Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndanna Magnús Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2015 10:00 Gussi var staddur á fraktara í Eystrasaltinu að steikja pönnukökur, svona eins og maður gerir, þegar Dagur Kári hringdi í hann. „Þetta var nú frekar óvænt.“ vísir/stefán Gunnar Jónsson leikari hefur verið að leika í kvikmyndum og sjónvarpi frá því hann var í barnaskóla. En nú er fram undan frumsýning fyrstu myndarinnar þar sem Gunnar er í aðalhlutverki, kvikmyndarinnar Fúsi eða Virgin Mountain eftir Dag Kára. Myndin verður frumsýnd á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín sem er ein sú virtasta sinnar tegundar í heiminum. Gunnar, eða Gussi eins og flestir þekkja hann, er þó ekkert að fara á hliðina yfir þessu enda rósemdarmaður. Hann er staddur í Hafnarfirði en ætlar reyndar að skreppa til Berlínar á sunnudaginn. „Ég er bara alveg slakur hérna í Hafnarfirðinum enda ekki bara Hafnfirðingur heldur Gaflari. Fæddur í Sólvangi og allt hvað eina, maður verður ekkert meiri Gaflari en það. Það að vera í leiklist og helst gamanleik er bara eitthvað sem hlýtur að vera í vatninu hérna hjá okkur. Við Gaflarar eigum bókstaflega landsliðið í gamanleik og við erum stolt af því.“Byrjaði með dramatískum Ladda „Ég er búinn að vera að leika lengi þannig að þetta er nú ekkert nýtt fyrir mér þó svo að þetta sé mitt fyrsta aðalhlutverk. Ég byrjaði árið 1982 í sjónvarpi og þá var ég enn þá bara strákpjakkur í barnaskóla. Það var í sjónvarpsmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson sem hét Hver er og var sýnd 83 með Ladda í aðalhlutverki. Þessi mynd vakti talsverða athygli vegna þess að þarna var Laddi að leika sitt fyrsta dramatíska hlutverk. Þjóðin sat við skjáinn og hefur líklega vonast eftir því að þetta væri plat að Laddi fengi ekki að vera fyndinn en þegar það varð raunin þá var þetta nú ekkert að slá í gegn. Ég held að Laddi hafi nú að mestu látið dramatísku hlutverkin vera eftir þetta enda um að gera fyrir manninn að gera það sem hann gerir best. En þessi reynsla dugði til þess að kveikja í mér og eftir þetta fór ég að taka þátt í leiklistarstarfi í skólanum og svona. Það kom þó aldrei til þess að ég lærði leiklist. Ég reyndi við leiklistarskólann á sínum tíma, þá vel við aldur, en var snarlega hafnað.“Reynsluskóli hjá Krumma Þrátt fyrir að Gussi hafi aldrei farið í leiklistarnám þá hélt Hrafn Gunnlaugsson tryggð við hann sem leikara og það reyndist honum dýrmætur skóli sem sér reyndar ekki fyrir endann á. „Ég er búinn að vera að gaufa með Krumma alla tíð eftir að ég fékk þessa dellu. Er reyndar búinn að vera í öllum hans myndum nema þessari sænsku. En hver vill svo sem vera að leika í sænskri bíómynd. Eftir því sem ég kemst næst þá eru Hrafn og Ólafur Gunnarsson rithöfundur núna að vinna að handriti eftir Fóstbræðrasögu og ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því að mín áskrift sé í fullu gildi og ég fái mitt hlutverk eins og venjulega. Ég hef lært mikið af Krumma í gegnum tíðina og mér hefur alltaf þótt gott að vinna með honum. Sama hvert verkefnið þá vissi hann alltaf hvað hann vildi og það gera nú bara ekkert allir leikstjórar. Ef Krummi er norðurpóll þá er Kári suðurpóll. Þeir eru eins ólíkir einstaklingar og verið getur. Mér finnst samt líka gott að vinna með Degi Kára, það er bara öðruvísi vinna.