1.047 nýir bílar seldir í maí Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 14:47 Bílum fjölgaði vel á fyrstu dögum maí. Á vefsíðu Samgöngustofu má nú sjá að 1.047 nýir fólksbílar eru þegar seldir í maí þó svo aðeins 9 virkir dagar séu liðnir í mánuðinum. Þessi 1.047 bíla sala nær til síðasta föstudags, 15. maí. Á vormánuðum er ávallt góð sala í nýjum bílum þar sem þá eru afhentir flestir þeirra bílaleigubíla sem notaðir eru af ferðamönnum hér á landi. Af einstaka bílgerðum er Toyota með flesta selda bíla, eða 208. Næst flestir eru af Opel gerð, eða 101. Þar á eftir eru svo Chevrolet (95), Kia (90), Ford (70), Dacia (70) og Skoda (50). Ágæt sala virðist áfram vera í lúxusbílum en 17 Land Rover/Range Rover bílar eru seldir í maí, 10 Mercedes Benz, 6 Volvo, 5 Porsche, 5 Lexus, 5 BMW, 5 Audi bílar og 2 Tesla bílar. Þá eru 64 sendibílar seldir það sem af er maí, 12 hópferðabílar og 13 vörubílar. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Á vefsíðu Samgöngustofu má nú sjá að 1.047 nýir fólksbílar eru þegar seldir í maí þó svo aðeins 9 virkir dagar séu liðnir í mánuðinum. Þessi 1.047 bíla sala nær til síðasta föstudags, 15. maí. Á vormánuðum er ávallt góð sala í nýjum bílum þar sem þá eru afhentir flestir þeirra bílaleigubíla sem notaðir eru af ferðamönnum hér á landi. Af einstaka bílgerðum er Toyota með flesta selda bíla, eða 208. Næst flestir eru af Opel gerð, eða 101. Þar á eftir eru svo Chevrolet (95), Kia (90), Ford (70), Dacia (70) og Skoda (50). Ágæt sala virðist áfram vera í lúxusbílum en 17 Land Rover/Range Rover bílar eru seldir í maí, 10 Mercedes Benz, 6 Volvo, 5 Porsche, 5 Lexus, 5 BMW, 5 Audi bílar og 2 Tesla bílar. Þá eru 64 sendibílar seldir það sem af er maí, 12 hópferðabílar og 13 vörubílar.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent