Erfiðast að yfirgefa fjölskylduna Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. júní 2015 09:00 Kaleo kemur til Íslands í tíu daga í júlí en þó verður tíminn á Íslandi annasamur. Mynd/Baldvin Vernharðsson Hljómsveitin Kaleo skrifaði í desember á síðasta ári undir plötusamning við Atlantic Records og svokallaðan „publishing“-samning við Warner/Chappell Music. Í kjölfarið flutti sveitin til Bandaríkjanna og hefur nú verið búsett í Austin í Texas síðan í janúar. Eruð þið ekkert komnir með ógeð hver á öðrum eftir fimm mánaða sambúð? „Jú, við erum komnir með ógeð. Nei nei, ég segi svona. Þetta hefur gengið frekar vel, við búum saman í rúmgóðu húsi í Texas. Myndatökumaðurinn okkar og tour managerinn (ferðastjórinn) búa einnig með okkur og svo er hljóðmaðurinn einnig mikið með okkur þannig að þetta er svaka búskapur. Við erum allir svo góðir vinir og gerum allt saman þannig að það er auðvelt að slá öllu upp í grín og menn taka sig ekki of alvarlega,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikari Kaleo, um sambúðina.30.000 mílur á þremur mánuðum Þrátt fyrir um fimm mánaða dvöl ytra hafa þeir félagar einungis eytt um fjórum til fimm vikum í húsinu sjálfu því þeir hafa verið á miklu ferðalagi. „Það er aðeins leiðinlegra að vera í rútunni en í húsinu og þá reynir mest á samveruna. Þetta er mikið ævintýri og maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Suma daga situr maður í bílnum í 17 tíma en aðra daga er maður að skoða nýja staði og spennandi borgir. Dagarnir eru mismunandi, stundum þrjú eða fjögur gigg á dag og stundum fer allur dagurinn í eitthvað annað eins og stúdíó,“ útskýrir Jökull. Kaleo hefur ferðast um 20 til 30 þúsund mílur á síðustu þremur mánuðum og ferðast um í kringum 30 fylki. „Maður ræður ekkert rosalega miklu, maður fylgir stífu plani og það getur verið erfitt að syngja þrisvar eða fjórum sinnum á dag á þétt bókuðum túr. Við kunnum að meta frídagana, það er líka mikill kostur að það er oftast gott veður þar sem maður er. Við kvörtum ekki yfir því.“ Hljómsveitin og þeirra teymi ferðast um á tíu manna Sprinter. „Við erum með kojur og það geta fimm sofið aftur í. Þetta er helvíti þröngt þegar við erum sex eða sjö í bílnum en það er hægt að drepa tímann með því að spila FIFA, lesa eða horfa á sjónvarpið og fleira.“Jökull og félagar senda brátt frá sér nýtt lag sem heitir Way Down We Go.Mynd/Michelle StancilRolling Stones-tónleikar 17. júní Atlantic Records er samvinnuþýtt Kaleo og fá strákarnir að taka upp í flottum hljóðverum þegar þeir hafa lausan tíma á viðkomustöðum sínum. „Við fáum að vinna í mjög fínum stúdíóum og höfum tekið slatta upp í Chicago, Los Angeles, Nashville og svo auðvitað í Austin.“ Þeir félagar eru þessa dagana staddir í Tennessee og spiluðu á Bonnaroo-tólistarhátíðinni í Tennessee á dögunum. Þeir ætla að nýta stoppið vel. „Við verðum hér yfir helgina og ætlum að sjá fleiri listamenn hérna eins og Robert Plant og Billy Joel, við förum svo til Nashville að taka upp og ætlum meira að segja að halda upp þjóðhátíðardaginn með því að fara að sjá Rolling Stones 17. júní,“ segir Jökull alsæll. Lífið er þó ekki alltaf dans á rósum þegar þú ert í hljómsveit að elta drauminn erlendis og þarft að yfirgefa fjölskyldu og vini í langan tíma. Kaleo var á tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy og einnig hefur sveitin verið iðin við að koma fram á eigin tónleikum. „Þetta er bara vinna og aftur vinna. Þegar maður hugsar um að fara útvarpshringinn heima á Íslandi og spila t.d. fyrir Rás 2 og 365 miðla, þá er þetta örugglega þúsund sinnum stærri hringur hér. Við erum að spila mikið órafmagnað á útvarpsstöðvum og svo oft með tónleika sama kvöld. Það er mikilvægt að koma fram og vera sýnilegur. Við getum auðvitað ekki kvartað þar sem það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar,“ segir Jökull.Erfitt að yfirgefa fjölskyldu og vini En eruð þið