“Á sunnudaginn fer Gussi til Berlínar til þess að vera viðstaddur frumsýningu Virgin Mountain eftir Dag Kára þar sem þessi viðkunnanlegi Gaflari er í aðalhlutverki í fyrsta sinn.vísir/STEFÁNJón þarf að hætta þessu rugli Gussi er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Fóstbræðrum þar sem hann skemmti þjóðinni vikulega í afar ólíkum hlutverkum. „Það er alveg klikkun að vinna í svona þáttum eins og Fóstbræðraþáttunum. Þetta eru alveg endalaust margir karakterar og stundum allt að þrír til fjórir á dag. Maður veit varla lengur hver maður er þegar maður kemur loksins heim til sín á kvöldin. En ferillinn fór nú soldið á flug þegar maður var í þessu og þetta var bráðskemmtilegt. Svo hef ég verið að leika aftur af og til með þessu fólki – Sigurjón er í nýju myndinni og svo lék ég með Steina í Steindanum en ég á alveg eftir að leika aftur með Jóni Gnarr. Hann þarf nú bara að hætta þessu helvítis rugli og fara aftur að gera eitthvað skemmtilegt.“Pönnukökur og kolsvartur húmor Sjómennskan hefur líka verið stór hluti af lífi Gussa og hann var einmitt á sjónum þegar Dagur Kári hafði samband við hann og sagðist vera með handrit sem væri eiginlega skrifað sérstaklega fyrir hann. „Ég var staddur á fraktara í Eystrasaltinu að steikja pönnukökur, svona eins og maður gerir, þegar hann hringdi í mig. Þetta var nú frekar óvænt. Ég hafði reyndar leikið hjá honum í einhverri stuttri Laxnessmynd átta árum áður og þá hafði hann eitthvað byrjað að pæla. Þetta er svona gaur þar sem hlutirnir eru að gerjast og svo kemur þetta einhverjum árum síðar þegar maður er sjálfur löngu búinn að gleyma öllu um þessar pælingar. Þannig að ég fór bara að lesa handrit á frívaktinni og fyrst leist mér nú ekki alveg á blikuna. Fannst þetta eitthvað óskaplega dramatískt og leiðinlegt og að það gerðist nú ósköp lítið í þessu. En svo fór ég að skoða þetta betur og þá alveg kolféll ég fyrir því. Fattaði þetta. Þetta er í rauninni gamanmynd en óneitanlega með alveg kolsvörtum húmor. Ég að minnsta kosti skellihlæ yfir svona húmor og er viss um að það eiga margir Íslendingar eftir að gera slíkt hið sama.“Mjúkar lendingar „Ég kom í land 2012 til þess að gera þessa mynd en svo dróst það nú eins og gengur og gerist í þessum bransa. Þetta var ekki tekið fyrr en 2013 og 2014 þannig að ég hef aldrei verið eins vel og vandlega undirbúinn. Svo þegar kom að tökunum þá var þetta auðvitað hörkuvinna með tólf tíma dögum og þá kom nú reynslan af sjónum sér vel. Að geta unnið langa daga og ekkert væl. Svo var líka alveg toppfólk í þessu sem var gaman að vinna með og það hefur rosalega mikið að segja. Þau hafa kannski frekar þurft að hafa áhyggjur af mér því það gengur stundum soldið á í kringum mig. Við tökur tókst mér að brjóta undan mér tvo stóla og eitt trébretti með þeim afleiðingum að ég steinlá. Það góða er hins vegar fyrir mann eins og mig að lendingarnar eru alltaf mjúkar.“Á rauða dreglinum Á sunnudaginn heldur Gussi til Berlínar til þess að vera viðstaddur frumsýninguna á Virgin Mountain á einni virtustu kvikmyndahátíð heims. Þar mun Gussi ganga eftir rauða dreglinum ásamt frægum kvikmyndastjörnum en hann er nú aðallega spenntur að sjá myndina. „Ég hef ekkert séð af myndinni enn þá. Hef verið að spara mér þetta því mig langar til þess að sjá myndina í heild sinni þegar þar að kemur. Ég hef samt engar áhyggjur af þessu, það er alfarið Dagur Kári sem þarf að vera í því að velta þessu fyrir sér og hann er góður í að spá og spekúlera. Svo er þessi danski tökumaður víst einhvers konar undrabarn þannig að þetta verður örugglega þrælflott hjá þeim, blessuðum. Maður sér það bara á plakatinu – allt svo einfalt og flott. Annars er ég bara lítill strákur í hinum stóra heimi sem er á leiðinni á rauða dregilinn. Ég veit að þetta verður dálítið skelfilegt en ætla nú bara að reyna að slappa af og njóta þess út í ystu æsar.“ Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Gunnar Jónsson leikari hefur verið að leika í kvikmyndum og sjónvarpi frá því hann var í barnaskóla. En nú er fram undan frumsýning fyrstu myndarinnar þar sem Gunnar er í aðalhlutverki, kvikmyndarinnar Fúsi eða Virgin Mountain eftir Dag Kára. Myndin verður frumsýnd á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín sem er ein sú virtasta sinnar tegundar í heiminum. Gunnar, eða Gussi eins og flestir þekkja hann, er þó ekkert að fara á hliðina yfir þessu enda rósemdarmaður. Hann er staddur í Hafnarfirði en ætlar reyndar að skreppa til Berlínar á sunnudaginn. „Ég er bara alveg slakur hérna í Hafnarfirðinum enda ekki bara Hafnfirðingur heldur Gaflari. Fæddur í Sólvangi og allt hvað eina, maður verður ekkert meiri Gaflari en það. Það að vera í leiklist og helst gamanleik er bara eitthvað sem hlýtur að vera í vatninu hérna hjá okkur. Við Gaflarar eigum bókstaflega landsliðið í gamanleik og við erum stolt af því.“Byrjaði með dramatískum Ladda „Ég er búinn að vera að leika lengi þannig að þetta er nú ekkert nýtt fyrir mér þó svo að þetta sé mitt fyrsta aðalhlutverk. Ég byrjaði árið 1982 í sjónvarpi og þá var ég enn þá bara strákpjakkur í barnaskóla. Það var í sjónvarpsmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson sem hét Hver er og var sýnd 83 með Ladda í aðalhlutverki. Þessi mynd vakti talsverða athygli vegna þess að þarna var Laddi að leika sitt fyrsta dramatíska hlutverk. Þjóðin sat við skjáinn og hefur líklega vonast eftir því að þetta væri plat að Laddi fengi ekki að vera fyndinn en þegar það varð raunin þá var þetta nú ekkert að slá í gegn. Ég held að Laddi hafi nú að mestu látið dramatísku hlutverkin vera eftir þetta enda um að gera fyrir manninn að gera það sem hann gerir best. En þessi reynsla dugði til þess að kveikja í mér og eftir þetta fór ég að taka þátt í leiklistarstarfi í skólanum og svona. Það kom þó aldrei til þess að ég lærði leiklist. Ég reyndi við leiklistarskólann á sínum tíma, þá vel við aldur, en var snarlega hafnað.“Reynsluskóli hjá Krumma Þrátt fyrir að Gussi hafi aldrei farið í leiklistarnám þá hélt Hrafn Gunnlaugsson tryggð við hann sem leikara og það reyndist honum dýrmætur skóli sem sér reyndar ekki fyrir endann á. „Ég er búinn að vera að gaufa með Krumma alla tíð eftir að ég fékk þessa dellu. Er reyndar búinn að vera í öllum hans myndum nema þessari sænsku. En hver vill svo sem vera að leika í sænskri bíómynd. Eftir því sem ég kemst næst þá eru Hrafn og Ólafur Gunnarsson rithöfundur núna að vinna að handriti eftir Fóstbræðrasögu og ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því að mín áskrift sé í fullu gildi og ég fái mitt hlutverk eins og venjulega. Ég hef lært mikið af Krumma í gegnum tíðina og mér hefur alltaf þótt gott að vinna með honum. Sama hvert verkefnið þá vissi hann alltaf hvað hann vildi og það gera nú bara ekkert allir leikstjórar. Ef Krummi er norðurpóll þá er Kári suðurpóll. Þeir eru eins ólíkir einstaklingar og verið getur. Mér finnst samt líka gott að vinna með Degi Kára, það er bara öðruvísi vinna.