auðkýfingin vel, raunar svo vel að Durst hafði sjálfur samband við Jarecki og bauðst til að koma í viðtal, ef leikstjórinn vildi vinna ítarefni fyrir myndina. Úr varð þáttaröð sem hristi verulega upp í hlutunum í Bandaríkjunum, enda framvinda þeirra sakamála sem Durst hefur verið sakaður um að eiga þátt í með öllu ótrúleg.Hér má sjá Íslandsvinin Fred Armisen í gervi Robert Durst í þáttunum Saturday Night Live.Afhausaði nágranna sinn Í þáttaröðinni er farið ítarlega í þau þrjú morð sem Durst er sakaður um að hafa framið. Síðasta morðið sem Durst er sakaður um var á nágranna hans, Morris Black. Durst viðurkennir að hafa orðið Black að bana en segir það hafa verið í sjálfsvörn. Durst viðurkennir einnig að hafa bútað líkið af nágranna sínum niður, sett í poka og hent á haf út. Durst og Black voru nágrannar í borginni Galveston í Texas, en þangað segist Durst hafa flúið; honum fannst hann vera ofsóttur af saksóknara í New York. Durst réð til sín feykilega öflugt teymi lögfræðinga sem náði að bjarga Durst frá dómi.Bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um durst.Hvarf eiginkonunnar Durst hefur lengi verið sakaður um að eiga þátt í hvarfi Kathleen McCormack Durst, þáverandi eiginkonu sinnar, sem hvarf í janúar árið 1982. Eins og rakið er í þáttaröðinni var ekki samræmi í frásögn Durst frá kvöldinu. Durst viðurkennir að hafa logið til um ákveðna þætti í frásögn sinni, því hann vissi að hann myndi liggja undir grun. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá rifrildi hjónanna kvöldið áður. Durst segist hafa keypt lestarmiða handa konu sinni og fylgt henni á lestarstöð þar sem hún ætlaði heim til þeirra í New York, en hjónin voru í húsi í þeirra eigu í Newton í Connecticut. Kathleen McCormack hefur ekki sést síðan og eru vinir hennar margir sannfærðir að Durst eigi þátt í því, þótt hann neiti því.Bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um durst.Mafíulegt morð Daginn áður en síðasti þátturinn af The Jinx fór í loftið var Robert Durst handtekinn. Lögreglumenn FBI fundu hann á hóteli í New Orleans, þar sem Durst hafi skráð sig inn undir dulnefni. Hann þóttist vera kona, eins og hann hefur áður gert. Durst var handtekinn fyrir morðið á Susan Berman, vinkonu sinni og talskonu um tíma, þegar fjölmiðlar sóttu að honum vegna hvarfs Kathleen McCormack. Berman var skotin tvisvar í höfuðið um jólin 2000. Berman var dóttir þekkts meðlims mafíunnar og var morðið upphaflega talið tengjast föður hennar. En ýmis sönnunargögn hafa fundist sem þykja ýta undir grunsemdir um að Durst hafi átt þátt í morðinu. Framkoma hans í síðasta þættinum af the Jinx hefur heldur ekki orðið til þess að bæta álit almennings á honum. Lögreglan fann tvær skammbyssur og 40 þúsund bandaríkjadali inni á hótelherbergi hans. Einnig fannst marijúana í herberginu. Durst mátti samkvæmt lögum ekki vera með byssur, því hann er með dóm á bakinu. Yfirvöld í Louisiana vildu fyrst rétta yfir Durst í ríkinu, vegna vopnaburðarins. En þau hafa nú fallist á að leggja kæruna niður og færa málið í hendur alríkisdómstólsins. Þar sem Durst mun enn einu sinni reyna að halda fram sakleysi sínu.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira