Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 17-27 | Stjarnan rúllaði yfir Val í síðari hálfleik Anton Ingi Leifsson skrifar 7. febrúar 2015 14:10 Vísir Stjarnan varð fyrsta liðið á árinu 2015 til þess að vinna Valsstúlkur, en Stjarnan vann rimmu liðanna í spennandi leik í Vodafone-höllinni í dag. Mest munaði um góða innkomu Nataly Sæunn Valencia í síðari hálfleikinn, auk þess sem Stjörnustúlkur spiluðu miklu, miklu betri sóknarleik. Stjörnustúlkur leiddu með einu marki í hálfleik, en sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska. Seiglan í Stjörnuliðinu skilaði sigrinum að endingu. Þær byrjuðu að spila agaðari sóknarleik og þannig jókst munurinn hægt og bítandi. Lokatölur 17-27. Valsstúlkur skoruðu fyrstu markið og leikurinn var jafn og spennandi fyrstu tíu mínútur leiksins. Síðan gáfu gestirnir úr Garðarbæ aðeins í og náðu mest fimm marka forystu, 10-5, þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Það gekk ekki né rak í sóknarleik Vals á kafla í fyrri hálfleik. Þær skoruðu mark á fjórðu mínútu, en það næsta kom ekki fyrr en á þeirri fimmtándu. Sem betur fer fyrir þær spiluðu þær vörnina vel svo munurinn varð ekki meiri. Tvö mörk frá Val undir lok fyrri hálfleiks settu þær í fína stöðu, því þær voru ekki nema einu marki undir í hálfleik, 11-10. Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri. Bæði lið spiluðu góða vörn, en sóknarleikurinn hefur verið betri. Stjarnan spilaði þó ívið betri sóknarleik og Nataly Sæunn Valencia kom öflug inn í sóknarleikinn og skoraði mikilvæg mörk. Þegar stundarfjórðungur var eftir höfðu Valsstúlkur einungis skorað þrjú mörk gegn ellefu mörkum Stjörnunnar og munurinn var orðinn níu mörk, 13-22. Þá var leik lokið. Lokatölur urðu svo 17-27. Varnarleikur og markvarsla var aðalmerki leiksins í dag. Markverðirnir vörðu báðir vel, en sóknarleikur beggja liða í fyrri hálfleik og Vals í síðari hálfleik verður ekki sýndur á neinu kennslumyndbandi á næstunni að minnsta kosti. Tæknifeilarnir voru fjölmargir, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og liðin nýttu sín færi illa, en fjölmörg dauðafæri fóru forgörðum. Nataly Sæunn Valencia átti virkilega góðan leik fyrir Stjörnuna, en hún skoraði sex mörk og fiskaði eitt víti. Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fimm mörk og þær Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested skoruðu svo fjögur mörk. Liðssigur hjá Stjörnunni. Florentina var öflug í markinu sem fyrr. Aðalheiður Hreinsdóttir stóð uppúr hjá Val, en hún skoraði fimm. Næst kom Kristín Guðmundsdóttir með fjögur. Berglind Íris Hansdóttir varði vel í fyrri hálfleik, en datt niður í þeim síðari. Lea Jerman átti þó flotta innkomu í markið.Sólveig Lára: Bjóst við meiri mótspyrnu „Við áttum frekar slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks, en mér fannst við halda dampi allan síðari hálfleikinn,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, hornamaður Stjörnunnar, við Vísi í leikslok. „Þetta rann bara auðveldlega í gegn. Við vorum að spila frábæra vörn og með Florentinu í stuði. Sóknarleikurinn var flottur í síðari hálfleik, ólíkt þeim fyrri.” Sólveig Lára var sammála undirrituðum að það hafi verið mikill munur á sóknarleik Stjörnunnar í fyrri og síðari hálfleik. „Við vorum að gera mikið af tæknifeilum í síðari hluta fyrri hálfleiks. Mér fannst við minnka það í síðari hálfleik og vorum þolinmóðari. Þá koma betri færi.” „Þetta var mun auðveldara en ég átti von á. Þær eru með frábært lið og hafa verið á góðu “runni”. Ég bjóst við meiri mótspyrnu, en mér fannst við einnig virkilega flottar,” sem fór beint í klisjubókina þegar spurt var út í hvort Stjarnan væri að setja pressu með þessum sigri á toppliðin. „Núna er það bara einn leikur í einu og við erum alltaf að reyna bæta okkur,” sagði þessi reynslubolti að lokum.