“Á sunnudaginn fer Gussi til Berlínar til þess að vera viðstaddur frumsýningu Virgin Mountain eftir Dag Kára þar sem þessi viðkunnanlegi Gaflari er í aðalhlutverki í fyrsta sinn.vísir/STEFÁNJón þarf að hætta þessu rugli Gussi er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Fóstbræðrum þar sem hann skemmti þjóðinni vikulega í afar ólíkum hlutverkum. „Það er alveg klikkun að vinna í svona þáttum eins og Fóstbræðraþáttunum. Þetta eru alveg endalaust margir karakterar og stundum allt að þrír til fjórir á dag. Maður veit varla lengur hver maður er þegar maður kemur loksins heim til sín á kvöldin. En ferillinn fór nú soldið á flug þegar maður var í þessu og þetta var bráðskemmtilegt. Svo hef ég verið að leika aftur af og til með þessu fólki – Sigurjón er í nýju myndinni og svo lék ég með Steina í Steindanum en ég á alveg eftir að leika aftur með Jóni Gnarr. Hann þarf nú bara að hætta þessu helvítis rugli og fara aftur að gera eitthvað skemmtilegt.“Pönnukökur og kolsvartur húmor Sjómennskan hefur líka verið stór hluti af lífi Gussa og hann var einmitt á sjónum þegar Dagur Kári hafði samband við hann og sagðist vera með handrit sem væri eiginlega skrifað sérstaklega fyrir hann. „Ég var staddur á fraktara í Eystrasaltinu að steikja pönnukökur, svona eins og maður gerir, þegar hann hringdi í mig. Þetta var nú frekar óvænt. Ég hafði reyndar leikið hjá honum í einhverri stuttri Laxnessmynd átta árum áður og þá hafði hann eitthvað byrjað að pæla. Þetta er svona gaur þar sem hlutirnir eru að gerjast og svo kemur þetta einhverjum árum síðar þegar maður er sjálfur löngu búinn að gleyma öllu um þessar pælingar. Þannig að ég fór bara að lesa handrit á frívaktinni og fyrst leist mér nú ekki alveg á blikuna. Fannst þetta eitthvað óskaplega dramatískt og leiðinlegt og að það gerðist nú ósköp lítið í þessu. En svo fór ég að skoða þetta betur og þá alveg kolféll ég fyrir því. Fattaði þetta. Þetta er í rauninni gamanmynd en óneitanlega með alveg kolsvörtum húmor. Ég að minnsta kosti skellihlæ yfir svona húmor og er viss um að það eiga margir Íslendingar eftir að gera slíkt hið sama.“Mjúkar lendingar „Ég kom í land 2012 til þess að gera þessa mynd en svo dróst það nú eins og gengur og gerist í þessum bransa. Þetta var ekki tekið fyrr en 2013 og 2014 þannig að ég hef aldrei verið eins vel og vandlega undirbúinn. Svo þegar kom að tökunum þá var þetta auðvitað hörkuvinna með tólf tíma dögum og þá kom nú reynslan af sjónum sér vel. Að geta unnið langa daga og ekkert væl. Svo var líka alveg toppfólk í þessu sem var gaman að vinna með og það hefur rosalega mikið að segja. Þau hafa kannski frekar þurft að hafa áhyggjur af mér því það gengur stundum soldið á í kringum mig. Við tökur tókst mér að brjóta undan mér tvo stóla og eitt trébretti með þeim afleiðingum að ég steinlá. Það góða er hins vegar fyrir mann eins og mig að lendingarnar eru alltaf mjúkar.“Á rauða dreglinum Á sunnudaginn heldur Gussi til Berlínar til þess að vera viðstaddur frumsýninguna á Virgin Mountain á einni virtustu kvikmyndahátíð heims. Þar mun Gussi ganga eftir rauða dreglinum ásamt frægum kvikmyndastjörnum en hann er nú aðallega spenntur að sjá myndina. „Ég hef ekkert séð af myndinni enn þá. Hef verið að spara mér þetta því mig langar til þess að sjá myndina í heild sinni þegar þar að kemur. Ég hef samt engar áhyggjur af þessu, það er alfarið Dagur Kári sem þarf að vera í því að velta þessu fyrir sér og hann er góður í að spá og spekúlera. Svo er þessi danski tökumaður víst einhvers konar undrabarn þannig að þetta verður örugglega þrælflott hjá þeim, blessuðum. Maður sér það bara á plakatinu – allt svo einfalt og flott. Annars er ég bara lítill strákur í hinum stóra heimi sem er á leiðinni á rauða dregilinn. Ég veit að þetta verður dálítið skelfilegt en ætla nú bara að reyna að slappa af og njóta þess út í ystu æsar.“
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira