Hildur er síðasti viðmælandi Sindra Sindrasonar í þættinum Á uppleið, alla vega í bili, en þátturinn verður sýndur klukkan 20:00 í kvöld.
„Það er án efa ennþá erfiðara fyrir konur að samhæfa vinnu og heimilislíf,“ segir lögmaðurinn sem vinnur hjá Logos í London.
Hildur, sem er í sambúð með lögfræðingnum Jóni Skaftasyni ytra, hefur þau ráð til kvenna að velja maka vandlega ef þær vilja frama, tryggja að viðkomandi hafi skilning á því að þær vilji meira en að ala upp börn.