Óskar Bjarni: Snýst um einföldu atriðin „Munurinn átti aldrei að vera eitt mark í hálfleik. Þær voru miklu sterkari og grimmari í öllum aðgerðum,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Vísi í leikslok. „Við réðum illa við varnarleikinn hjá þeim sem var vel útfærður. Við áttum í miklum vandræðum, þannig þær fá hrós fyrir það. Maður verður að hrósa þeim líka og það voru margar þar sem áttu góðan leik.” „Nataly drepur okkur þarna í síðari hálfleik, sóknarleikurinn var einnig lélegur og svona var þetta bara í dag. Það mátti alveg búast við því að það yrði einn og einn lélegur leikur. „Þetta var alltof stórt tap og alltof slakur leikur og ef við spilum svona gegn Fylki eigum við ekki möguleika,” en Valur mætir Fylki í bikarnum á miðvikudag. „Við höfum stundum byrjað eins og illa í dag og rifið okkur svo upp en það gerðist ekki í dag. Mér fannst Stjörnustúlkur bara skrefi framar í dag. Við komumst aldrei í takt í hraðaupphlaupunum, þegar við vorum að vinna boltann.” „Við unnum frábæran sigur síðast og núna slökum við á. Þegar við slökum á þá getum við ekkert, en þegar við gerum þetta á fullu og allar sem ein þá erum við góðar. Kannski vorum við fullrólegar frá Framleiknum og héldum mögulega að við værum komnnar lengra en raun bar vatni. Þetta snýst um einföldu atriðin,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson við Vísi í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Stjarnan varð fyrsta liðið á árinu 2015 til þess að vinna Valsstúlkur, en Stjarnan vann rimmu liðanna í spennandi leik í Vodafone-höllinni í dag. Mest munaði um góða innkomu Nataly Sæunn Valencia í síðari hálfleikinn, auk þess sem Stjörnustúlkur spiluðu miklu, miklu betri sóknarleik. Stjörnustúlkur leiddu með einu marki í hálfleik, en sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska. Seiglan í Stjörnuliðinu skilaði sigrinum að endingu. Þær byrjuðu að spila agaðari sóknarleik og þannig jókst munurinn hægt og bítandi. Lokatölur 17-27. Valsstúlkur skoruðu fyrstu markið og leikurinn var jafn og spennandi fyrstu tíu mínútur leiksins. Síðan gáfu gestirnir úr Garðarbæ aðeins í og náðu mest fimm marka forystu, 10-5, þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Það gekk ekki né rak í sóknarleik Vals á kafla í fyrri hálfleik. Þær skoruðu mark á fjórðu mínútu, en það næsta kom ekki fyrr en á þeirri fimmtándu. Sem betur fer fyrir þær spiluðu þær vörnina vel svo munurinn varð ekki meiri. Tvö mörk frá Val undir lok fyrri hálfleiks settu þær í fína stöðu, því þær voru ekki nema einu marki undir í hálfleik, 11-10. Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri. Bæði lið spiluðu góða vörn, en sóknarleikurinn hefur verið betri. Stjarnan spilaði þó ívið betri sóknarleik og Nataly Sæunn Valencia kom öflug inn í sóknarleikinn og skoraði mikilvæg mörk. Þegar stundarfjórðungur var eftir höfðu Valsstúlkur einungis skorað þrjú mörk gegn ellefu mörkum Stjörnunnar og munurinn var orðinn níu mörk, 13-22. Þá var leik lokið. Lokatölur urðu svo 17-27. Varnarleikur og markvarsla var aðalmerki leiksins í dag. Markverðirnir vörðu báðir vel, en sóknarleikur beggja liða í fyrri hálfleik og Vals í síðari hálfleik verður ekki sýndur á neinu kennslumyndbandi á næstunni að minnsta kosti. Tæknifeilarnir voru fjölmargir, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og liðin nýttu sín færi illa, en fjölmörg dauðafæri fóru forgörðum. Nataly Sæunn Valencia átti virkilega góðan leik fyrir Stjörnuna, en hún skoraði sex mörk og fiskaði eitt víti. Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með fimm mörk og þær Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested skoruðu svo fjögur mörk. Liðssigur hjá Stjörnunni. Florentina var öflug í markinu sem fyrr. Aðalheiður Hreinsdóttir stóð uppúr hjá Val, en hún skoraði fimm. Næst kom Kristín Guðmundsdóttir með fjögur. Berglind Íris Hansdóttir varði vel í fyrri hálfleik, en datt niður í þeim síðari. Lea Jerman átti þó flotta innkomu í markið.Sólveig Lára: Bjóst við meiri mótspyrnu „Við áttum frekar slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks, en mér fannst við halda dampi allan síðari hálfleikinn,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, hornamaður Stjörnunnar, við Vísi í leikslok. „Þetta rann bara auðveldlega í gegn. Við vorum að spila frábæra vörn og með Florentinu í stuði. Sóknarleikurinn var flottur í síðari hálfleik, ólíkt þeim fyrri.” Sólveig Lára var sammála undirrituðum að það hafi verið mikill munur á sóknarleik Stjörnunnar í fyrri og síðari hálfleik. „Við vorum að gera mikið af tæknifeilum í síðari hluta fyrri hálfleiks. Mér fannst við minnka það í síðari hálfleik og vorum þolinmóðari. Þá koma betri færi.” „Þetta var mun auðveldara en ég átti von á. Þær eru með frábært lið og hafa verið á góðu “runni”. Ég bjóst við meiri mótspyrnu, en mér fannst við einnig virkilega flottar,” sem fór beint í klisjubókina þegar spurt var út í hvort Stjarnan væri að setja pressu með þessum sigri á toppliðin. „Núna er það bara einn leikur í einu og við erum alltaf að reyna bæta okkur,” sagði þessi reynslubolti að lokum.Óskar Bjarni: Snýst um einföldu atriðin „Munurinn átti aldrei að vera eitt mark í hálfleik. Þær voru miklu sterkari og grimmari í öllum aðgerðum,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Vísi í leikslok. „Við réðum illa við varnarleikinn hjá þeim sem var vel útfærður. Við áttum í miklum vandræðum, þannig þær fá hrós fyrir það. Maður verður að hrósa þeim líka og það voru margar þar sem áttu góðan leik.” „Nataly drepur okkur þarna í síðari hálfleik, sóknarleikurinn var einnig lélegur og svona var þetta bara í dag. Það mátti alveg búast við því að það yrði einn og einn lélegur leikur. „Þetta var alltof stórt tap og alltof slakur leikur og ef við spilum svona gegn Fylki eigum við ekki möguleika,” en Valur mætir Fylki í bikarnum á miðvikudag. „Við höfum stundum byrjað eins og illa í dag og rifið okkur svo upp en það gerðist ekki í dag. Mér fannst Stjörnustúlkur bara skrefi framar í dag. Við komumst aldrei í takt í hraðaupphlaupunum, þegar við vorum að vinna boltann.” „Við unnum frábæran sigur síðast og núna slökum við á. Þegar við slökum á þá getum við ekkert, en þegar við gerum þetta á fullu og allar sem ein þá erum við góðar. Kannski vorum við fullrólegar frá Framleiknum og héldum mögulega að við værum komnnar lengra en raun bar vatni. Þetta snýst um einföldu atriðin,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson við Vísi í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira