Þóknanir á heimsmælikvarða Stjórnarmaðurinn skrifar 11. febrúar 2015 09:00 Stjórnarmaðurinn las af athygli frétt Viðskiptablaðsins í síðustu viku um þóknanir slitastjórna bankanna. Þar sagði að slitastjórnir, skilanefndir og æðstu stjórnendur hefðu frá 2009 greitt sér ríflega fimm milljarða króna í þóknanir, en heildarkostnaður við skiptin hefði numið um 95 milljörðum króna. Stjórnarmaðurinn hnaut í framhaldi um staðhæfingu blaðamanns að „ekki væri um sérstaklega háar fjárhæðir að ræða“, enda næmi rekstrarkostnaður búanna einungis um 3% af heildarvirði eigna þeirra. Vert er að staldra við þessa fullyrðingu. Gjaldþrot Lehman Brothers er það stærsta í sögunni, og varla einfaldara í sniðum en uppgjör íslensku bankanna. Samt lauk formlegum skiptum í mars 2012, þótt enn séu einhverjir lausir endar eins og gengur. Talið er að kostnaður við uppgjör bús Lehman Brothers sé um 2% af heildareignum félagsins. Enron er annað stórt gjaldþrot á heimsmælikvarða. Þar var skiptakostnaður áætlaður ríflega 1% af heildareignum. Því er ekki rétt hjá blaðamanni eða slitastjórnum að rekstrarkostnaður íslensku búanna sé hóflegur. Þvert á móti er hann gríðarlega hár. Skoða má þóknanir sem slitastjórnirnar taka sér gagnrýnum augum. Svo virðist sem þeir einstaklingar sem að baki standa taki erlenda kollega sína í London og New York sér til fyrirmyndar þegar kemur að gjaldskránni. Ofangreindar borgir eru hins vegar viðskiptamiðstöðvar á heimsvísu, og laða að hæfileikafólk, hvort sem er í uppgjöri gjaldþrota fyrirtækja eða öðru. Verðlag er eftir því, og menn geta ímyndað sér þann rekstrarkostnað sem fellst í leigu og rekstri á stórri fasteign á besta stað í London. Sá kostnaður er gríðarlegur, og því nauðsynlegt að tekjur standi undir því og gott betur. Síðan getur fólk auðvitað bætt premíu ofan á fyrir það eitt að vera í fremstu röð. Það ágæta fólk sem stendur að skiptum bankanna, verður hins vegar seint talið í þeim klassa, enda oft einstaklingar sem fyrir tilviljun fengu eilífðargullgæs í kjöltuna. Síðan hafa þau komist upp með að taka sér stórborgarlaun á litla Íslandi, og greiða háar þóknanir til eigin félaga í formi ráðgjafagreiðslna. Er nema eðlilegt að fólk reyni að tefja verkefnið, eins og sú staðreynd að Kaupþing hefur ekki selt eign úr stóru eignasafni sínu í Bretlandi í þrjú ár, ber með sér? Hver drepur annars gullkálfinn?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Stjórnarmaðurinn las af athygli frétt Viðskiptablaðsins í síðustu viku um þóknanir slitastjórna bankanna. Þar sagði að slitastjórnir, skilanefndir og æðstu stjórnendur hefðu frá 2009 greitt sér ríflega fimm milljarða króna í þóknanir, en heildarkostnaður við skiptin hefði numið um 95 milljörðum króna. Stjórnarmaðurinn hnaut í framhaldi um staðhæfingu blaðamanns að „ekki væri um sérstaklega háar fjárhæðir að ræða“, enda næmi rekstrarkostnaður búanna einungis um 3% af heildarvirði eigna þeirra. Vert er að staldra við þessa fullyrðingu. Gjaldþrot Lehman Brothers er það stærsta í sögunni, og varla einfaldara í sniðum en uppgjör íslensku bankanna. Samt lauk formlegum skiptum í mars 2012, þótt enn séu einhverjir lausir endar eins og gengur. Talið er að kostnaður við uppgjör bús Lehman Brothers sé um 2% af heildareignum félagsins. Enron er annað stórt gjaldþrot á heimsmælikvarða. Þar var skiptakostnaður áætlaður ríflega 1% af heildareignum. Því er ekki rétt hjá blaðamanni eða slitastjórnum að rekstrarkostnaður íslensku búanna sé hóflegur. Þvert á móti er hann gríðarlega hár. Skoða má þóknanir sem slitastjórnirnar taka sér gagnrýnum augum. Svo virðist sem þeir einstaklingar sem að baki standa taki erlenda kollega sína í London og New York sér til fyrirmyndar þegar kemur að gjaldskránni. Ofangreindar borgir eru hins vegar viðskiptamiðstöðvar á heimsvísu, og laða að hæfileikafólk, hvort sem er í uppgjöri gjaldþrota fyrirtækja eða öðru. Verðlag er eftir því, og menn geta ímyndað sér þann rekstrarkostnað sem fellst í leigu og rekstri á stórri fasteign á besta stað í London. Sá kostnaður er gríðarlegur, og því nauðsynlegt að tekjur standi undir því og gott betur. Síðan getur fólk auðvitað bætt premíu ofan á fyrir það eitt að vera í fremstu röð. Það ágæta fólk sem stendur að skiptum bankanna, verður hins vegar seint talið í þeim klassa, enda oft einstaklingar sem fyrir tilviljun fengu eilífðargullgæs í kjöltuna. Síðan hafa þau komist upp með að taka sér stórborgarlaun á litla Íslandi, og greiða háar þóknanir til eigin félaga í formi ráðgjafagreiðslna. Er nema eðlilegt að fólk reyni að tefja verkefnið, eins og sú staðreynd að Kaupþing hefur ekki selt eign úr stóru eignasafni sínu í Bretlandi í þrjú ár, ber með sér? Hver drepur annars gullkálfinn?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira