Óttar Bjarni Guðmundsson, miðvörður Leiknis, fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í leik liðsins gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í gær. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli en nýliðar Leiknis eru komnir með fjögur stig í Pepsi-deildinni.
Í fyrstu var óttast að Óttar væri brotinn en nú er ljóst að svo er ekki.
„Hann fékk slæmt högg á legginn og það er grunur um beinmar en hann er ekki brotinn,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, annar þjálfara Leiknis, í samtali við Vísi í morgun.
Að sögn Davíðs fer Óttar í frekari skoðun seinna í dag og þá kemur betur í ljós hvers eðlis meiðslin eru og hversu alvarleg þau eru.
„Menn fóru strax að spyrja sig í gær hvort hann væri brotinn en það er alveg klárt að svo er ekki. Við vitum hvað betur síðar í dag hversu langan tíma hann þarf til að jafna sig,“ sagði Davíð ennfremur.
Leiknir sækir ÍBV heim í 4. umferð Pepsi-deildarinnar á miðvikudaginn.
Óttar ekki brotinn | Grunur um beinmar

Tengdar fréttir

Freyr: Löglegt mark tekið af okkur | Óttar mögulega brotinn
Leiknir náði stigi gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar í kvöld. Þjálfarinn vildi meira.

Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Stjarnan - Leiknir 1-1 | Meistararnir í vandræðum með nýliðana
Stjarnan tapaði sínum fyrstu stigum í Pepsi-deild karla í kvöld.

Stjörnumenn biðjast afsökunar: Bjóðum Leiknismenn velkomna í Garðabæinn
Endurspeglar engan veginn hugarfar Stjörnunnar í garð mótherja sinna, segir formaðurinn.

Uppbótartíminn: Línuverðir í ruglinu - Myndbönd
Þriðja umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum.