Handbolti

Valskonur í Höllina sjötta árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurlaug Rúnarsdóttir lék vel í kvöld.
Sigurlaug Rúnarsdóttir lék vel í kvöld. Vísir/Ernir
Valur varð fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna þegar liðið vann eins marks sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. 22-21.

Valur verður í undanúrslitunum ásamt ÍBV, Gróttu og Haukum og líkt og áður fara undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fram í Laugardalshöllinni.

Þetta er í sjötta árið í röð sem Valskonur taka þátt í bikarúrslitahelginni en þær hafa unnið bikarinn þrjú ár í röð og töpuðu í bikarúrslitaleikjunum 2010 og 2011.

Kristín Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Val í kvöld og Sigurlaug Rúnarsdóttir var með fimm mörk. Patricia Szölösi fór á kostum hjá Fylki og skoraði tíu mörk.

Bikarúrslitahelgin fer fram 26. til 28. febrúar næstkomandi en það á eftir að koma í ljós hvaða lið mætast í undanúrslitaleikjunum.



Fylkir - Valur 21-22 (11-13)

Mörk Fylkis:  Patricia Szölösi 10, Sigrún Birna Arnardóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Hildur Björnsdóttir 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1,  Hafdís Shizuka Iura 1.

Mörk Vals: Kristín Guðmundsdóttir 7, Sigurlaug Rúnarsdóttir 5, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Bryndís Elín Wöhler 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Sólveig Lóa Höskuldsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×