Haustmarkmiðin sett á blað 10. ágúst 2015 14:00 Hvaða markmiðum viltu raunverulega ná, eru einhver markmið mikilvægari en önnur? Það eru margir sem halda því fram að eftir verslunarmannahelgina sé haustið komið. Ég er nú ekki alveg sammála því, vil halda í þetta stutta sumar sem við fáum eins lengi og ég mögulega get og þar sem ég lít út um gluggann á meðan ég skrifa þetta sé ég fátt annað en grænt gras og glampandi sól. Þó svo að ég vilji að sumarið verði eins langt og mögulegt er er ekki þar með sagt að ég geti ekki hlakkað til haustsins, að takast á við ný verkefni, koma mér í rútínu og setja mér ný markmið. Haustið er oft sá tími sem fólk fer að hugsa sér til hreyfings eftir endalausar grillveislur og ísferðir sumarsins. Ég hef oft ráðlagt fólki sem er að fara af stað í líkamsrækt að koma hreyfingunni í rútínu áður en haustið raunverulega skellur á og allir hafa nóg á sinni könnu. Settu þér markmið Ég mæli eindregið með því að fólk byrji á því að setja sér markmið. Það skiptir máli hvernig markmið maður setur sér til þess að eiga sem mesta möguleika á því að ná þeim. Því ákvað ég að skrifa niður nokkra góða punkta fyrir ykkur í sambandi við markmiðasetningu: lMarkmiðin þurfa að vera skýr. Mikilvægt er að ekki sé hægt að túlka markmiðin eða rökræða við sjálfan sig þegar litli púkinn fer af stað í höfðinu á manni. lMarkmiðin þurfa að vera mælanleg. Mikilvægt er að vita nákvæmlega hverju maður ætlar að ná og hvenær maður hefur náð því. lMarkmiðin þurfa að vera raunhæf. Eins hvetjandi og það er að setja sér markmið og ná þeim þá getur það alveg farið með mann þegar maður nær þeim ekki. Því er mikilvægt að skemma ekki fyrir sér áður en maður leggur af stað með markmiðum sem engin leið er að ná. lSettu þér bæði skammtíma- og langtímamarkmið. Skammtímamarkmiðin eiga að vinna að langtímamarkmiðinu. lSettu þér framvindumarkmið frekar en niðurstöðumarkmið. Það er afar auðvelt að setja sér markmiðið að geta hlaupið maraþon í lok mánaðarins en það er enn auðveldara að vera engu nær því að mánuði loknum því leiðin er afar óljós. Slíkt markmið kallast niðurstöðumarkmið. Mun betra er að setja sér framvindumarkmið eins og að hlaupa tvisvar sinnum í viku því þau markmið eru skýr, mælanleg og raunhæf. Ef maður nær framvindumarkmiðinu er maður svo líka kominn talsvert nær því að ná að hlaupa maraþon. lSkrifaðu markmiðin þín niður og hafðu þau sjáanleg. Þannig er auðveldara að minna sig á það á hverjum degi að vinna að þeim. lPassaðu þig svo líka á því að gefa þér góðan tíma í að hugsa hvaða markmiðum þú raunverulega vilt ná og hvort eitthvað sé mikilvægara en annað, því maður getur því miður ekki gert allt. Gangi þér vel og hafðu gaman af þessu! Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Það eru margir sem halda því fram að eftir verslunarmannahelgina sé haustið komið. Ég er nú ekki alveg sammála því, vil halda í þetta stutta sumar sem við fáum eins lengi og ég mögulega get og þar sem ég lít út um gluggann á meðan ég skrifa þetta sé ég fátt annað en grænt gras og glampandi sól. Þó svo að ég vilji að sumarið verði eins langt og mögulegt er er ekki þar með sagt að ég geti ekki hlakkað til haustsins, að takast á við ný verkefni, koma mér í rútínu og setja mér ný markmið. Haustið er oft sá tími sem fólk fer að hugsa sér til hreyfings eftir endalausar grillveislur og ísferðir sumarsins. Ég hef oft ráðlagt fólki sem er að fara af stað í líkamsrækt að koma hreyfingunni í rútínu áður en haustið raunverulega skellur á og allir hafa nóg á sinni könnu. Settu þér markmið Ég mæli eindregið með því að fólk byrji á því að setja sér markmið. Það skiptir máli hvernig markmið maður setur sér til þess að eiga sem mesta möguleika á því að ná þeim. Því ákvað ég að skrifa niður nokkra góða punkta fyrir ykkur í sambandi við markmiðasetningu: lMarkmiðin þurfa að vera skýr. Mikilvægt er að ekki sé hægt að túlka markmiðin eða rökræða við sjálfan sig þegar litli púkinn fer af stað í höfðinu á manni. lMarkmiðin þurfa að vera mælanleg. Mikilvægt er að vita nákvæmlega hverju maður ætlar að ná og hvenær maður hefur náð því. lMarkmiðin þurfa að vera raunhæf. Eins hvetjandi og það er að setja sér markmið og ná þeim þá getur það alveg farið með mann þegar maður nær þeim ekki. Því er mikilvægt að skemma ekki fyrir sér áður en maður leggur af stað með markmiðum sem engin leið er að ná. lSettu þér bæði skammtíma- og langtímamarkmið. Skammtímamarkmiðin eiga að vinna að langtímamarkmiðinu. lSettu þér framvindumarkmið frekar en niðurstöðumarkmið. Það er afar auðvelt að setja sér markmiðið að geta hlaupið maraþon í lok mánaðarins en það er enn auðveldara að vera engu nær því að mánuði loknum því leiðin er afar óljós. Slíkt markmið kallast niðurstöðumarkmið. Mun betra er að setja sér framvindumarkmið eins og að hlaupa tvisvar sinnum í viku því þau markmið eru skýr, mælanleg og raunhæf. Ef maður nær framvindumarkmiðinu er maður svo líka kominn talsvert nær því að ná að hlaupa maraþon. lSkrifaðu markmiðin þín niður og hafðu þau sjáanleg. Þannig er auðveldara að minna sig á það á hverjum degi að vinna að þeim. lPassaðu þig svo líka á því að gefa þér góðan tíma í að hugsa hvaða markmiðum þú raunverulega vilt ná og hvort eitthvað sé mikilvægara en annað, því maður getur því miður ekki gert allt. Gangi þér vel og hafðu gaman af þessu!
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira