Hyundai, Volvo og Benz selja bíla á netinu Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 10:29 Er framtíðin fólgin í bílkaupum á netinu. Hyundai hóf að selja bíla sína í Bretlandi beint á netinu í nóvember á síðasta ári. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hyggjast gera slíkt hið sama og eru Volvo og Mercedes Benz á meðal þeirra. Volvo hyggst hefja sölu á bílum sínum gegnum netið á þessu ári og á næsta ári verði sölukerfi þeirra á netinu fullmótað. Þetta gerir Volvo eftir að fyrirtækið komst að því með viðamikilli könnun að helmingur kaupenda Volvo bíla geta hugsað sér að kaupa gegnum netið. Volvo reið á vaðið með sölu bíla sinna á netinu þegar það bauð takmarkað upplag af nýja XC90 jeppanum þar í fyrra. Svo vel tókst til að megnið af bílunum sem í boði voru seldust á fyrsta klukkutímanum. Mercedes Benz hefur einnig tekið fyrstu skrefin í sölu bíla sinna á netinu, en hingað til hefur það takmarkast við tvær Evrópuborgir, Hamburg í Þýskalandi og Varsjá í Póllandi. Verð bílanna er það sama og hjá söluumboðum. Netsala þessi er gerð í tilraunaskyni, en er ekki hugsuð til að útrýma sýningarrýmum fyrir Mercedes Benz bíla, eingöngu styðja við þá. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent
Hyundai hóf að selja bíla sína í Bretlandi beint á netinu í nóvember á síðasta ári. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur hyggjast gera slíkt hið sama og eru Volvo og Mercedes Benz á meðal þeirra. Volvo hyggst hefja sölu á bílum sínum gegnum netið á þessu ári og á næsta ári verði sölukerfi þeirra á netinu fullmótað. Þetta gerir Volvo eftir að fyrirtækið komst að því með viðamikilli könnun að helmingur kaupenda Volvo bíla geta hugsað sér að kaupa gegnum netið. Volvo reið á vaðið með sölu bíla sinna á netinu þegar það bauð takmarkað upplag af nýja XC90 jeppanum þar í fyrra. Svo vel tókst til að megnið af bílunum sem í boði voru seldust á fyrsta klukkutímanum. Mercedes Benz hefur einnig tekið fyrstu skrefin í sölu bíla sinna á netinu, en hingað til hefur það takmarkast við tvær Evrópuborgir, Hamburg í Þýskalandi og Varsjá í Póllandi. Verð bílanna er það sama og hjá söluumboðum. Netsala þessi er gerð í tilraunaskyni, en er ekki hugsuð til að útrýma sýningarrýmum fyrir Mercedes Benz bíla, eingöngu styðja við þá.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent