Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. október 2015 08:00 Ólafur F. Magnússon er kominn í tónlistina og semur bæði lög og texta. Fréttablaðið/Anton Brink Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. „Ég hef aldrei verið hamingjusamari og tónlistin hefur hjálpað mér gífurlega mikið við endurreisnina,“ segir Ólafur. Hann missti heilsuna og glímdi við mikil veikindi en reis aftur upp árið 2013. „Þetta er ótrúlegt, ég hef upplifað algjörlega nýtt líf síðan 2013, það er þá þegar ég rís upp nánast frá dauðum, eignast nýtt líf. Þegar ég kemst aftur út í lífið eftir veikindin fer ég að yrkja,“ segir Ólafur.Byrjaður að læra söng Lögin tvö sem komu út fyrir skömmu bera titlana Máttur gæskunnar og Ferðabæn. Ólafur vann lögin með Vilhjálmi Guðjónssyni og Gunnari Þórðarsyni og þá syngur Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir með Ólafi í öðru þeirra. Myndbönd við lögin voru frumsýnd á Vísi fyrir skömmu en Friðrik Grétarsson tók þau upp. „Það var mikil gæfa að hitta Vilhjálm Guðjónsson. Ég á honum að þakka að ég þorði að byrja að syngja sjálfur. Ég samdi til dæmis Ferðabænina 25. júní síðastliðinn og fór þá með hana til Vilhjálms og hún varð fljótlega að lagi. Við töluðum svo við Gunnar Þórðarson sem tók vel í að spila undir við þetta lag,“ útskýrir Ólafur, en lögin eru tekin upp í hljóðveri Vilhjálms. Ólafur hefur verið að læra söng hjá Guðlaugu. „Hún er ótrúlega fjölhæf tónlistarkona, söngkona góð og með afbrigðum góður kennari. Ég er henni mjög þakklátur.“ Hann fékk þó ekki tónlistarmenntun þegar hann var barn en varð fljótt hrifinn af tónlist í æsku og segir Tsjaíkovskíj og Bítlana vera sína eftirlætistónlistarmenn og -hljómsveit. „Ég er er ekki nútímamaður þegar kemur að tónlist og enginn rokkari en hef melódískan smekk,“ bætir hann við.Bjargaði Austurbæjarbíói Ólafur segir þó að upphaf tónlistarferilsins megi rekja til ársins 2003. „Það var þegar ég bjargaði Austurbæjarbíói frá niðurrifi, þá héldu Hljómar 40 ára afmælistónleika þar til styrktar Austurbæjarbíói og síðan þá höfum við Gunnar verið miklir félagar. Ég leitaði svo ráða hjá honum síðar varðandi lögin og benti hann mér á að tala við meistara Vilhjálm Guðjónsson. Vilhjálmur er hógvær, þolinmóður og ljúfur og maður færist allur í aukana á að vinna með slíkum snillingi.“ Ólafur hefur þó áður samið tónlist og hefur meðal annars sent inn lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Páll Rósinkranz hefur sungið fimm lög fyrir mig, tvö þeirra hef ég sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins,“ segir Ólafur og bætir við: „Ég ætla að gefa þessum óbirtu lögum eftir mig, með söng Páls, sem er að mínu mati okkar fremsti dægurlagasöngvari, við undirleik Vilhjálms, tónföður míns og lærimeistara, tækifæri, í Söngvakeppni Sjónvarpsins, áður en þau verða flutt opinberlega.“Feginn að vera laus úr pólitíkinni Eins og fyrr segir var Ólafur borgarstjóri árið 2008 og var í borgarstjórn í um tuttugu ár en vegna deilna gegndi hann því embætti til skamms tíma en segist vera ákaflega hamingjusamur með að vera laus úr pólitíkinni. „Það fór að birta til hjá mér þegar ég fór úr borgarstjórn. Ég var líka svo innilega feginn, haustið 2008, að vera laus undan návist Hönnu Birnu, að ég samdi lag, sem heitir Ákall og er við ljóð afa míns, Stefáns Ágústs Kristjánssonar,“ segir Ólafur léttur í lund. Hann segist ekki stefna á plötuútgáfu sem stendur en ætlar að gefa út lög áfram. „Ef tími væri til þá tæki stuttan tíma að gera heilan geisladisk en það er ekki í augsýn og ekki markmið á þessari stundu. Ég er enginn tónlistarmaður,“ bætir Ólafur við og hlær. Tengdar fréttir Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira
Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. „Ég hef aldrei verið hamingjusamari og tónlistin hefur hjálpað mér gífurlega mikið við endurreisnina,“ segir Ólafur. Hann missti heilsuna og glímdi við mikil veikindi en reis aftur upp árið 2013. „Þetta er ótrúlegt, ég hef upplifað algjörlega nýtt líf síðan 2013, það er þá þegar ég rís upp nánast frá dauðum, eignast nýtt líf. Þegar ég kemst aftur út í lífið eftir veikindin fer ég að yrkja,“ segir Ólafur.Byrjaður að læra söng Lögin tvö sem komu út fyrir skömmu bera titlana Máttur gæskunnar og Ferðabæn. Ólafur vann lögin með Vilhjálmi Guðjónssyni og Gunnari Þórðarsyni og þá syngur Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir með Ólafi í öðru þeirra. Myndbönd við lögin voru frumsýnd á Vísi fyrir skömmu en Friðrik Grétarsson tók þau upp. „Það var mikil gæfa að hitta Vilhjálm Guðjónsson. Ég á honum að þakka að ég þorði að byrja að syngja sjálfur. Ég samdi til dæmis Ferðabænina 25. júní síðastliðinn og fór þá með hana til Vilhjálms og hún varð fljótlega að lagi. Við töluðum svo við Gunnar Þórðarson sem tók vel í að spila undir við þetta lag,“ útskýrir Ólafur, en lögin eru tekin upp í hljóðveri Vilhjálms. Ólafur hefur verið að læra söng hjá Guðlaugu. „Hún er ótrúlega fjölhæf tónlistarkona, söngkona góð og með afbrigðum góður kennari. Ég er henni mjög þakklátur.“ Hann fékk þó ekki tónlistarmenntun þegar hann var barn en varð fljótt hrifinn af tónlist í æsku og segir Tsjaíkovskíj og Bítlana vera sína eftirlætistónlistarmenn og -hljómsveit. „Ég er er ekki nútímamaður þegar kemur að tónlist og enginn rokkari en hef melódískan smekk,“ bætir hann við.Bjargaði Austurbæjarbíói Ólafur segir þó að upphaf tónlistarferilsins megi rekja til ársins 2003. „Það var þegar ég bjargaði Austurbæjarbíói frá niðurrifi, þá héldu Hljómar 40 ára afmælistónleika þar til styrktar Austurbæjarbíói og síðan þá höfum við Gunnar verið miklir félagar. Ég leitaði svo ráða hjá honum síðar varðandi lögin og benti hann mér á að tala við meistara Vilhjálm Guðjónsson. Vilhjálmur er hógvær, þolinmóður og ljúfur og maður færist allur í aukana á að vinna með slíkum snillingi.“ Ólafur hefur þó áður samið tónlist og hefur meðal annars sent inn lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Páll Rósinkranz hefur sungið fimm lög fyrir mig, tvö þeirra hef ég sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins,“ segir Ólafur og bætir við: „Ég ætla að gefa þessum óbirtu lögum eftir mig, með söng Páls, sem er að mínu mati okkar fremsti dægurlagasöngvari, við undirleik Vilhjálms, tónföður míns og lærimeistara, tækifæri, í Söngvakeppni Sjónvarpsins, áður en þau verða flutt opinberlega.“Feginn að vera laus úr pólitíkinni Eins og fyrr segir var Ólafur borgarstjóri árið 2008 og var í borgarstjórn í um tuttugu ár en vegna deilna gegndi hann því embætti til skamms tíma en segist vera ákaflega hamingjusamur með að vera laus úr pólitíkinni. „Það fór að birta til hjá mér þegar ég fór úr borgarstjórn. Ég var líka svo innilega feginn, haustið 2008, að vera laus undan návist Hönnu Birnu, að ég samdi lag, sem heitir Ákall og er við ljóð afa míns, Stefáns Ágústs Kristjánssonar,“ segir Ólafur léttur í lund. Hann segist ekki stefna á plötuútgáfu sem stendur en ætlar að gefa út lög áfram. „Ef tími væri til þá tæki stuttan tíma að gera heilan geisladisk en það er ekki í augsýn og ekki markmið á þessari stundu. Ég er enginn tónlistarmaður,“ bætir Ólafur við og hlær.
Tengdar fréttir Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56
Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35