ekki komnir með smá heimþrá eftir allan þennan tíma? „Það er auðvitað erfitt að yfirgefa fjölskylduna og vini og við getum ekki beðið eftir að koma heim. Við reyndum að fá það í gegn gagnvart plötufyrirtækinu og dagskránni hér úti að fá að koma heim í sumar, það var alltaf eitt af okkar markmiðum og við erum ákaflega ánægðir með að það hafi gengið,“ segir Jökull. Þeir félagar hafa þó reynt að hvetja vinina til að koma í heimsókn enda búa þeir í stóru húsi með sundlaug og öðru slíku.Hlakka til að koma heim Kaleo kemur til Íslands í tíu daga í júlí en þó verður tíminn á Íslandi annasamur. „Við komum heim í tíu daga í júlí og ætlum að nýta tímann vel. Við erum að fara að taka upp nokkur „live performance“-myndbönd því okkur langar að nýta íslensku náttúruna og íslenska sumarið í myndböndin. Það verður líka gaman að sýna Könunum Ísland. Það koma einhverjir á vegum Atlantic Records og einnig umboðsmaðurinn okkar og líklega einhverjir fleiri sem hafa verið að vinna með okkur hérna úti,” segir Jökull um dvölina á Íslandi. Kaleo kemur fram í Gamla bíói þann 11. júlí og verða tónleikarnir jafnframt einu sjálfstæðu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á þessu ári. „Við erum gífurlega spenntir fyrir tónleikunum. Við erum að undirbúa stærra „show“ og fáum til liðs við okkur úrvals hljóðfæraleikara. Síðustu tónleikar sem við héldum í Gamla bíói í nóvember heppnuðust frábærlega og við hlökkum til að gera enn betur. Einnig ætlar hljómsveitin VAR að hita upp og hvetjum við fólk til að kynna sér þau.“Á góðri sólarstundu vestanhafs.Heiður að hita upp fyrir Kings of Leon Hins vegar kemur sveitin aftur fram á Íslandi þann 13. ágúst þegar hún hitar upp fyrir hljómsveitina Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mikill heiður að fá að hita upp fyrir þá. Við hikuðum ekki þegar okkur var boðið að spila.” Kaleo hefur að undanförnu verið á fullu að kynna sitt nýjasta smáskífulag, All The Pretty Girls. Þeir félagar eru með nýtt lag sem stefnt er á að koma út sem allra fyrst. „Við erum að vinna í lagi sem heitir Way Down We Go sem er frekar mikill blús í grunninn. Hérna virka hlutirnir aðeins öðruvísi en heima. Það er ekki sjálfgefið að fá að koma singli út svona skömmu eftir að síðasti singull kom út. Þeir vilja ekki fleira en eitt lag í einu og það tekur töluvert lengri tíma að vinna hvert lag en gengur og gerist í Evrópu. Við höfum engu að síður fengið leyfi til að gefa lagið út á Íslandi svo að það styttist í það,“ útskýrir Jökull.Ekki orðnir milljónamæringar Spurður út í peningamálin og hvort þeir félagar séu að hala inn mikið af peningum á þessu öllu saman, er svarið einfalt. „Við erum ekki búnir að græða mikinn pening. Persónulega erum við ekki að velta neinu gífurlegu, þetta eru bara peningar sem fara í að halda batteríinu gangandi. Það er ákveðin fjárhæð sem samið er um í byrjun, sá peningur er til að láta pakkann ganga upp í tveggja, þriggja ára plani. Við persónulega erum ekki að græða, við getum samt ekki kvartað þar sem við lifum á tónlistinni, það eru þvílík forréttindi að geta tekið upp með fólki sem þú vilt vinna með og starfað við tónlistina. Þrátt fyrir það þá er þetta hark og við reynum að hafa útgjöldin í lágmarki,“ segir Jökull og bætir við. „Þetta eru í raun fyrirframpeningur frá plötufyrirtækinu sem maður fær til að fjármagna planið sem er næstu tvö, þrjú árin.“ Eins og fram kemur hér að ofan nær þetta grunnplan Kaleo til tveggja til þriggja ára og verður sveitin mikið í Bandaríkjunum næstu árin. „Það sem eftir er af árinu munum við halda áfram að ferðast og spila í Bandaríkjunum ásamt því að klára upptökur á plötu. Við eigum gífurlega mikið af tónlist sem við hlökkum til að koma frá okkur. Hingað til hefur gengið mjög vel og við erum mjög spenntir fyrir framhaldinu.