Var Sofia einstaklega glæsileg í hvítum kjól frá sænska hönnuðinum Ida Sjöstedt úr silki og handgerðri blúndu frá Jose Maria Ruiz. Kórónuna fékk hún að gjöf frá tengdaforeldrum sínum, Silvíu drottningu og Karl Gustaf.

Ætli það hafi ekki hneykslað einhverja, en mun þetta líklega vera í fyrsta sinn sem húðflúr sést í konunglegu brúðkaupi.
Sofia og Carl Philip kynntust árið 2010 á veitingastað en parið tilkynnti um trúlofun sína í júní í fyrra.
