Vanlíðan Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur skrifar 18. maí 2015 16:00 Vísir/Getty Dagur í lífi sála, fyrsta viðtal: Ungur menntskælingur: Mér á ekki að líða illa...Sáli: Af hverju ekki?Menntskælingurinn: Af því að það er ekkert sérstakt að í lífi mínu. Hvernig á ég að geta átt gott líf ef ég get ekki einu sinni verið glöð þegar ég er að gera skemmtilega hluti?Sáli: Geturðu gefið mér dæmi?Menntskælingurinn: Já, ég var á kaffihúsi með vinkonum mínum í gær. Af og til þá gleymdi ég mér og þá var gaman en svo fór mér allt í einu að líða illa. Ég fór að hugsa um það hvað væri eiginlega aðmér að líðasvona og þá leið mér ennverr. Ég hef áhyggjur af því að verða alltaf svona óhamingjusöm, ég má aldrei leyfa mér að hugsa, þá fer mér að líða svo illa. Ég verð bara að vera upptekin....Annað viðtal:Kona: Ég veit ekki af hverju ég svona kvíðin og döpur. Ég var að eignast langþráð barn. Ég á að vera hamingjusöm en ég er alltaf grátandi og ég get ekki sofið fyrir kvíða.Sáli: Hvernig gekk fæðingin?Kona: Hún var erfið, tók langan tíma og var mjög sársaukafull. Ég vissi ekki að þetta yrði svona slæmt. Svo vildi barnið ekki taka brjóstið almennilega, .... gula á fyrstu vikunum,...blönk., þvagleki,.. svefnleysi,...kyndeyfð,... oftast ein heima með barnið. Þetta er ekki eins og ég bjóst við og ég skammast mín fyrir að vera ekkihamingjusöm. Ég get ekki talað um þetta við neinn. Heldurðu ekki að ég þurfi að fara á lyf?Er ástæða til að sjúkdómsvæða tilfinningar?Er það óeðlilegt að konu í svona stöðu líði illa? Hvernig ætti henni að líða? Konum í svipaðri stöðu líður yfirleitt bæðivelogilla til skiptis á sama degi. Fyrir fimmtíu árum hefði hún sennilega verið umkringd vinkonum í göngufjarlægð sem einnig voru heima í fæðingarorlofi en ekki einangruð og einmanna. Við þessu er engin meðferð önnur en félagslegur stuðningur og samkennd, eins mikið og hægt er. Súkkulaði og tími.En ef mér líður oft illa er það ekki merki um að ég sé með þunglyndi eða kvíðaröskun?Einu sinni voru geðraskanir tabú. Fólk sat heima í skömm og fékk ekki viðeigandi hjálp eða stuðning. Þetta málefni er mikilvægt og þessi grein gerir ekki lítið úr því að margir sitja fastir í vítahring neikvæðra tilfinninga, hegðunar, hugsana og líkamlegra einkenna sem hamla verulega þáttöku í athöfnum daglegs lífs og geta jafnvel leitt til sjálfsvíga. En ég rekst á það í mínu starfi að pendúllinn hefur sveiflast of langt í hina áttina. Margir virðast líta á allar neikvæðar tilfinningar sem óeðlilegar og skaðlegar og forðast þær eins og heitan eldinn. Það getur hins vegar haft þveröfug áhrif því að margir þróa einmitt með sér tilfinningaraskanir af því þeir kunna ekki að þola við erfiðar tilfinningar eða nota þær upplýsingar sem þær veita á uppbyggilegan hátt.Þér á ekki alltaf að líða vel. Ekki einu sinni þegar þú ert að gera eitthvað skemmtilegt. Bíddu hvað áttu við? Jú því miður ertu með framheila. Þessi framheili okkar er bæði blessun og bölvun. Hann gerir okkur kleift að þola töf á umbun og hugsa um afleiðingar hegðunar áður en við framkvæmum. Framheilinn gefur okkur heimspeki, ljóðlist og gagnrýna hugsun svo fátt eitt sé nefnt.En með gagnrýnni hugsun verðum við líka gagnrýnin á okkar eigin hugsanir og tilfinningarTilfinningavandi nútímamannsins orsakast að miklu leyti af því að vera meðvitaður um eigin tilvist. Við hugsum um hugsanir okkar (e. metacognitions). Þannig verður smá þreyta eða pirringur á kaffihúsi með vinkonunum fljótt að stórri tilvistarkreppu þegar við dæmum okkur fyrir að vera ekki hamingjusöm, ákveðum að eitthvað hljóti að vera að okkur fyrir að líða ekki vel og veltum okkur uppúr því hvernig okkur líður og afhverju. Mér getur sem sagt liðið illa þegar eitthvað er að, eða þegar mér finnst að eitthvað sé að og svo getur mér líka liðið illa bara af því bara. En þegar ég upplifi vanlíðan vil ég bara losna við þessar óþægilegu tilfinningar strax og helst án þess að skoða þær neitt nánar.Hvernig get ég losnað við vanlíðan strax?