“Kaleo kemur fram í Gamla bíói þann 11. júlí og verða tónleikarnir jafnframt einu sjálfstæðu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á þessu ári.Mynd/Michelle Stancil Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo skrifaði í desember á síðasta ári undir plötusamning við Atlantic Records og svokallaðan „publishing“-samning við Warner/Chappell Music. Í kjölfarið flutti sveitin til Bandaríkjanna og hefur nú verið búsett í Austin í Texas síðan í janúar. Eruð þið ekkert komnir með ógeð hver á öðrum eftir fimm mánaða sambúð? „Jú, við erum komnir með ógeð. Nei nei, ég segi svona. Þetta hefur gengið frekar vel, við búum saman í rúmgóðu húsi í Texas. Myndatökumaðurinn okkar og tour managerinn (ferðastjórinn) búa einnig með okkur og svo er hljóðmaðurinn einnig mikið með okkur þannig að þetta er svaka búskapur. Við erum allir svo góðir vinir og gerum allt saman þannig að það er auðvelt að slá öllu upp í grín og menn taka sig ekki of alvarlega,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikari Kaleo, um sambúðina.30.000 mílur á þremur mánuðum Þrátt fyrir um fimm mánaða dvöl ytra hafa þeir félagar einungis eytt um fjórum til fimm vikum í húsinu sjálfu því þeir hafa verið á miklu ferðalagi. „Það er aðeins leiðinlegra að vera í rútunni en í húsinu og þá reynir mest á samveruna. Þetta er mikið ævintýri og maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Suma daga situr maður í bílnum í 17 tíma en aðra daga er maður að skoða nýja staði og spennandi borgir. Dagarnir eru mismunandi, stundum þrjú eða fjögur gigg á dag og stundum fer allur dagurinn í eitthvað annað eins og stúdíó,“ útskýrir Jökull. Kaleo hefur ferðast um 20 til 30 þúsund mílur á síðustu þremur mánuðum og ferðast um í kringum 30 fylki. „Maður ræður ekkert rosalega miklu, maður fylgir stífu plani og það getur verið erfitt að syngja þrisvar eða fjórum sinnum á dag á þétt bókuðum túr. Við kunnum að meta frídagana, það er líka mikill kostur að það er oftast gott veður þar sem maður er. Við kvörtum ekki yfir því.“ Hljómsveitin og þeirra teymi ferðast um á tíu manna Sprinter. „Við erum með kojur og það geta fimm sofið aftur í. Þetta er helvíti þröngt þegar við erum sex eða sjö í bílnum en það er hægt að drepa tímann með því að spila FIFA, lesa eða horfa á sjónvarpið og fleira.“Jökull og félagar senda brátt frá sér nýtt lag sem heitir Way Down We Go.Mynd/Michelle StancilRolling Stones-tónleikar 17. júní Atlantic Records er samvinnuþýtt Kaleo og fá strákarnir að taka upp í flottum hljóðverum þegar þeir hafa lausan tíma á viðkomustöðum sínum. „Við fáum að vinna í mjög fínum stúdíóum og höfum tekið slatta upp í Chicago, Los Angeles, Nashville og svo auðvitað í Austin.“ Þeir félagar eru þessa dagana staddir í Tennessee og spiluðu á Bonnaroo-tólistarhátíðinni í Tennessee á dögunum. Þeir ætla að nýta stoppið vel. „Við verðum hér yfir helgina og ætlum að sjá fleiri listamenn hérna eins og Robert Plant og Billy Joel, við förum svo til Nashville að taka upp og ætlum meira að segja að halda upp þjóðhátíðardaginn með því að fara að sjá Rolling Stones 17. júní,“ segir Jökull alsæll. Lífið er þó ekki alltaf dans á rósum þegar þú ert í hljómsveit að elta drauminn erlendis og þarft að yfirgefa fjölskyldu og vini í langan tíma. Kaleo var á tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy og einnig hefur sveitin verið iðin við að koma fram á eigin tónleikum. „Þetta er bara vinna og aftur vinna. Þegar maður hugsar um að fara útvarpshringinn heima á Íslandi og spila t.d. fyrir Rás 2 og 365 miðla, þá er þetta örugglega þúsund sinnum stærri hringur hér. Við erum að spila mikið órafmagnað á útvarpsstöðvum og svo oft með tónleika sama kvöld. Það er mikilvægt að koma fram og vera sýnilegur. Við getum auðvitað ekki kvartað þar sem það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar,“ segir Jökull.Erfitt að yfirgefa fjölskyldu og vini En eruð þið ekki komnir með smá heimþrá eftir allan þennan tíma? „Það er auðvitað erfitt að yfirgefa fjölskylduna og vini og við getum ekki beðið eftir að koma heim. Við reyndum að fá það í gegn gagnvart plötufyrirtækinu og dagskránni hér úti að fá að koma heim í sumar, það var alltaf eitt af okkar markmiðum og við erum ákaflega ánægðir með að það hafi gengið,“ segir Jökull. Þeir félagar hafa þó reynt að hvetja vinina til að koma í heimsókn enda búa þeir í stóru húsi með sundlaug og öðru slíku.Hlakka til að koma heim Kaleo kemur til Íslands í tíu daga í júlí en þó verður tíminn á Íslandi annasamur. „Við komum heim í tíu daga í júlí og ætlum að nýta tímann vel. Við erum að fara að taka upp nokkur „live performance“-myndbönd því okkur langar að nýta íslensku náttúruna og íslenska sumarið í myndböndin. Það verður líka gaman að sýna Könunum Ísland. Það koma einhverjir á vegum Atlantic Records og einnig umboðsmaðurinn okkar og líklega einhverjir fleiri sem hafa verið að vinna með okkur hérna úti,” segir Jökull um dvölina á Íslandi. Kaleo kemur fram í Gamla bíói þann 11. júlí og verða tónleikarnir jafnframt einu sjálfstæðu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á þessu ári. „Við erum gífurlega spenntir fyrir tónleikunum. Við erum að undirbúa stærra „show“ og fáum til liðs við okkur úrvals hljóðfæraleikara. Síðustu tónleikar sem við héldum í Gamla bíói í nóvember heppnuðust frábærlega og við hlökkum til að gera enn betur. Einnig ætlar hljómsveitin VAR að hita upp og hvetjum við fólk til að kynna sér þau.“Á góðri sólarstundu vestanhafs.Heiður að hita upp fyrir Kings of Leon Hins vegar kemur sveitin aftur fram á Íslandi þann 13. ágúst þegar hún hitar upp fyrir hljómsveitina Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mikill heiður að fá að hita upp fyrir þá. Við hikuðum ekki þegar okkur var boðið að spila.” Kaleo hefur að undanförnu verið á fullu að kynna sitt nýjasta smáskífulag, All The Pretty Girls. Þeir félagar eru með nýtt lag sem stefnt er á að koma út sem allra fyrst. „Við erum að vinna í lagi sem heitir Way Down We Go sem er frekar mikill blús í grunninn. Hérna virka hlutirnir aðeins öðruvísi en heima. Það er ekki sjálfgefið að fá að koma singli út svona skömmu eftir að síðasti singull kom út. Þeir vilja ekki fleira en eitt lag í einu og það tekur töluvert lengri tíma að vinna hvert lag en gengur og gerist í Evrópu. Við höfum engu að síður fengið leyfi til að gefa lagið út á Íslandi svo að það styttist í það,“ útskýrir Jökull.Ekki orðnir milljónamæringar Spurður út í peningamálin og hvort þeir félagar séu að hala inn mikið af peningum á þessu öllu saman, er svarið einfalt. „Við erum ekki búnir að græða mikinn pening. Persónulega erum við ekki að velta neinu gífurlegu, þetta eru bara peningar sem fara í að halda batteríinu gangandi. Það er ákveðin fjárhæð sem samið er um í byrjun, sá peningur er til að láta pakkann ganga upp í tveggja, þriggja ára plani. Við persónulega erum ekki að græða, við getum samt ekki kvartað þar sem við lifum á tónlistinni, það eru þvílík forréttindi að geta tekið upp með fólki sem þú vilt vinna með og starfað við tónlistina. Þrátt fyrir það þá er þetta hark og við reynum að hafa útgjöldin í lágmarki,“ segir Jökull og bætir við. „Þetta eru í raun fyrirframpeningur frá plötufyrirtækinu sem maður fær til að fjármagna planið sem er næstu tvö, þrjú árin.“ Eins og fram kemur hér að ofan nær þetta grunnplan Kaleo til tveggja til þriggja ára og verður sveitin mikið í Bandaríkjunum næstu árin. „Það sem eftir er af árinu munum við halda áfram að ferðast og spila í Bandaríkjunum ásamt því að klára upptökur á plötu. Við eigum gífurlega mikið af tónlist sem við hlökkum til að koma frá okkur. Hingað til hefur gengið mjög vel og við erum mjög spenntir fyrir framhaldinu.“Kaleo kemur fram í Gamla bíói þann 11. júlí og verða tónleikarnir jafnframt einu sjálfstæðu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á þessu ári.Mynd/Michelle Stancil
Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Sjá meira