Spyr hvort verslunarmenn sakni gjaldþrota Laugavegs ingvar haraldsson skrifar 11. febrúar 2015 13:06 "Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu. vísir/stefán/auðunn „Ég á erfitt með að skilja þessa túrismafóbíu. Varla saknar fólk tóms og gjaldþrota Laugavegs? Þvert móti hefur aldrei verið jafn mikið líf í miðbænum og flóra verslunar og veitingastaða líklegast aldrei verið meiri,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu um hvort lundabúðir og veitingastaðir séu að fæla alþjóðlegar verslunarkeðjur frá Laugaveginum. Magnús opnaði í desember verslun á vegum danska hönnunar- og húsgagnaframleiðandans NORR11 við Hverfisgötu. NORR11 rekur sjö sýningarrými í Evrópu, m.a. í Kaupmannahöfn, Berlín og London. „Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur. Okkar vörur eru tvítollaðar. Það er greiddur tollur af þeim þegar þær koma inn í Evrópusambandið og svo greiðum við 10 prósent toll þegar þær koma til landsins,“ segir Magnús. Í Morgunblaðinu í dag sagði Gunnar Guðjónsson, formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, að þekktar verslanir með alþjóðleg vörumerki vilji ekki opna við Laugaveginn vegna fjölda veitingastaða og lundabúða . „Almenn verslun er orðin undir og við taka lundabúðir og veitingastaðir,“ sagði Gunnar.Magnús segir það hafi verið sett sem skilyrði fyrir opnun Nor11 hér á landi að verslunin væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna.Túristabúðir stoppa ekki H&M á Strikinu Magnús segir ekkert því til fyrirstöðu að alþjóðlegar verslanakeðjur séu reknar hér á landi við hlið lundabúða. „Það eru fjölmargar túristabúðir á Strikinu en það stoppar ekki H&M að vera við hliðina á þeim,“ segir Magnús. Þá segir hann fjölda túristabúða á Laugarveginum einfaldlega vera hluti af eðlilegri borgarþróun. „Þetta sést líka í öðrum borgum. Stærri götur verða túristamiðaðri og göturnar í kring taka að lifna. Það er nýbúið að taka Hverfisgötuna í gegn og hér opna nýjar verslanir í hverjum mánuði. Þær eru oft sérhæfðari og metnaðarfyllri verslanir sem „lókallinn“ þekkir. Flottustu búðirnar eru ekki endilega á Strikinu heldur í hliðargötum,“ segir Magnús. Hann segir eigendur NORR11 hafi verið mjög spenntir fyrir íslenskum markaði. Það hafi verið sett sem skilyrði að opna verslunarinnar að hún væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Sjá meira
„Ég á erfitt með að skilja þessa túrismafóbíu. Varla saknar fólk tóms og gjaldþrota Laugavegs? Þvert móti hefur aldrei verið jafn mikið líf í miðbænum og flóra verslunar og veitingastaða líklegast aldrei verið meiri,“ segir Magnús Berg, verslunarrekandi við Hverfisgötu um hvort lundabúðir og veitingastaðir séu að fæla alþjóðlegar verslunarkeðjur frá Laugaveginum. Magnús opnaði í desember verslun á vegum danska hönnunar- og húsgagnaframleiðandans NORR11 við Hverfisgötu. NORR11 rekur sjö sýningarrými í Evrópu, m.a. í Kaupmannahöfn, Berlín og London. „Það er frekar örgjaldmiðill og tollar sem fæla frá erlendar verslunarkeðjur. Okkar vörur eru tvítollaðar. Það er greiddur tollur af þeim þegar þær koma inn í Evrópusambandið og svo greiðum við 10 prósent toll þegar þær koma til landsins,“ segir Magnús. Í Morgunblaðinu í dag sagði Gunnar Guðjónsson, formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, að þekktar verslanir með alþjóðleg vörumerki vilji ekki opna við Laugaveginn vegna fjölda veitingastaða og lundabúða . „Almenn verslun er orðin undir og við taka lundabúðir og veitingastaðir,“ sagði Gunnar.Magnús segir það hafi verið sett sem skilyrði fyrir opnun Nor11 hér á landi að verslunin væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna.Túristabúðir stoppa ekki H&M á Strikinu Magnús segir ekkert því til fyrirstöðu að alþjóðlegar verslanakeðjur séu reknar hér á landi við hlið lundabúða. „Það eru fjölmargar túristabúðir á Strikinu en það stoppar ekki H&M að vera við hliðina á þeim,“ segir Magnús. Þá segir hann fjölda túristabúða á Laugarveginum einfaldlega vera hluti af eðlilegri borgarþróun. „Þetta sést líka í öðrum borgum. Stærri götur verða túristamiðaðri og göturnar í kring taka að lifna. Það er nýbúið að taka Hverfisgötuna í gegn og hér opna nýjar verslanir í hverjum mánuði. Þær eru oft sérhæfðari og metnaðarfyllri verslanir sem „lókallinn“ þekkir. Flottustu búðirnar eru ekki endilega á Strikinu heldur í hliðargötum,“ segir Magnús. Hann segir eigendur NORR11 hafi verið mjög spenntir fyrir íslenskum markaði. Það hafi verið sett sem skilyrði að opna verslunarinnar að hún væri í miðbænum sem laði að bestu kúnnanna.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Sjá meira