Þær helstu sem ég rekst á í mínu starfi eru þessar: sjónvarp, sími, tölva, svefn, matur, áfengi, fíkniefni, sjálfsskaði og uppgjöf (ég skal ekki vera leiðinleg og nefna geðlyf hér, það eru oft góðar og gildar ástæður fyrir því að nota þau sem lyftistöng). Forðun á tilfinningar stækkar nánast alltaf vandann sé hann raunverulega til staðar, við fitnum meira, gerum minna, frestum verkefnum, skrópum í skóla eða vinnu, svörum ekki síma og dettum að lokum í þunglyndi. Eða við förum alveg í hina áttina við veltum okkur um of uppúr tilfinningum og merkingu þeirra, oflesum í aðstæður og dæmum okkur fyrir að líða ekki rétt. Það elur af sér kvíða og skömm sem getur einnig leitt til þunglyndis.Þarf blessaður pendúllinn alltaf að sveiflast frá einum öfga til annars?Það er verðugt verkefnið að reyna að vera þarna í miðjunni, mitt á milli þess að ofhugsa eða forðast algjörlega tilfinningar. Það felur í sér að læra að mæta í skóla eða vinnu óháð líðan um morguninn. Að gera ekki mikið veður út af því að líða ekki alltaf vel, heldur reyna að halda sínu striki og byggja upp það líf sem maður sækist eftir. En um leið leyfa sér að skoða tilfinningar með tilliti til þeirra upplýsinga sem þær veita, til þess að bregðast frekar við með einhverju sem er langtímalausn frekar en skammtímalausn. Gott dæmi um þetta er einmannaleiki. Margir af mínum skjólstæðingum bregðast við einmannaleika með því að loka sig af inni í herbergi. En um leið og þú áttar þig á að þú ert einmanna þá er það sennilega ekki heppileg langtímalausn að loka þig enn frekar af?Sem sagt:Depurð, leiði, skömm, einmannaleiki, kvíði, áhyggjur, ótti, öfund o.s.frv. eru allt eðlilegar tilfinningar. Þær veita þér mikilvægar upplýsingar um hvað skiptir þig máli, hvað þér finnst vanta í líf þitt, hvenær þér finnst á þér brotið, hvenær þú hefur misst eitthvað sem skiptir þig máli o.s.frv. Þær gera þér kleift að upplifa þakklæti og gleði.Steinunn er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni Heilsa Tengdar fréttir Nei ég kann ekki að hjóla Námstækni er hægt að bæta, hvort sem þú lærir hratt eða hægt og er það satt sem þeir segja, æfingin skapar meistarann. 27. febrúar 2015 13:00 Viltu mæta í sjónvarpsviðtal? Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni fjallar um kvíða sem húnn upplifði þegar hún var beðin um að vera í viðtali í sjónvarpinu 6. mars 2015 11:00 Stöðvar fullkomnunaráráttan þig? Hér fjallar Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni um hversu hamlandi fullkomnunarárátta getur verið 13. apríl 2015 16:00 Ertu það sem þú hugsar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og fjallar hér um ósjálfráðar hugsanir. 13. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Dagur í lífi sála, fyrsta viðtal: Ungur menntskælingur: Mér á ekki að líða illa...Sáli: Af hverju ekki?Menntskælingurinn: Af því að það er ekkert sérstakt að í lífi mínu. Hvernig á ég að geta átt gott líf ef ég get ekki einu sinni verið glöð þegar ég er að gera skemmtilega hluti?Sáli: Geturðu gefið mér dæmi?Menntskælingurinn: Já, ég var á kaffihúsi með vinkonum mínum í gær. Af og til þá gleymdi ég mér og þá var gaman en svo fór mér allt í einu að líða illa. Ég fór að hugsa um það hvað væri eiginlega aðmér að líðasvona og þá leið mér ennverr. Ég hef áhyggjur af því að verða alltaf svona óhamingjusöm, ég má aldrei leyfa mér að hugsa, þá fer mér að líða svo illa. Ég verð bara að vera upptekin....Annað viðtal:Kona: Ég veit ekki af hverju ég svona kvíðin og döpur. Ég var að eignast langþráð barn. Ég á að vera hamingjusöm en ég er alltaf grátandi og ég get ekki sofið fyrir kvíða.Sáli: Hvernig gekk fæðingin?Kona: Hún var erfið, tók langan tíma og var mjög sársaukafull. Ég vissi ekki að þetta yrði svona slæmt. Svo vildi barnið ekki taka brjóstið almennilega, .... gula á fyrstu vikunum,...blönk., þvagleki,.. svefnleysi,...kyndeyfð,... oftast ein heima með barnið. Þetta er ekki eins og ég bjóst við og ég skammast mín fyrir að vera ekkihamingjusöm. Ég get ekki talað um þetta við neinn. Heldurðu ekki að ég þurfi að fara á lyf?Er ástæða til að sjúkdómsvæða tilfinningar?Er það óeðlilegt að konu í svona stöðu líði illa? Hvernig ætti henni að líða? Konum í svipaðri stöðu líður yfirleitt bæðivelogilla til skiptis á sama degi. Fyrir fimmtíu árum hefði hún sennilega verið umkringd vinkonum í göngufjarlægð sem einnig voru heima í fæðingarorlofi en ekki einangruð og einmanna. Við þessu er engin meðferð önnur en félagslegur stuðningur og samkennd, eins mikið og hægt er. Súkkulaði og tími.En ef mér líður oft illa er það ekki merki um að ég sé með þunglyndi eða kvíðaröskun?Einu sinni voru geðraskanir tabú. Fólk sat heima í skömm og fékk ekki viðeigandi hjálp eða stuðning. Þetta málefni er mikilvægt og þessi grein gerir ekki lítið úr því að margir sitja fastir í vítahring neikvæðra tilfinninga, hegðunar, hugsana og líkamlegra einkenna sem hamla verulega þáttöku í athöfnum daglegs lífs og geta jafnvel leitt til sjálfsvíga. En ég rekst á það í mínu starfi að pendúllinn hefur sveiflast of langt í hina áttina. Margir virðast líta á allar neikvæðar tilfinningar sem óeðlilegar og skaðlegar og forðast þær eins og heitan eldinn. Það getur hins vegar haft þveröfug áhrif því að margir þróa einmitt með sér tilfinningaraskanir af því þeir kunna ekki að þola við erfiðar tilfinningar eða nota þær upplýsingar sem þær veita á uppbyggilegan hátt.Þér á ekki alltaf að líða vel. Ekki einu sinni þegar þú ert að gera eitthvað skemmtilegt. Bíddu hvað áttu við? Jú því miður ertu með framheila. Þessi framheili okkar er bæði blessun og bölvun. Hann gerir okkur kleift að þola töf á umbun og hugsa um afleiðingar hegðunar áður en við framkvæmum. Framheilinn gefur okkur heimspeki, ljóðlist og gagnrýna hugsun svo fátt eitt sé nefnt.En með gagnrýnni hugsun verðum við líka gagnrýnin á okkar eigin hugsanir og tilfinningarTilfinningavandi nútímamannsins orsakast að miklu leyti af því að vera meðvitaður um eigin tilvist. Við hugsum um hugsanir okkar (e. metacognitions). Þannig verður smá þreyta eða pirringur á kaffihúsi með vinkonunum fljótt að stórri tilvistarkreppu þegar við dæmum okkur fyrir að vera ekki hamingjusöm, ákveðum að eitthvað hljóti að vera að okkur fyrir að líða ekki vel og veltum okkur uppúr því hvernig okkur líður og afhverju. Mér getur sem sagt liðið illa þegar eitthvað er að, eða þegar mér finnst að eitthvað sé að og svo getur mér líka liðið illa bara af því bara. En þegar ég upplifi vanlíðan vil ég bara losna við þessar óþægilegu tilfinningar strax og helst án þess að skoða þær neitt nánar.Hvernig get ég losnað við vanlíðan strax?Þær helstu sem ég rekst á í mínu starfi eru þessar: sjónvarp, sími, tölva, svefn, matur, áfengi, fíkniefni, sjálfsskaði og uppgjöf (ég skal ekki vera leiðinleg og nefna geðlyf hér, það eru oft góðar og gildar ástæður fyrir því að nota þau sem lyftistöng). Forðun á tilfinningar stækkar nánast alltaf vandann sé hann raunverulega til staðar, við fitnum meira, gerum minna, frestum verkefnum, skrópum í skóla eða vinnu, svörum ekki síma og dettum að lokum í þunglyndi. Eða við förum alveg í hina áttina við veltum okkur um of uppúr tilfinningum og merkingu þeirra, oflesum í aðstæður og dæmum okkur fyrir að líða ekki rétt. Það elur af sér kvíða og skömm sem getur einnig leitt til þunglyndis.Þarf blessaður pendúllinn alltaf að sveiflast frá einum öfga til annars?Það er verðugt verkefnið að reyna að vera þarna í miðjunni, mitt á milli þess að ofhugsa eða forðast algjörlega tilfinningar. Það felur í sér að læra að mæta í skóla eða vinnu óháð líðan um morguninn. Að gera ekki mikið veður út af því að líða ekki alltaf vel, heldur reyna að halda sínu striki og byggja upp það líf sem maður sækist eftir. En um leið leyfa sér að skoða tilfinningar með tilliti til þeirra upplýsinga sem þær veita, til þess að bregðast frekar við með einhverju sem er langtímalausn frekar en skammtímalausn. Gott dæmi um þetta er einmannaleiki. Margir af mínum skjólstæðingum bregðast við einmannaleika með því að loka sig af inni í herbergi. En um leið og þú áttar þig á að þú ert einmanna þá er það sennilega ekki heppileg langtímalausn að loka þig enn frekar af?Sem sagt:Depurð, leiði, skömm, einmannaleiki, kvíði, áhyggjur, ótti, öfund o.s.frv. eru allt eðlilegar tilfinningar. Þær veita þér mikilvægar upplýsingar um hvað skiptir þig máli, hvað þér finnst vanta í líf þitt, hvenær þér finnst á þér brotið, hvenær þú hefur misst eitthvað sem skiptir þig máli o.s.frv. Þær gera þér kleift að upplifa þakklæti og gleði.Steinunn er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni
Heilsa Tengdar fréttir Nei ég kann ekki að hjóla Námstækni er hægt að bæta, hvort sem þú lærir hratt eða hægt og er það satt sem þeir segja, æfingin skapar meistarann. 27. febrúar 2015 13:00 Viltu mæta í sjónvarpsviðtal? Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni fjallar um kvíða sem húnn upplifði þegar hún var beðin um að vera í viðtali í sjónvarpinu 6. mars 2015 11:00 Stöðvar fullkomnunaráráttan þig? Hér fjallar Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni um hversu hamlandi fullkomnunarárátta getur verið 13. apríl 2015 16:00 Ertu það sem þú hugsar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og fjallar hér um ósjálfráðar hugsanir. 13. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nei ég kann ekki að hjóla Námstækni er hægt að bæta, hvort sem þú lærir hratt eða hægt og er það satt sem þeir segja, æfingin skapar meistarann. 27. febrúar 2015 13:00
Viltu mæta í sjónvarpsviðtal? Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni fjallar um kvíða sem húnn upplifði þegar hún var beðin um að vera í viðtali í sjónvarpinu 6. mars 2015 11:00
Stöðvar fullkomnunaráráttan þig? Hér fjallar Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni um hversu hamlandi fullkomnunarárátta getur verið 13. apríl 2015 16:00
Ertu það sem þú hugsar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og fjallar hér um ósjálfráðar hugsanir. 13. febrúar 2015 09:00