Ný Kia Optima í Genf Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 11:38 Framhlutinn af nýjum Kia Optima. Kia hefur birt myndir af nýjum Optima bíl sínum sem fyrirtækið mun kynna á bílasýningunni í Genf sem hefst á fyrstu dögum næsta mánaðar. Kia Optima er ekki einn af magnsölubílum kóreska framleiðandans og hefur í raun átt frekar bágt með að vinna hylli Evrópubúa, þrátt fyrir að vera einstaklega fagur bíll. Kia seldi aðeins 3.406 Optima bíla í Evrópu á síðasta ári og jókst sala hans aðeins um 1% á milli ára. Í þessum D-stærðarflokki bíla er það Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Opel Insignia sem eiga sviðið og seljast í gríðarmiklu magni í álfunni. Nýr Kia Optima er teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi og með nýjum bíl hyggur Kia vafalaust á landvinninga í Evrópu. Annars hefði bílasýningin í Genf ekki orðið fyrir valinu fyrir frumsýningu hans. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent
Kia hefur birt myndir af nýjum Optima bíl sínum sem fyrirtækið mun kynna á bílasýningunni í Genf sem hefst á fyrstu dögum næsta mánaðar. Kia Optima er ekki einn af magnsölubílum kóreska framleiðandans og hefur í raun átt frekar bágt með að vinna hylli Evrópubúa, þrátt fyrir að vera einstaklega fagur bíll. Kia seldi aðeins 3.406 Optima bíla í Evrópu á síðasta ári og jókst sala hans aðeins um 1% á milli ára. Í þessum D-stærðarflokki bíla er það Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Opel Insignia sem eiga sviðið og seljast í gríðarmiklu magni í álfunni. Nýr Kia Optima er teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi og með nýjum bíl hyggur Kia vafalaust á landvinninga í Evrópu. Annars hefði bílasýningin í Genf ekki orðið fyrir valinu fyrir frumsýningu hans.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent