Jenner systurnar með fatalínu fyrir Topshop Ritstjórn skrifar 2. júní 2015 09:00 Sumarlegt og ferskt frá Kylie og Kendall Jenner. Systurnar Kendall og Kylie Jenner hafa gert fatalínu í samstarfi við Topshop. Línan er væntanleg í verslanir hér á landi á morgun, 3.júní. Fatalínan er sumarleg og fersk en þær systur hafa víða vakið athygli fyrir skemmtilegan fatastíl enda með milljónir fylgjendur út um allan heim. "Við erum spenntar að sjá fötin okkar í Topshop - það er fullkomin verslun sem fangar orkuna í okkar fatahönnun. Þegar við vorum að leita að innblæstri í hönnuninni vildum við búa til fatnað sem sýnir okkar stíl og smellpassar inn í flesta fataskápa. Við vonum að það sé jafn gaman að klæðast fötunum eins og okkur fannst að hanna þau," segja systurnar í tilkynningu frá Topshop. Hér er smá sýnishorn af fötunum sem eru væntanleg í búðir - sumarlegra verður það varla.GallastuttbuxurHvít og sumarleg kápa.Léttar buxur fyrir sumarið.Samfestingur með stuttum skálmum.Fylgstu með Glamour á Facebook og á Instagram. Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour Leonardo DiCaprio og Orlando Bloom fóru saman á Coachella Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Victoria's Secret sýningin í ár verður í Sjanghæ Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour
Systurnar Kendall og Kylie Jenner hafa gert fatalínu í samstarfi við Topshop. Línan er væntanleg í verslanir hér á landi á morgun, 3.júní. Fatalínan er sumarleg og fersk en þær systur hafa víða vakið athygli fyrir skemmtilegan fatastíl enda með milljónir fylgjendur út um allan heim. "Við erum spenntar að sjá fötin okkar í Topshop - það er fullkomin verslun sem fangar orkuna í okkar fatahönnun. Þegar við vorum að leita að innblæstri í hönnuninni vildum við búa til fatnað sem sýnir okkar stíl og smellpassar inn í flesta fataskápa. Við vonum að það sé jafn gaman að klæðast fötunum eins og okkur fannst að hanna þau," segja systurnar í tilkynningu frá Topshop. Hér er smá sýnishorn af fötunum sem eru væntanleg í búðir - sumarlegra verður það varla.GallastuttbuxurHvít og sumarleg kápa.Léttar buxur fyrir sumarið.Samfestingur með stuttum skálmum.Fylgstu með Glamour á Facebook og á Instagram.
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Glamour Leonardo DiCaprio og Orlando Bloom fóru saman á Coachella Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Glimmer-skegg næsti man-bun? Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Victoria's Secret sýningin í ár verður í Sjanghæ Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour