Ragnheiður í skiptum fyrir aðra Ragnheiði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. júní 2015 09:00 Hér má sjá Gísla Pálma í bol sem hann gerði sjálfur. Rapparinn Gísli Pálmi heldur útgáfutónleika sína í Gamla bíói á fimmtudaginn og í tilefni af því hefur hann sjálfur búið til boli sem verða til sölu á tónleikunum. „Ég vildi hafa þetta persónulegt, allt í sambandi við þessa tónleika. Ég vann sjálfur að þessum bolum, að plaggötum og límmiðum. Ég hef til dæmis sjálfur hengt upp auglýsingar fyrir tónleikana. Ég hef líka notið góðs stuðnings vina minna í Glacier Mafia,“ útskýrir Gísli. Eins og sjá má er merki Glacier Mafia á bolunum og handþrykkti Gísli sjálfur merkið á þá. Ragnheiður Jónsdóttir, prófastur úr Vatnsmýri, sem er líklega þekktust meðal almennings fyrir að prýða fimm þúsund króna seðilinn, er greinileg fyrirmynd merkis Glacier Mafia. „Mér finnst bara mikilvægt að maður geri svona hluti sjálfur og þurfi ekki að treysta á einhver fyrirtæki að gera svona fyrir sig. Allt sem við höfum gert fyrir þessa tónleika er handgert, af mér og mínum. Ég fékk til dæmis gamla „graff-krúið“ mitt, CMF, til þess að hjálpa mér við vinnuna á lógunum.“ Undirbúningur fyrir útgáfutónleikana er nú á fullu. „Þetta verða lengstu tónleikar sem ég hef haldið,“ útskýrir Gísli og bætir við: „Ég mun flytja plötuna í heild sinni og með því.“ Plata Gísla Pálma, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi, hefur vakið gríðarlega athygli síðan hún kom út í síðasta mánuði. Platan sló sölumet hjá Smekkleysu og hefur fengið glimrandi dóma. Beðið er eftir útgáfutónleikunum með eftirvæntingu. Auk Gísla Pálma munu Egill Tiny og Sölvi Blöndal úr Quarashi, sveitirnar Gervisykur og Vaginaboys og söngvarinn Sutla Atlas koma fram. Bolirnir sem verða til sölu á tónleikunum eru gæðabolir, eins og Gísli útskýrir. „Við ákváðum að kaupa inn dýrari boli. Við tókum „fitted boli“ sem eru síðari og flottari. Þetta endist líka miklu betur en þessir ódýru bolir sem prentað er á. Hérna, finndu efnið,“ segir Gísli og réttir blaðamanni einn bol. Óhætt er að staðfesta að bolurinn sé úr gæðaefni sem var mjúkt viðkomu. Og þegar blaðamaður spyr Gísla Pálma um verðið á bolnum er svarið stutt og einfalt: „Ragnheiður í skiptum fyrir Ragnheiði.“ Tónleikarnir verða í Gamla bíói á fimmtudag og er húsið opnað klukkan 21. Enn er hægt að fá miða á vefsíðunni tix.is og í Smekkleysu á Laugavegi. Tengdar fréttir Quarashi kemur fram með Gísla Pálma 4. júní: „Gísli er að búa til framhaldslíf fyrir íslenskt hiphop“ "Gísli er að búa til framhaldslíf fyrir íslenskt hiphop,“ segir Sölvi Blöndal. Meðlimir Quarashi og Gísli Pálmi hafa tengst bræðraböndum lengi. Sveitin treður upp á útgáfutónleikum Gísla Pálma sem verða í Gamla bíói. 20. maí 2015 08:00 Innbyggð þrá að skapa eitthvað einstakt Ef Gísli Pálmi heldur rétt á spöðunum er þetta bara byrjunin á einhverju miklu stærra. 25. apríl 2015 12:00 Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45 Notendur Twitter hrósa Gísla Pálma í hástert: Platan lamaði Plain Vanilla Samnefndur frumburður Gísla Pálma kom út í dag. 16. apríl 2015 13:45 Gísli Pálmi heldur útgáfutónleika Rapparinn fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu sem fengið hefur góðar viðtökur. 18. maí 2015 07:30 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Rapparinn Gísli Pálmi heldur útgáfutónleika sína í Gamla bíói á fimmtudaginn og í tilefni af því hefur hann sjálfur búið til boli sem verða til sölu á tónleikunum. „Ég vildi hafa þetta persónulegt, allt í sambandi við þessa tónleika. Ég vann sjálfur að þessum bolum, að plaggötum og límmiðum. Ég hef til dæmis sjálfur hengt upp auglýsingar fyrir tónleikana. Ég hef líka notið góðs stuðnings vina minna í Glacier Mafia,“ útskýrir Gísli. Eins og sjá má er merki Glacier Mafia á bolunum og handþrykkti Gísli sjálfur merkið á þá. Ragnheiður Jónsdóttir, prófastur úr Vatnsmýri, sem er líklega þekktust meðal almennings fyrir að prýða fimm þúsund króna seðilinn, er greinileg fyrirmynd merkis Glacier Mafia. „Mér finnst bara mikilvægt að maður geri svona hluti sjálfur og þurfi ekki að treysta á einhver fyrirtæki að gera svona fyrir sig. Allt sem við höfum gert fyrir þessa tónleika er handgert, af mér og mínum. Ég fékk til dæmis gamla „graff-krúið“ mitt, CMF, til þess að hjálpa mér við vinnuna á lógunum.“ Undirbúningur fyrir útgáfutónleikana er nú á fullu. „Þetta verða lengstu tónleikar sem ég hef haldið,“ útskýrir Gísli og bætir við: „Ég mun flytja plötuna í heild sinni og með því.“ Plata Gísla Pálma, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi, hefur vakið gríðarlega athygli síðan hún kom út í síðasta mánuði. Platan sló sölumet hjá Smekkleysu og hefur fengið glimrandi dóma. Beðið er eftir útgáfutónleikunum með eftirvæntingu. Auk Gísla Pálma munu Egill Tiny og Sölvi Blöndal úr Quarashi, sveitirnar Gervisykur og Vaginaboys og söngvarinn Sutla Atlas koma fram. Bolirnir sem verða til sölu á tónleikunum eru gæðabolir, eins og Gísli útskýrir. „Við ákváðum að kaupa inn dýrari boli. Við tókum „fitted boli“ sem eru síðari og flottari. Þetta endist líka miklu betur en þessir ódýru bolir sem prentað er á. Hérna, finndu efnið,“ segir Gísli og réttir blaðamanni einn bol. Óhætt er að staðfesta að bolurinn sé úr gæðaefni sem var mjúkt viðkomu. Og þegar blaðamaður spyr Gísla Pálma um verðið á bolnum er svarið stutt og einfalt: „Ragnheiður í skiptum fyrir Ragnheiði.“ Tónleikarnir verða í Gamla bíói á fimmtudag og er húsið opnað klukkan 21. Enn er hægt að fá miða á vefsíðunni tix.is og í Smekkleysu á Laugavegi.
Tengdar fréttir Quarashi kemur fram með Gísla Pálma 4. júní: „Gísli er að búa til framhaldslíf fyrir íslenskt hiphop“ "Gísli er að búa til framhaldslíf fyrir íslenskt hiphop,“ segir Sölvi Blöndal. Meðlimir Quarashi og Gísli Pálmi hafa tengst bræðraböndum lengi. Sveitin treður upp á útgáfutónleikum Gísla Pálma sem verða í Gamla bíói. 20. maí 2015 08:00 Innbyggð þrá að skapa eitthvað einstakt Ef Gísli Pálmi heldur rétt á spöðunum er þetta bara byrjunin á einhverju miklu stærra. 25. apríl 2015 12:00 Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45 Notendur Twitter hrósa Gísla Pálma í hástert: Platan lamaði Plain Vanilla Samnefndur frumburður Gísla Pálma kom út í dag. 16. apríl 2015 13:45 Gísli Pálmi heldur útgáfutónleika Rapparinn fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu sem fengið hefur góðar viðtökur. 18. maí 2015 07:30 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Quarashi kemur fram með Gísla Pálma 4. júní: „Gísli er að búa til framhaldslíf fyrir íslenskt hiphop“ "Gísli er að búa til framhaldslíf fyrir íslenskt hiphop,“ segir Sölvi Blöndal. Meðlimir Quarashi og Gísli Pálmi hafa tengst bræðraböndum lengi. Sveitin treður upp á útgáfutónleikum Gísla Pálma sem verða í Gamla bíói. 20. maí 2015 08:00
Innbyggð þrá að skapa eitthvað einstakt Ef Gísli Pálmi heldur rétt á spöðunum er þetta bara byrjunin á einhverju miklu stærra. 25. apríl 2015 12:00
Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Plata rapparans Gísla Pálma sló met í plötuversluninni Smekkleysu í gær. Rapparinn er orðlaus og þakklátur. 17. apríl 2015 08:45
Notendur Twitter hrósa Gísla Pálma í hástert: Platan lamaði Plain Vanilla Samnefndur frumburður Gísla Pálma kom út í dag. 16. apríl 2015 13:45
Gísli Pálmi heldur útgáfutónleika Rapparinn fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu sem fengið hefur góðar viðtökur. 18. maí 2015 07:30
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp