Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. október 2015 08:00 Ólafur F. Magnússon er kominn í tónlistina og semur bæði lög og texta. Fréttablaðið/Anton Brink Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. „Ég hef aldrei verið hamingjusamari og tónlistin hefur hjálpað mér gífurlega mikið við endurreisnina,“ segir Ólafur. Hann missti heilsuna og glímdi við mikil veikindi en reis aftur upp árið 2013. „Þetta er ótrúlegt, ég hef upplifað algjörlega nýtt líf síðan 2013, það er þá þegar ég rís upp nánast frá dauðum, eignast nýtt líf. Þegar ég kemst aftur út í lífið eftir veikindin fer ég að yrkja,“ segir Ólafur.Byrjaður að læra söng Lögin tvö sem komu út fyrir skömmu bera titlana Máttur gæskunnar og Ferðabæn. Ólafur vann lögin með Vilhjálmi Guðjónssyni og Gunnari Þórðarsyni og þá syngur Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir með Ólafi í öðru þeirra. Myndbönd við lögin voru frumsýnd á Vísi fyrir skömmu en Friðrik Grétarsson tók þau upp. „Það var mikil gæfa að hitta Vilhjálm Guðjónsson. Ég á honum að þakka að ég þorði að byrja að syngja sjálfur. Ég samdi til dæmis Ferðabænina 25. júní síðastliðinn og fór þá með hana til Vilhjálms og hún varð fljótlega að lagi. Við töluðum svo við Gunnar Þórðarson sem tók vel í að spila undir við þetta lag,“ útskýrir Ólafur, en lögin eru tekin upp í hljóðveri Vilhjálms. Ólafur hefur verið að læra söng hjá Guðlaugu. „Hún er ótrúlega fjölhæf tónlistarkona, söngkona góð og með afbrigðum góður kennari. Ég er henni mjög þakklátur.“ Hann fékk þó ekki tónlistarmenntun þegar hann var barn en varð fljótt hrifinn af tónlist í æsku og segir Tsjaíkovskíj og Bítlana vera sína eftirlætistónlistarmenn og -hljómsveit. „Ég er er ekki nútímamaður þegar kemur að tónlist og enginn rokkari en hef melódískan smekk,“ bætir hann við.Bjargaði Austurbæjarbíói Ólafur segir þó að upphaf tónlistarferilsins megi rekja til ársins 2003. „Það var þegar ég bjargaði Austurbæjarbíói frá niðurrifi, þá héldu Hljómar 40 ára afmælistónleika þar til styrktar Austurbæjarbíói og síðan þá höfum við Gunnar verið miklir félagar. Ég leitaði svo ráða hjá honum síðar varðandi lögin og benti hann mér á að tala við meistara Vilhjálm Guðjónsson. Vilhjálmur er hógvær, þolinmóður og ljúfur og maður færist allur í aukana á að vinna með slíkum snillingi.“ Ólafur hefur þó áður samið tónlist og hefur meðal annars sent inn lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Páll Rósinkranz hefur sungið fimm lög fyrir mig, tvö þeirra hef ég sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins,“ segir Ólafur og bætir við: „Ég ætla að gefa þessum óbirtu lögum eftir mig, með söng Páls, sem er að mínu mati okkar fremsti dægurlagasöngvari, við undirleik Vilhjálms, tónföður míns og lærimeistara, tækifæri, í Söngvakeppni Sjónvarpsins, áður en þau verða flutt opinberlega.“Feginn að vera laus úr pólitíkinni Eins og fyrr segir var Ólafur borgarstjóri árið 2008 og var í borgarstjórn í um tuttugu ár en vegna deilna gegndi hann því embætti til skamms tíma en segist vera ákaflega hamingjusamur með að vera laus úr pólitíkinni. „Það fór að birta til hjá mér þegar ég fór úr borgarstjórn. Ég var líka svo innilega feginn, haustið 2008, að vera laus undan návist Hönnu Birnu, að ég samdi lag, sem heitir Ákall og er við ljóð afa míns, Stefáns Ágústs Kristjánssonar,“ segir Ólafur léttur í lund. Hann segist ekki stefna á plötuútgáfu sem stendur en ætlar að gefa út lög áfram. „Ef tími væri til þá tæki stuttan tíma að gera heilan geisladisk en það er ekki í augsýn og ekki markmið á þessari stundu. Ég er enginn tónlistarmaður,“ bætir Ólafur við og hlær. Tengdar fréttir Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Sjá meira
Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. „Ég hef aldrei verið hamingjusamari og tónlistin hefur hjálpað mér gífurlega mikið við endurreisnina,“ segir Ólafur. Hann missti heilsuna og glímdi við mikil veikindi en reis aftur upp árið 2013. „Þetta er ótrúlegt, ég hef upplifað algjörlega nýtt líf síðan 2013, það er þá þegar ég rís upp nánast frá dauðum, eignast nýtt líf. Þegar ég kemst aftur út í lífið eftir veikindin fer ég að yrkja,“ segir Ólafur.Byrjaður að læra söng Lögin tvö sem komu út fyrir skömmu bera titlana Máttur gæskunnar og Ferðabæn. Ólafur vann lögin með Vilhjálmi Guðjónssyni og Gunnari Þórðarsyni og þá syngur Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir með Ólafi í öðru þeirra. Myndbönd við lögin voru frumsýnd á Vísi fyrir skömmu en Friðrik Grétarsson tók þau upp. „Það var mikil gæfa að hitta Vilhjálm Guðjónsson. Ég á honum að þakka að ég þorði að byrja að syngja sjálfur. Ég samdi til dæmis Ferðabænina 25. júní síðastliðinn og fór þá með hana til Vilhjálms og hún varð fljótlega að lagi. Við töluðum svo við Gunnar Þórðarson sem tók vel í að spila undir við þetta lag,“ útskýrir Ólafur, en lögin eru tekin upp í hljóðveri Vilhjálms. Ólafur hefur verið að læra söng hjá Guðlaugu. „Hún er ótrúlega fjölhæf tónlistarkona, söngkona góð og með afbrigðum góður kennari. Ég er henni mjög þakklátur.“ Hann fékk þó ekki tónlistarmenntun þegar hann var barn en varð fljótt hrifinn af tónlist í æsku og segir Tsjaíkovskíj og Bítlana vera sína eftirlætistónlistarmenn og -hljómsveit. „Ég er er ekki nútímamaður þegar kemur að tónlist og enginn rokkari en hef melódískan smekk,“ bætir hann við.Bjargaði Austurbæjarbíói Ólafur segir þó að upphaf tónlistarferilsins megi rekja til ársins 2003. „Það var þegar ég bjargaði Austurbæjarbíói frá niðurrifi, þá héldu Hljómar 40 ára afmælistónleika þar til styrktar Austurbæjarbíói og síðan þá höfum við Gunnar verið miklir félagar. Ég leitaði svo ráða hjá honum síðar varðandi lögin og benti hann mér á að tala við meistara Vilhjálm Guðjónsson. Vilhjálmur er hógvær, þolinmóður og ljúfur og maður færist allur í aukana á að vinna með slíkum snillingi.“ Ólafur hefur þó áður samið tónlist og hefur meðal annars sent inn lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Páll Rósinkranz hefur sungið fimm lög fyrir mig, tvö þeirra hef ég sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins,“ segir Ólafur og bætir við: „Ég ætla að gefa þessum óbirtu lögum eftir mig, með söng Páls, sem er að mínu mati okkar fremsti dægurlagasöngvari, við undirleik Vilhjálms, tónföður míns og lærimeistara, tækifæri, í Söngvakeppni Sjónvarpsins, áður en þau verða flutt opinberlega.“Feginn að vera laus úr pólitíkinni Eins og fyrr segir var Ólafur borgarstjóri árið 2008 og var í borgarstjórn í um tuttugu ár en vegna deilna gegndi hann því embætti til skamms tíma en segist vera ákaflega hamingjusamur með að vera laus úr pólitíkinni. „Það fór að birta til hjá mér þegar ég fór úr borgarstjórn. Ég var líka svo innilega feginn, haustið 2008, að vera laus undan návist Hönnu Birnu, að ég samdi lag, sem heitir Ákall og er við ljóð afa míns, Stefáns Ágústs Kristjánssonar,“ segir Ólafur léttur í lund. Hann segist ekki stefna á plötuútgáfu sem stendur en ætlar að gefa út lög áfram. „Ef tími væri til þá tæki stuttan tíma að gera heilan geisladisk en það er ekki í augsýn og ekki markmið á þessari stundu. Ég er enginn tónlistarmaður,“ bætir Ólafur við og hlær.
Tengdar fréttir Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56
Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35