Lífið

Fimm lög verða flutt á ensku í úrslitakeppninni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ólöf erla
Fimm flytjendur í Söngvakeppni sjónvarpsins 2015 munu flytja lög sín á ensku í úrslitakeppninni á laugardaginn. Sjö lög keppa til úrslita og mun vinningslagið verða fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2015 sem fer fram í Vín í Austurríki í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Lögin verða flutt á því tungumáli sem þau yrðu flutt í Austurríki, bæru þau sigur úr býtum, en þetta er breyting frá síðasta ári. Á úrslitakvöldinu í ár verða lögin flutt í áætlaðri endanlegri mynd bæði í upphafi kvölds og einvíginu í lok kvölds.

Lögin fimm sem flutt verða á ensku eru þessi:

  • Fyrir alla – Cadem
  • Fjaðrir – Sunday
  • Lítil skref – María Ólafsdóttir
  • Í kvöld – Elín Sif Halldórsdóttir
  • Í síðasta skipti – Friðrik Dór
Tvö lög munu áfram syngja á íslensku, sem þýðir að þau verði flutt á íslensku á stóra sviðinu í Vín, komist þau alla leið:

  • Piltur og stúlka – Björn og félagar
  • Milljón augnablik – Haukur Heiðar
Gefa upp nöfn dómara í fyrsta sinn

Þá hefur ákvörðun verið tekin um að opinbera nöfn þeirra sem í dómnefndinni sitja, en það er í fyrsta sinn sem það er gert.

Einar Bárðarson er formaður dómnefndar en með honum situr einvala lið íslenskra tónlistarmanna. Það eru þau Sigríður Thorlacius, Stefán Hilmarsson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Valdimar Guðmundsson. 



Sjá einnig: Söngvakeppnin brýtur eigin reglur

Dómnefndin hefur helmingsvægi á móti símakosningu almennings í þættinum næsta laugardagskvöld. Samanlögð heildarniðurstaða dómnefndar og símakosningar mun leiða í ljós hvaða tvö lög skipa efstu sætin en lögin tvö verða þá flutt aftur og kosið verður á milli þeirra í hreinni símakosningu. 


Tengdar fréttir

Söngvakeppnin brýtur eigin reglur

Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.