Framleiðslu Dodge Viper hætt 2017 Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 09:44 Dodge Viper. Autoblog Sala Dodge Viper sporbílsins hefur verið afar dræm á undanförnum árum og allt útlit er fyrir að framleiðslu hans verði hætt árið 2017. Frá janúar til september á þessu ári hafa aðeins selst 503 bílar og hefur salan minnkað um 8% það sem af er ári. Dodge hefur reynt margt til að örva sölu bílsins, meðal annars með svokölluðu 1 to1 program, þar sem kaupendur bílanna geta persónugert sína bíla með ýmsu móti og Dodge hefur einnig framleitt ACR útgáfu bílsins sem sérhönnuð er til kappaksturs. Allt hefur komið fyrir ekki og nú virðist bíllinn kominn á endastöð. Í Dodge Viper er 10 strokka vél án forþjöppu, keflablásara og rafmagnsmótora, svolítið gamaldags útfærsla á öflugum sportbíl. Svo virðist sem kaupendum líki ekki sú aðferðafræði og kaupi fremur bíla með nýrri tækni. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent
Sala Dodge Viper sporbílsins hefur verið afar dræm á undanförnum árum og allt útlit er fyrir að framleiðslu hans verði hætt árið 2017. Frá janúar til september á þessu ári hafa aðeins selst 503 bílar og hefur salan minnkað um 8% það sem af er ári. Dodge hefur reynt margt til að örva sölu bílsins, meðal annars með svokölluðu 1 to1 program, þar sem kaupendur bílanna geta persónugert sína bíla með ýmsu móti og Dodge hefur einnig framleitt ACR útgáfu bílsins sem sérhönnuð er til kappaksturs. Allt hefur komið fyrir ekki og nú virðist bíllinn kominn á endastöð. Í Dodge Viper er 10 strokka vél án forþjöppu, keflablásara og rafmagnsmótora, svolítið gamaldags útfærsla á öflugum sportbíl. Svo virðist sem kaupendum líki ekki sú aðferðafræði og kaupi fremur bíla með nýrri tækni.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent